Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjöundu við-ræðulotuBreta og
Evrópusambands-
ins um frí-
verslunarsamning
lauk á föstudaginn, eða öllu
heldur rann út í sandinn líkt
og þær sex sem á undan fóru.
Viðræðunum er ætlað að finna
samkomulag, sem muni setja
niður viðskiptasamband Bret-
lands við Evrópusambandið
eftir útgöngu Breta úr sam-
bandinu, en þeir eru nú á
undanþágu fram til næstu ára-
móta.
Innan Evrópusambandsins
hafa menn sem fyrr nálgast
verkefnið með þeim hætti að
rétt væri að reyna áfram að
refsa Bretum fyrir að hafa
yfirgefið sambandið, frekar en
að leita lausna sem gætu
hugnast báðum aðilum, líkt og
venjan er þegar samninga-
viðræður eru hafnar. Tónninn
var gefinn strax í upphafi þeg-
ar aðildarríkin 27 komu sér
saman um samningsmarkmið,
en þau litu meira út eins og
óskalisti aðildarríkjanna um
hin ýmsu óskyldu málefni, eins
og afhendingu safngripa í
British Museum til Grikklands
og Spánverjar reyndu að nýta
tækifærið til að tryggja sér Gí-
braltar á ný.
Flestum þessara óska hefur
nú verið vikið til hliðar, enda
höfðu þær ekkert með Brexit
eða viðskipti Breta og ESB að
gera, en ein ósk stendur eftir
óhögguð: ósk franskra sjó-
manna (og raunar fleiri) um að
þeir geti hér eftir sem hingað
til farið með landhelgi Breta
eins og sína eigin. Þessi krafa
er skiljanleg frá sjónarhóli
Evrópusambandsins, sem hef-
ur byggt allan sinn sjávar-
útveg upp á stefnunni um að
fiskimiðin séu sameiginleg.
Vandinn er þó sá að sú
stefna hefur reynst mörgum af
þjóðunum illa, og líklega eng-
um jafnilla og Bretum. Þeir
hafa því enga löngun til þess
að galopna landhelgi sína á ný
fyrir erlendum útgerðum, en
hafa reynst viljugir til þess að
semja um takmarkaðan að-
gang frá ári til árs líkt og önn-
ur fullvalda ríki myndu gera.
Hinn ásteitingarsteinn við-
ræðnanna kemur sömuleiðis
frá Evrópusambandinu, en
þar á bæ krefjast menn þess
að Bretar beygi sig áfram und-
ir reglur sambandsins um rík-
isaðstoð, sem á að koma í veg
fyrir „óheilbrigða samkeppn-
ishætti“ af hálfu Breta. Að
auki krefst sambandið þess að
það njóti heimavallarréttinda í
öllum ágreiningsmálum sem
komið gætu upp, þar sem Evr-
ópudómstóllinn
ætti að hafa æðstu
lögsögu í þeim.
Krafan er nán-
ast móðgandi fyrir
Breta af tveimur
ástæðum, annars vegar þeirri
að Bretar voru á meðal þeirra
aðildarríkja sambandsins sem
stóðu sig einna best, þegar
kom að viðmiðum þess um að-
stoð ríkisvaldsins við atvinnu-
greinar, og hins vegar þeirri
að eitt af meginmarkmiðum
útgöngunnar var að rífa Breta
undan því að vera ofurseldir
Evrópudómstólnum, sem á sér
fáa vini handan Ermar-
sundsins.
Michel Barnier, aðalsamn-
ingamaður Evrópusambands-
ins, kvartaði hástöfum yfir því
fyrir helgi að viðræðurnar
virtust frekar stefna afturá-
bak en áfram, og að menn
væru að sóa dýrmætum tíma.
David Frost, samningamaður
Breta, var fljótur að benda á
það að Barnier sjálfur hafi lagt
svo mikla ofuráherslu á þessi
tvö efni, að hann hafi beinlínis
hafnað því að ræða annað fyrr
en búið væri að ná lendingu í
þeim.
