Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélags- sáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2ja metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabæ Jónshúsi/félags- og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Stólaleikfimi kl. 13.30. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbeinand í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Virðum 2ja metra regluna, handþvottinn og sprittunina. Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi . Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Húsviðhald með morgun- nu „Nei sko, komin lítil Stína.“ Þetta voru fyrstu orðin sem pabbi sagði þegar ég fæddist. Já, ég átti að heita Kristín, pabbi réði því. Minningarnar um pabba eru ótal margar, man ég þegar ég var lítil og kom inn úr kuldanum, kom alltaf með kaldar hendur mínar og þú settir þær í stóru hendurnar þínar og yljaðir mér. Mér fannst þínar hendur vera þær stærstu og hlýjustu hendur í heimi. Man ég eftir því að eitt sinn ætlaði pabbi að færa Húna- röstina frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og ég og litla systir mín máttum koma með ef veður leyfði. Bönnuðum við pabba að hlusta á veðurfregnirnar kvöldið áður og úr varð að við fengum að fara með, en lentum í brælu og veltingi mestallan tímann og ég lá sjóveik í koju alla þessa 8 klukkutíma en systir mín spjall- aði við áhöfnina og var ekki vit- und sjóveik. Ekki báðum við aft- ur um að fara með. Ófáar ferðirnar um helgar þegar pabbi var í landi, niður á bryggju að skoða skipin og athuga hvort væri í lagi með Húnaröstina, þrífa kojur skipshafnar og mega tína smápeninga sem leyndust undir dýnunum, það var hefðin. Gaman að hlusta á þig, því hann pabbi minn var hafsjór af þekk- ingu og skemmtilegum sögum. Yndislegt var þegar þið mamma komuð að horfa á mig keppa á Ólympíumótum. Þú sem varst Hákon Magnússon ✝ Hákon Magn-ússon fædd- ist 18. febrúar 1933. Hann lést 2. ágúst 2020. Útförin fór fram 13. ágúst 2020. alltaf svo stoltur af mér og afrekum mínum, og máttir til með að monta þig við fólk á förnum vegi. Afar skemmti- legt þótti mér og börnunum mínum að fara í Hafrósina á sjómannadögum og sigla í Reykjavíkur- höfnina, þaðan í land, skoða mannlífið og borða gott nesti sem mamma var búin að útbúa og við borðuðum um borð. Þetta var hápunkturinn hjá okkur öllum og var alltaf beðið með miklum spenningi eftir þessum afadegi. Einnig þegar við fórum á Hafrósinni í stutta veiðitúra og veiddum þorsk og nutum lífsins. Man ég eftir ferð- inni upp í Hvalfjörð fyrir nokkr- um árum, í blankalogni og frá- bæru veðri. Nú njótum við yndislegra minninga um frábæran og góðan pabba og afa og rifjum upp góðu tímana. Pabbi var kletturinn í lífi mínu, stoð mín og stytta. Takk fyrir allt, elsku pabbinn minn, ég skal passa upp á mömmu fyrir þig. Þín litla Stína Kristín Rós. Góður félagi okkar í Lions- klúbbi Hafnarfjarðar er látinn. Þegar Hákon Magnússon gekk til liðs við okkur í klúbbnum vakti hann strax eftirtekt okkar félaganna vegna háttvísi sinnar og glaðlyndis. Hákon vann af alúð öll verk- efni sem honum voru falin og gekk til verka eins og sá sem aldrei lætur ganga á eftir sér. Frá upphafi mátti merkja að hann var vanur að taka ákvarð- anir og þurfti aldrei að velta fyr- ir sér því sem lá ljóst fyrir. Sem skipstjóri og útgerðarmaður þroskaði hann með sér þá eigin- leika að bregðast skjótt við þeg- ar þörf var á, en jafnframt að taka yfirvegaðar ákvarðanir. Sem dæmi um það er þegar hann svaf í koju um borð í bát sínum í höfninni í Þorlákshöfn þegar skipverjar hans komu um borð að nóttu til og einn þeirra féll milli báta og lenti í sjónum. Þá var strax kallað í Hákon sem stakk sér umsvifalaust í sjóinn og bjargaði manninum. Þessi fumlausi maður var hár vexti, hærri en flestir aðrir og vakti strax athygli okkar hinna fyrir myndugleik. Ég hef átt þess kost að vinna með honum, þá gekk allt eins og smurð vél, án hávaða en með góðum árangri. Við félagarnir komum til með að sakna Hákonar, hann var traustur maður og góður félagi. Rósa kona hans var honum ávallt við hlið á fundum og í ferðalög- um þegar við buðum eiginkonum okkar með og þá var augljós vin- áttan milli þeirra hjóna. Við félagarnir vottum Rósu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð er við kveðjum góðan dreng. Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar, Halldór Svavarsson. Glaðvær, heiðarlegur, hóg- vær, hlédrægur. Þetta eru allt orð sem koma upp í hugann þeg- ar Hákonar félaga okkar er minnst. Við kynntumst fyrir rúmum aldarfjórðungi, Rósa eiginkona hans var kórfélagi okkar og Hákon lét sig ekki vanta á tónleika né í kórferðalög- um. Hann var traustur meðlimur í „klappliðinu“, hann fagnaði list- rænum sigrum kórsins þó ekki með hrópum og köllum, nei nei, til þess var hann allt of hlédræg- ur, góðlegt rólyndislegt brosið blasti hins vegar við manni á bak við hógvært klapp. Ekki var söngstarfið nóg, og var þá stofnaður matarklúbbur sem hittist reglulega, í um aldar- fjórðung. Þar gafst tækifæri á að kynn- ast betur, borða góðan mat og ræða lífsins gagn og nauðsynjar. Hákon hafði einstaklega þægi- lega nærveru, var réttsýnn og umtalsgóður um náunga sinn. Það var fastur liður á „mat- arklúbbsfundum“ svona þegar fór að líða á kvöldið að teknar voru snarpar rökræður, um póli- tík, hrunið, nú eða einhver önnur mál sem efst voru á baugi. Þegar fór að hitna í um- ræðunni, þá setti Hákon aðeins í herðarnar og rölti í burtu og fann sér friðsamari viðmælend- ur. Hákon var um árabil útgerð- armaður, farsæll skipstjóri og síldarkóngur. Hann gerði þó ávallt lítið úr árangri sínum á þessu sviði. Skemmtilegar ferðir forum við með honum á Hafrósu, skemmtibátnum hans, sem eru með öllu ógleymanlegar. Hann er nú lagður af stað í sína hinstu siglingu og er ég ekki í vafa um að hann kemst farsællega frá þeirri ferð. Við kveðjum kæran félaga og vin með eftirsjá, en þökkum jafn- framt fyrir ótalmargar gleði- stundir í gegnum árin, stundir sem við varðveitum öll og yljum okkur við. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja Rósu, börnin, tengdabörnin og barna- börnin. Far þú í friði kæri vinur. Matarklúbbur Turnersamtak- anna, Guðmundur, Anna, Erna, Guðjón, Vala, Hólmfríður, Friðrik, Hróbjartur og Lilja. Nú þegar vinur minn Páll á Galta- læk er dáinn og horfinn er margs að minnast úr lífi drengskapar- manns sem ekki krafðist launa fyrir verk sín að kveldi. Árið 1945 fluttu ung hjón austan úr Meðallandi frá Sönd- um að Galtalæk, þau Sigurjón Pálsson og Sigríður Sveinsdótt- ir, en þau flúðu undan ógn- arvaldi Kúðafljóts. En ungu hjónunum fylgdi gustur og gríðarþokki. Með þeim var árs gamall drengur, Páll litli. Þetta voru ekki bara ung hjón sem trúðu á landið sitt heldur voru þau fólk vélaaldarinnar, traktor og jeppi komu brátt, vélaöldin hélt inn- reið sína í Landsveitina. Fyrsta verk þeirra var að virkja Galta- lækinn, bæði lýsa og hita bæ sinn með rafmagni, meðan kolareykinn lagði enn úr hverj- um strompi. Enda var sagt að Skaftfellingar hefðu fundið upp rafmagnið. Fljótt varð stórbúskapur að Galtalæk, ær og kýr, en smiðj- an var Sigurjóns, þar lá list hans og kunnátta. Börnum þeirra hjóna fjölgaði skjótt og fjölskyldan hafði mikið umleik- is. Efst í Landsveit bjuggu stór- bændur og höfðingjar í Hvammi, Skarði og Galtalæk. Nú tók við nábýli við Heklu, systur Kötlu, enda stóð ekki á gosi sem kom á þriðja búskap- Páll Sigurjónsson ✝ Páll Sig-urjónsson fæddist 17. júlí 1944. Hann lést á 12. ágúst 2020. Útför Páls fór fram 21. ágúst 2020. arári. Sigurjón var þúsundþjalasmiður og hafði leyfi til að lækna bæði menn og dýr og gefa lyf, sem var fágætt. Hann var mikill kennari og eitt boð- orð kenndi hann börnum sínum: „Gerðu verkin þín þannig að enginn geti gert þau bet- ur.