Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun 50 ára Ásdís er fædd og uppalin á Vogum á Vatnsleysuströnd og býr þar. Hún er við- skiptafræðingur að mennt frá HA og rekur eigin bókhaldsþjón- ustu, sem ber heitið Snerill ehf. Maki: Hafþór Guðbjartsson, f. 1966. Dóttir: Svana Kristný, f. 2020. Foreldrar: Hlöðver Kristinsson, f. 1938, vélvirki, búsettur á Borg á Vatnsleysu- strönd, og Unnur Svanhildur Ragn- arsdóttir, f. 1940, d. 1994, húsmóðir. Ásdís Hlöðversdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að hrista af þér slenið og gakktu glaður til leiks. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú talar. 20. apríl - 20. maí  Naut Hláturinn lengir lífið svo það er nauðsynlegt að hlæja öðru hvoru. Minntu þig á að þú getur ekki gert öllum til geðs og að það skiptir mestu máli að þú haldir sjálfsvirðingu þinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er alltaf hægt að læra eitt- hvað af öðrum hvort sem það eru nú hlutir sem gott er að nota eða ber að forðast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óvænt daður eða annað slíkt kryddar daginn. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Farðu út á meðal fólks og njótu þess að vera til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt eftir að reka þig á það næstu vikurnar hvað það er mikil ást í nánasta umhverfi þínu. Stilltu þig og segðu ekkert að vanhugsuðu máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. En ekki eru allir þess reiðubúnir að leggja eyrun við. Einhver gæti tekið upp á því að nýta sér góðmennsku þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ástfanginn upp fyrir haus og það er eina ríkidæmið sem skiptir máli. Allir leggja spilin á borðið og and- rúmsloftið er hreinna fyrir vikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er brjálaður kraftur í þér - alveg ótrúlegur - þegar kemur að því að taka við verðlaununum þínum. En sýndu þolinmæði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt fara í vinnuferð eða kynnast nýjum og spennandi hugmyndum sem geta nýst þér í starfi. Lestu í tilfinn- ingalega þýðingu samskipta í stað þess að rýna í orðin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tækifærin eru allt í kringum þig og allt sem þú þarft að gera er að grípa þau. Láttu allan meting við aðra lönd og leið og hugsaðu bara um eigin afkomu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur ekki hamið eftirvæntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér. byggðin verða æ vinsælli til byggðar, ekki bara vegna þess að hér er stór- kostlegt að ala upp börn heldur ekki síður vegna þess að hér er stórkost- legt að ala sjálfan sig upp. Allt sem vantar er innan seilingar, fjölbreytt menningarlíf og stutt í vinnu og alla þjónustu.“ Kári fór að vinna við Safnahús Vestmannaeyja, sá um bókasafnið þar og varð síðar forstöðumaður hússins. „Smám saman áttaði ég mig á því hversu víðáttumikill menningararfur Eyjanna er. Lista- menn eru og hafa verið hér í hrönn- um enda náttúrufegurðin engu öðru lík. Skáld og rithöfundar eru héðan og aðrir hafa búið hér skamma eða langa stund. Allt þetta og miklu meira viljum við sem vinnum í Safna- húsinu og þeim söfnum sem þar er að finna miðla með bæjarbúum. Það var brotið í blað árið 2011 er svo- nefnd Einarsstofa var opnuð, rými sem hýsir allt upp í 100 manns í einu. fessor að því að taka saman úrval úr kveðskap skálds sem nú er löngu gleymdur en var ákaflega vinsæll á fyrri tíð, séra Ólafur Jónsson á Sönd- um í Dýrafirði. Þá leiddi ég vinnu við að draga fram íslenskan tónlistararf í handriti árin 1995-2005 ásamt Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Einnig vann ég um árabil með Sig- urði Gylfa Magnússyni að ýmsum út- gáfum hans og annarra undir merkj- um Sýnisbókar íslenskrar alþýðu. Árið 2007 ákvað fjölskyldan að flytja til Vestmannaeyja og það var án efa mesta gæfusporið í mínu lífi. Hér er yndislegt að búa, stutt í allar áttir og himinn og haf blasa jafnan við augum ólíkt því sem var er ég bjó í Reykjavík. Ég er sannfærður um að á komandi árum mun lands- Þ orsteinn Kári Bjarnason er fæddur 24. ágúst 1960 í Reykjavík og ólst þar upp. „Sem barn bjó ég í fáein ár hjá góðu fólki en fór einnig í heimavist að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 14 ára og var þar í þrjá vetur. Ég hef oft undrast þá um- ræðu, sem algengust er, að við sem hröktumst til vandalausra á einum eða öðrum tíma ævinnar af marg- víslegum ástæðum höfum ævinlega lent hjá vondu fólki. Slík er ekki mín reynsla heldur þvert á móti. Í Krist- mundi Hannessyni skólastjóra og kennurunum sem með honum voru kynntist ég aldrei öðru en mann- gæsku og -mildi sem ég vil þakka hjartanlega fyrir og vona að ég tali fyrir hönd margra einstaklinga sem hafa verið í mínum sporum á lífsleið- inni.