Komið er fram yfir mitt ár,
og það er löngu orðið ljóst, að
Bretland sem fullvalda ríki
getur ekki látið bjóða sér þá
afarkosti sem Evrópusam-
bandið býður. Enn er að vísu
sá möguleiki fyrir hendi, að
menn vilji bíða fram til síðustu
stundar og reyna þá að leysa
málin, en slík handarbaka-
vinnubrögð eru regla frekar
en undantekning í Brussel.
Vandinn er þó líklega ekki
síst sá, að Evrópusambandið
hefur einfaldlega enga löngun
til þess að semja við Breta sem
jafningja en vill refsa þeim og
senda öðrum sem láta sig
dreyma um að sleppa út úr
sambandinu skýr skilaboð.
Þess vegna gætu það verið
hagsmunir Breta að ganga nú
þegar frá viðræðunum og
hefja undirbúning að því að
fríverslunarsamningur við
ESB náist ekki að sinni.
En um leið og þessi skilaboð
til ríkja innan ESB eru skýr
ættu þau einnig að skiljast hjá
ríkjum utan sambandsins,
ekki síst þeim sem hafa mikla
fiskveiðihagsmuni. Þeir sem
ráða för innan Evrópusam-
bandsins líta ekki á aðildarríki
þess sem fullvalda ríki. Þeir
telja að aðildarríkin, jafnvel
stór og öflug ríki á borð við
Bretland, eigi að taka við
fyrirmælum frá Brussel og
eigi aldrei að voga sér að segja
sig úr sambandinu. Þetta er
mjög þýðingarmikið að hafa í
huga.
Óvíst er að Bretar
og ESB nái saman
fyrir árslok}
Tíminn að renna út
S
uma skortir algjörlega raunsæið,
fólk sem dettur í hug að gera hluti
sem allir aðrir eru sammála um að
gangi ekki upp. Þeir vaða áfram að
sínu markmiði, stundum yfir allt
og alla. Þegar upp er staðið gerðist svo hið
ómögulega, þvert á heilbrigða skynsemi. Svo-
leiðis kona var Dóra S. Bjarnason. Sem var
mikil blessun.
Dóra var fyrirferðarmikil, yfirþyrmandi
fannst sumum. Hún var stór í bókstaflegri
merkingu og eftir að hún var komin af stað
var eins gott að verða ekki fyrir henni. Ekkert
var fráleitt í hennar huga.
Einu sinni hittum við hjónin Dóru úti í
Kaupmannahöfn, nýkomna frá Afríku. Hún
fékk skyndilega þá hugdettu að slást í för með
nemendum upp á næsthæsta tind Keníu. Dóra
hafði hvorki stundað fjallgöngur né heilbrigt líferni, en
það fannst henni algjört aukaatriði, pakkaði niður lopa-
peysunni og kartonum af sígarettum og arkaði upp fjall-
ið.
Hún eignaðist soninn Benedikt fyrir fjörutíu árum og
þá breyttist lífið allt. Benni var frá fæðingu með marg-
víslega fötlun, fötlun sem hefði orðið til þess að margt
foreldrið hefði lagt árar í bát. En ekki Dóra. Þaðan í frá
barðist hún af krafti fyrir því að sonur hennar nyti allra
þeirra réttinda sem flest börn njóta. Hann skyldi ganga í
skóla með öðrum sem jafningi, gera það sem jafnaldrar
hans gerðu.
