Bæjarins besta - 18.05.1988, Síða 4
4
Slysavarnarmenn:
BÆJARINS BESTA
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest-
fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga
2, 400 ísafjörður, S4560. Ritstjórarog ábyrgð-
armenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór
Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Jakob Falur
Garðarsson. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit-
stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að
Suðurtanga 2, & 4570 og er svarað allan sólar-
hringinn.
Setning, umbrotog prentun: H-prentsf, Suður-
tanga 2, 400 ísafjörður.
RITSTJÓRN
Skattleggjum eyðsluna
Ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að sinna jagi stjórnarandstöðunnar
um frekara málþóf og sendi þingmenn heim. Væntanlega til að sinna
þarfari verkefnum, eða hvað? Þingið setti fleiri lög en nokkru sinni
fyrr. Sem betur fer felldi það enn fleiri úr gildi. Nógur var frumskóg-
urinn fyrir.
Bjórsinnar glöddust áður en nótt var úti. Hvort gleðin verður
skammvinn eður ei leiðir tíminn í ljós. Viðbrögðin við samþykkt
bjórfrumvarpsins sýna hins vegar betur en margt annað hvers konar
fíflaþjóðfélag víð byggjum. Ekki færri en þrjár hundruðir manna ku
hafa beðið forstjóra Afengisverslunar ríkisins að muna nú eftir sér
þegar hann hæfi innflutning bjórs! Þrjúhundruð manna sjávarþorp er
ein af undirstöðum þjóðfélagsins, en þrjúhundruð bjórinnflytjend-
ur eru örgustu ómagar þess og að auki hrein móðgun við það fólk,
sem vinnur framleiðslustörfin tl sjávar og sveita og nær ekki skatt-
leysismörkum í daglaunum.
Mikil er sú forsmán, sem þingmenn sýna umbjóðendum sínum
með því að þora ekki að taka afstöðu á þingi, eða samþykkja með
ólund og hangandi hendi og ótal fyrirvarayfirlýsingum mál, sem þeir
þora ekki að vera á möti af ótta við kjósendur. Við slíkar aðstæður
fór kaupleigufrumvarpið í gegn. Svo var einnig um virðisauka-
skattinn.
Viðbrögðin við virðisaukaskattinum koma ekki á óvart. Hags-
munahóparnir reka upp ramakvein. Ekki við, segja þeir, bara
hinir. Sama hræsnin og með matarskattinn. Og allir þykjast þeir
upphefja sönginn af elsku sinni til láglaunahópanna í þjóðfélaginu.
Nýjasti grátkórinn syngur nú um endalok menningar í landinu af því
af því gamla góða undanþágukerfið frá söluskattinum fæst ekki yf-
irfært á virðisaukann.
En stöldrum við. Hvaða hópar þjóðfélagsins skyldu það vera, sem
stunda og halda uppi öllu því framboði af menningu, sem ómenn-
ingu, sem í boði er? Ætli það séu hóparnir, sem ná ekki skattleys-
ismörkunum í launum? Ótrúlegt að svo sé.
Mergurinn málsins er sá, að hvort sem skatturinn heitir sölu- eða
virðisaukaskattur þá ber að forðast allar undantekningar eins og
heitann eldinn og hafa þær í algjöru lágmarki. Krafan um þær er öllu
jöfnu krafa um óréttlæti og forréttindi til handa þeim sem efnin hafa.
Skattlagning eyðslu er eina réttláta skattlagningin. Þá borga þeir,
sem vilja eyða fjármunum og hafa ráð á því. Með þeim hætti er
sparsemi og ráðdeild verðlaunuð og mönnum ekki refsað fyrir
dugnað og mikla vinnu. En þessar dyggðir eru kannske úreltar eins
og svo margt annað í þjóðféíagi nútímans á íslandi.
s.h.
Happdrætti
til styrktar
bátakaupum
Nú er töluvert langt síðan
frést hefur eitthvað af björg-
unarbátakaupum hingað til
ísafjarðar. Ekki er það af því
að ekki sé unnið að málinu af
fullum krafti. Bátnum hefur
verið breytt lítilsháttar,
meðal annars lengdur og er
hann orðin tæp 46 fet. Einnig
hefur smíðatíminn reynst
lengri en gert var ráð fyrir í
byrjun, svo að báturinn verð-
ur ekki tilbúinn fyrr en í júní.
Fjáröflun er í fullum gangi
og hefur hún gengið all vel.
Nú er bátakaupanefnd að
fara af stað með happdrætti.
Þar eru veglegir vinningar í
boði, m.a. bifreið, utan-
landsferð fyrir tvo og helgar-
ferðir til Reykjavíkur.
Slysavarnamenn munu ganga
í hús um næstu helgi og
bjóða miða til sölu, og er það
von okkar að fólk taki þeim
vel. Þess má svo að lokum
geta að upplag miða er aðeins
tvö þúsund og dregið verður
17. júní n.k. Allur ágóði af
happdrættinu rennur óskiptur
til björgunarbátakaupanna.
Fréttatilkynning.
Stöð 2
Aukin clrcifing
á Vestfjörðum
með haustinu
Uppi eru áform hjá stjórn-
endum Stöðvar 2 að efla
dreifikerfi sitt á Vestfjörðum.
Um þessar mundir er unnið
að mælingum og könnun á
því hversu marga senda þarf
til að koma þessu í kring. Það
verk er unnið af Pósti &
síma.
íris Erlingsdóttir, þjón-
ustustjóri Stöðvar 2 sagði í
samtali við BB að ákveðin
hefði verið framkvæmdaröð í
þessu átaki og væri Bolungar-
vík þar efst á blaði. Þar á eftir
koma Patreksfjörður, Fiateyri
og Þingeyri.
íris kvaðst ekki geta sagt
nákvæmlega hvenær send-
ingar hæfust á þessum stöð-
um en vonast er til að að geti
orðið með haustinu. Nú væri
beðið eftir niðurstöðum frá
Pósti & síma og síðan yrðu
ákvarðanir teknar. Og þá er
bara að bíða og vona.
ísafjörður:
Menntaskólanum
slitið á laugardaginn
Menntaskólanum á ísafirði
og Iðnskólanum verður slitið
n.k. laugardag kl. 14 í sal
Menntaskólans. Þar fer fram
brautskráning stúdenta auk
nemenda á 2 ára verslunar-
braut. Einnig fer fram braut-
skráning skipstjórnarmanna.