“ Kári er magister í íslenskum fræð- um að mennt auk þess sem hann lauk samhliða B.A.-prófi í heimspeki og ýmsum námskeiðum við Háskóla Íslands. Hann starfaði sem hand- ritavörður á Landsbókasafni Íslands samfellt í 16 ár, á tímabilinu 1989- 2005. Á þeim árum sótti hann heim handritasöfn víðsvegar, m.a. í Vatík- aninu, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Uppsala, Lundi, Osló, Helsinki, London, Oxford, Harvard og Íþöku. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum, þ. á m. í stjórn Félags um átjándu aldar fræði 1994-1998, Bóka- varðafélags Íslands 1995-1998, Menningarsjóðs 1996-2007, Reykja- víkurAkademíunnar 2003-2008 og situr nú í stjórn Stafkirkjunnar og skólanefnd Framhaldsskóla Vest- mannaeyja. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Söguseturs 1627 frá 2006. Kári hefur gefið út fjölmargar bæk- ur ýmist einn eða í samstarfi við aðra. „Ég hef verið afar upptekinn af því lengi að reyna að taka þátt í að draga fram þann ótrúlega fjöl- breytta menningararf sem fólginn er í íslenskum handritum. Árið 2006 gáfum við Ásgeir Jónsson, nú seðla- bankastjóri, út bók með kvæðum Jóns Arasonar biskups. Á svipuðum tíma vann ég með Matthíasi Johann- essen skáldi og Pétri Péturssyni pró- Við erum með dagskrár og viðburði, ráðstefnur og kynningar, lista- og ljósmyndasýningar enda þótt við þurfum að stoppa núna vegna hinna döpru aðstæðna með kórónuveiruna sem vonandi hverfur á þessu ári. Það sem er mest spennandi fram- undan tengist vinnunni og áhuga- málum þó vitaskuld vona ég að ég geti verið ævinleg stoð börnum mín- um. Hið fyrra sem ég hlakka til eru útgáfur sem við erum að fást við þessa dagana. Annars vegar stendur Sögusetur 1627 í Vestmannaeyjum fyrir löngu tímabærri útgáfu á Reisu- bók Ólafs Egilssonar, um Tyrkjarán- ið 1627, sem ég og Már Jónsson pró- fessor önnumst og Bjarni Harðarson gefur út af sinni kunnu smekkvísi. Hins vegar gefur bókasafnið út sér- prent eftir Svan Jóhannesson um prentsögu Vestmannaeyja, sem byggist á hinni veglegu útgáfu hans um prentsögu Íslands sem nú er ný- komin út. Hitt stóra verkefnið er að nú hillir loksins, loksins undir það að fágæt- isbókasafni verði fundinn staður á Bókasafni Vestmannaeyja. Fyrir þremur árum gaf Ágúst Einarsson Vestmannaeyjabæ ótrúlegt safn á annað þúsund bóka þar sem saman eru komnar margar af fágætustu út- gáfum okkar, m.a. allar útgáfur Bibl- íunnar frá Guðbrandsbiblíu (1584), Þorláksbiblíu (1644) og Steinsbiblíu (1728) að telja. Þá eru bækur sem annaðhvort eru ekki til í neinu bóka- safni eða aðeins til á Landsbókasafni samkvæmt Gegni og má taka sem dæmi guðspjallabók frá 1725, lat- ínurit frá 1556 og stafrófskver frá 1753. Mikið úrval fágætra höfuðrita íslenskrar bókmennta er þarna einn- ig að finna, m.a. Crymogea Arngríms lærða (1610), Kristni sagan (1688), Íslendingabók Ara fróða (einnig 1688), Atli Björns í Sauðlauksdal (1780) og Heimskringla í 6 bindum (1777-1826). Mikið úrval er þar einnig af frumútgáfum fyrstu bóka helstu höfuðskálda Íslands og flest helstu tímarit, öll í frumútgáfum og í heild sinni. Ef vel tekst til verður þessum gersemum öllum og fleirum til fund- inn veglegur staður í safninu, sem verður þar með eitt af merkari Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja – 60 ára Einarsstofa Dagskrá á vegum félagsskaparins Eyjahjartans í fyrra. Miðlar menningararfinum Dæturnar Stuttu eftir að sú yngri kom frá Kína. Safnvörðurinn Tekið til á bóka- safninu, sem geymir 100.000 bækur. 40 ára Rabbi ólst upp í Kópavogi en býr í Grafarvogi. Hann er húsasmiður að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík og er bygg- ingaverktaki. Hann er dyggur stuðnings- maður HK. Maki: Ósk Ágústsdóttir, f. 1983, snyrti- fræðingur. Foreldrar: Sóley Gyða Jörundsdóttir, f. 1960, leikskólastjóri á Dal í Kópavogi, og Grétar Steinn Leifsson, f. 1959, pípulagn- ingameistari á Long Island í New York. Rafn Ari Grétarsson Til hamingju með daginn Kópavogur Ares Þór fæddist fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 10.01 í Reykjavík Hann vó 4.412 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ásta Rós Sigtryggsdóttir og Haraldur Garðarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.