“ Hagleiksmennirnir á Galta- læk urðu frægir þegar fjalla- ferðir og Veiðivatnamenn héldu í óbyggðirnar. Þegar bílarnir brotnuðu og biluðu tóku Galta- lækjarfeðgar við og vöktu margar nætur við að lagfæra þá. Það var aldrei svo mikið að gera á Galtalæk að ferðamað- urinn og nágranninn fengi ekki forgang. Páll fór fyrir systk- inum sínum og þeir bræður urðu allir snilldar hagleiks- menn og spöruðu ekki greiða- semina. Á Galtalæk voru gegningar og mjaltir verk þeirra mæðgna, en feðgarnir stóðu í smiðju. Oft heyrði ég sagt að ekkert væri svo flókið að þeir ekki smíðuðu það og jafnvel væru þeir færir um að smíða varahluti í manns- líkamann. Enn koma hagleiksmenn frá Galtalæk og enginn hefur tekið hærra próf í gullsmíði en Páll Sveinsson, bróðursonur Palla. Páll varð snemma námfús og djarfur og fékk að kenna á dirfsku sinni, þegar gamall og ryðgaður byssuhólkur varð til þess að hann skaut úr sér ann- að augað í æsku. Sagan segir að faðir hans hafi þá aðeins sagt þetta: „Þú verður aldrei refaskytta, Páll minn, fyrst enginn fórst í þessu voðaskoti þínu.“ En Palli fórnaði öðru auganu fyrir viskuna og vísindin eins og Óð- inn. Þeir bræður urðu öflugir verktakar í Sigöldu og Hraun- eyjum og ýtan varð íþrótt í höndum Páls. Þar jöfnuðust fá- ir á við hann. Þeir réðust síðar á svartan Mýrdalssand og þar ýtti Palli upp mestu hraðbraut sem lögð hefur verið á Íslandi. Galtalækjarmenn voru magnaðir framsóknarmenn og oft sat ég eldmessur Sigurjóns í stofu hans með Palla og harð- snúnu liði. Þær messur voru Ís- landi allt, mikill þungi og þegar umræðan harðnaði þá logaði glóðin í camelnum og syrti um stund. Páll var ræðumaður góður og beitti sér oft, hafði þungann og röddina seiðmagnaða, ræðan var rökvís og sannfæringin fylgdi máli hans. Þegar Palli hafði eignast nýjan jeppa sagði hann við vini sína: „Camelinn og koníakið koma aldrei í þenn- an bíl,“ en þeir römmu fjendur glottu við tönn og sóttu að hon- um enn um sinn. En að lokum kom krabbinn og þá varð ekk- ert sem stöðvaði för og nú hef- ur þessi góði drengur kvatt okkur og gengið á Drottins síns fund. Blessuð sé minning Páls á Galtalæk. Guðni Ágústsson. Páll Sigurjónsson bóndi frá Galtalæk í Landsveit kvaddi okkur þann 12. ágúst síðastlið- inn. Páll var fæddur lýðveldisárið 1944, þegar sjálfstæð íslensk þjóð var rétt mánaðargömul. Hann ólst því upp með þjóðinni á tímum sem landsmenn voru í miklum uppbyggingarhug. Verkefnin voru óteljandi við að byggja upp nútímalegt vel- ferðarsamfélag og hjálpast að við að gera gott land betra. Því lýkur aldrei – við getum alltaf gert betur. Páll var mjög félagslega sinnaður og lagði Framsókn lið fram á síðasta dag. Hann var sammála flokknum sínum um það að telja árangursríkast að vinna saman að úrlausnum með ábyrgum og praktískum hætti: að þoka málum áfram öfgalaust til að gera samfélagið okkar ör- lítið betra í dag en það var í gær. Ekki með byltingum heldur hægfara umbótum sem kalla á málamiðlanir. En til þess þarf fólk sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum í þeim anda, ekki til að skara eld að eigin köku, heldur til að bæta og auðga samfélag sitt. Þannig maður var Páll Sigurjónsson. Hann var traustur félagi í Framsóknarflokknum og sótti þar alla stærri fundi, tók virkan þátt í umræðum um þau mál sem á honum brunnu sem voru oft landbúnaðarmálin eða mál- efni hinna dreifðu byggða. Mörkin voru þó alls ekki dregin við þau mál því Páll fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á flestu. Páll var ekki alltaf sammála síðasta ræðumanni um það sem verið var að fjalla um en hann kunni að vinna með öðrum, koma sínum skoðunum fram og leggja til breytingar. Hann virti alltaf hina sameiginlegu niðurstöðu þegar hún lá fyrir. Hann var einn af þeim liðs- mönnum sem mynda hina sterku grasrót Framsóknar- flokksins. Að leiðarlokum vil ég þakka hans framlag til flokksins til áratuga. Fundirnir verða ekki eins þegar hans nýtur ekki lengur við. Sigurður Ingi Jóhanns- son, formaður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.