Sonur minn og skólafélagar hans urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera í bekk með Benna. Þeir sögðu í minn-
ingargrein: „Hún varð aðsópsmikil bar-
áttukona fyrir bættum réttindum fatlaðra,
drifin áfram af þeirri sannfæringu að fötlun
sonar hennar skyldi aldrei hamla honum,
hvort sem er í menntun, ferðalögum eða vin-
áttu. Dóru tókst til dæmis að koma Benna í
bekkinn okkar, þótt það væru engin fordæmi
fyrir því að svo fjölfatlaður einstaklingur sæti
þar. Guði sé lof fyrir þrautseigju hennar og
ákveðni, því annars hefðum við aldrei kynnst
honum eða henni. Síðar þegar við komumst á
fullorðinsár og urðum einnig vinir Dóru átt-
uðum við okkur betur á því hvers konar bar-
áttukona og hugsjónamanneskja hún var.“
Ég var líka svo heppinn að kynnast Dóru.
Hún velti því fyrir sér meira en nokkur sem
ég hef kynnst hvað tæki við þegar hún félli
frá. Ekki hjá henni, heldur syni hennar.
Stundum spurði hún mig ráða í fjármálum, en allar
spurningarnar tengdust nafna mínum og framtíð hans.
Sumt af því sem Dóra barðist fyrir sem móðir og
fræðimaður hefur nú þegar nýst fjölmörgu fólki með
fötlun með svonefndri notendastýrðri persónulegri að-
stoð, NPA. Segja má að þar hafi þau mæðgin rutt braut.
Í útfararræðu sagði presturinn frá ónefndum embættis-
manni sem sagði: „Gerið þið allt sem hún Dóra biður um.
Og haldið henni frá mér.“
Stundum þarf fólk sem skortir raunsæið til þess að
breyta samfélaginu. Fólk eins og Dóru. Stóru konuna
með stóra hjartað.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Vinir Dóru
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Bæjarráð Reykjanesbæjarhefur tekið jákvætt íbeiðni Carbfix,dótturfyrirtækis Orku-
veitu Reykjavíkur, um aðstöðu til
jarðfræðirannsókna og kolefnisförg-
unartilrauna í nágrenni Helguvíkur.
Verkefnið er liður í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum. Málið var rætt
á fjarfundi ráðsins í fyrradag.
Sá fyrirvari var settur við af-
greiðslu erindisins að verkefnið væri
í samræmi við landnotkun á iðnaðar-
svæðinu í Helguvík að uppfylltum
öllum skilyrðum sem gerð eru í lög-
um, reglugerðum og skipulagi til
slíkra rannsókna og framkvæmda.
Fram kemur í erindi Carbfix til
bæjarráðs að fyrirtækið ásamt Há-
skóla Íslands, Íslenskum orkurann-
sóknum og samstarfsaðilum í Bret-
landi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og
Sviss, undirbúi nú nýtt vísindaverk-
efni sem ber heitið CO2SOLID.
Hugmyndin er að nota bestu fáan-
lega tækni til að skilgreina niðurdæl-
ingarsvæði sem stækka má eftir
þörfum í framtíðinni. Hópurinn hefur
unnið að jarðfræðirannsóknum und-
anfarin ár til að skilgreina og finna
ákjósanlega staði til niðurdælingar.
Segir í bréfi Carbfix að Helguvík sé
einn af ákjósanlegustu stöðum sem
völ sé á á Íslandi. Til viðbótar hag-
stæðum jarðfræðiskilyrðum sé góð
hafnaraðstaða í Helguvík, sem opni
möguleikann á innflutningi koldíox-
íðs til niðurdælingar auk þess sem
möguleiki sé á að taka við koldíoxíði
frá stóriðju og öðrum iðnaði sem
kunni að verða starfræktur í Helgu-
vík í framtíðinni.
Niðurstaða fáist 2024
Fram kemur í bréfi Carbfix að
stefnt er að því að sækja um styrk
fyrir verkefninu næsta haust í Hori-
zon 2020 rammaáætlun Evrópusam-
bandsins. Við það er miðað að verk-
efnið hefjist formlega fyrri hluta
næsta árs með jarðfræði- og jarðeðl-
isfræðirannsóknum. Borun á einni
tilraunaniðurdælingarholu og einni
vöktunarholu er áætluð árið 2022 og
tilraunaniðurdæling mun standa yfir
2022 til 2024. Stefnt er að því að
rannsóknaverkefninu ljúki árið 2024
og gera áætlanir ráð fyrir að þá verði
hægt að taka ákvörðun um var-
anlegan rekstur niðurdælingarkerfis
í Helguvík og að vegvísir að al-
þjóðlegri notkun tækninnar með
Helguvík að fyrirmynd verði tilbú-
inn.
Í bréfi Carbfix segir að varanlegur
rekstur myndi í þessu tilfelli annað-
hvort leiða til innviðauppbyggingar
vegna móttöku koldíoxíðs úr frakt-
skipum í Helguvík, móttöku á kol-
díoxíði frá stóriðju og/ eða með því að
setja upp búnað sem fangar koldíoxíð
beint úr andrúmslofti.
Bæjarráð tók undir bókun stjórn-
ar Reykjaneshafnar frá 13. ágúst.
Þar er verkefnið talið mjög áhuga-
vert. Samþykkti stjórnin að heimila
framkvæmd verkefnisins á hafnar-
svæði Helguvíkurhafnar í samræmi
við efni bréfsins á rannsóknartíma
þess til ársins 2024 svo lengi sem
framkvæmdin hafi ekki neikvæð
áhrif á uppbyggingu Helguvíkur-
hafnar.
Kolefnisförgun áhrifarík
Í bréfi Carbfix er kolefnisförgun
lýst sem ferli sem fjarlægir koldíoxíð
varanlega úr lofthjúpi jarðar og vinn-
ur því gegn loftslagsbreytingum. Að-
ferðin felst í að leysa koldíoxíð í vatni
og dæla niður í jarðlög þar sem nátt-
úruleg ferli umbreyta koldíoxíðinu í
steindir. Steindin sem myndast helst
er silfurberg sem er algeng í ís-
lenskri náttúru. „Þar sem steind-
irnar eru stöðugar í milljónir ára eru
miklar líkur á að Carbfix-aðferðin
geti orðið áhrifaríkt verkfæri í bar-
áttu mannkyns gegn loftslagsbreyt-
ingum næstu áratugina. Aðferðin
hefur hlotið heimsathygli og er m.a.
viðurkennd af Alþjóðaloftslagsnefnd
Sameinuðu þjóðanna og hafa yfir 100
vísindagreinar verið birtar um þróun
hennar og nýtingu. Aðferðinni hefur
verið beitt með góðum árangri við
Hellisheiðarvirkjun síðan 2014 og í
undirbúningi er niðurdæling á
Nesjavöllum, sem hefst á næsta ári,
auk þess sem gerðar verða niðurdæl-
ingartilraunir í Tyrklandi og Þýska-
landi,“ segir í erindi Carbfix.
Heimsmiðstöð?
Í grein í vikuritinu Vísbendingu í
síðustu viku fullyrða sérfræðingar á
vegum Carbfix að Ísland gæti orðið
miðstöð fyrir kolefnisförgun á heims-
vísu í framtíðinni.
Starfsemi fyrirtækisins hefur vak-
ið mikla athygli og jákvæða umfjöll-
un. Í lok júlí hlaut það hin alþjóðlegu
Keeling Curve-verðlaun fyrir aðferð
sína. Verðlaunin eru veitt árlega
brautryðjendum sem hafa náð eft-
irtektarverðum árangri í aðgerðum í
þágu loftslagsmála. Fór verðlaunaaf-
hendingin fram í beinni útsendingu á
vef bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar PBS - Public Broadcasting
Service.
Kolefnisförgun í ná-
grenni Helguvíkur
Ljósmynd/Reykjaneshöfn.
Helguvíkurhöfn Höfnin á þátt í því að svæðið er ákjósanlegur staður nið-
urdælingar koldíoxíðs. Verkefnið gæti leitt til mikillar atvinnusköpunar.