Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.05.1988, Síða 6

Bæjarins besta - 18.05.1988, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA BB SPYR Hvernig líkaði þér dvölin á ísafirði? Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi: Frábærlega vel. Gott veður og frábærar móttökur bæði hcr og í Bolungarvík. Sigurður Símonarson, bæjarstjóri á Egilsstöðum: Mér líkaði dvölin alveg frábær- lega vel. Allt til fyrirmyndar. Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum: Stórkostlega vel. Margt áhuga- vert og skemmtilegt. Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri á Neskaupstað: Stórkostlega vel. Þetta hafa verið yndislegir dagar. Mér finnst bæjarstjórinn hafa mikil völd hér, því hann lofaði okkur góðu veðri og stóð við það. Æskudýrkun og kaupæði Sjónvarpið sýndi fyrir skömmu örstuttan þátt. Hann var í því fólginn að Högni ískarsson geðlæknir svaraði spurningu ungrar stúlku, sem stundar menntaskólanám í Reykjavík, Melkorku Teklu Ólafsdóttur um það hvort æskudýrkunin væri orðin of mikil. Það er út af fyrir sig athugunarefni að 18 ára stúlka skuli spyrja þessarar spurn- ingar. í svari geðlæknisins kom það fram að, ef tekið væri mark á auglýsingum til dæmis í sjón- varpi, þá væri tæpast um það að ræða, að fólk í heirni okkar næði hærri aldri en svona um það bil 3Ó árum. Að vísu mætti stundum sjá einstka gamal- menni og útkeyrðar húsmæður en þau væri þá sýnd til að draga fram andstæður við æsk- una og lífsþróttinn. Allir eiga að vera svo hressir. Enginn er feitur og allir eru brosandi við gosdrykkina eða þær neyslu- athafnir sem sýndar eru hverju sinni. Efnishyggjan blasir alls staðar við og allir verða eða þurfa að falla inn í hina einu sönnu ímynd. Maðurinn leitar því ekki sjálfs sín og þegar komið er á fimmtugsaldurinn kemur oft bakslag í seglin. Pá hefur sóknin eftir efnislegum gæðum náð ákveðnu stigi og er oftast fullnægt að mestu leyti. Þroskinn sem menn hefðu átt að afla sér til að byggja and- lega velferð sína á er ekki fyrir hendi. Þá er skammt í það, að sjálfsvirðingin hverfi og í hennar stað komi sjálfs- fyrirlitningin með þeim geð- rænu vandamálum sem henni fylgja. Yinna og trúmennska Að mati Högna er það nokkuð almennt viðhorf til vinnu, að hún sé fyrst og fremst tæki tii að koma sér áfram í heiminum. Áður skiptu trúmennska og iðjusemi meira máli í starfi manna. í þeim skilningi veitti vinnan mönnum tilfinningu fyrir fullnægju ákveðinna þarfa. Ein skýringin á æskudýrkun- inni var sú að fólkið, sem lifði kreppuárin, þekkti af eigin raun efnalega fátækt. Þess vegna barðist það fyrir því að verða efnahagslega sjálfstætt. Lífsgæðakapphlaupið birtist í tveimur myndum. Annars vegar stóru húsnæði, bílum, heimilistækjum og utanlands- ferðum og hins vegar því að veita börnum sínum sem mest af lífsgæðunum. Það væri svo annað mál hvort þessi lífsgæði hefðu fært fólki lífshamingju. Svo virðist ekki vera. í formálanum að spurning- unni sinni benti Melkorka á það, að þessi lífsgæði öll kostuðu í raun miklar fórnir, jafnvel mannslíf. í því sambandi nægir að nefna hin tíðu umferðarslys, sem alltof oft hafa kostað mannslíf. Er stundum hollt að hugsa um það að í þeirri athöfn að aka bíl er fólgið mikið vald. Til þess þarf reynslu og þroska, sem marga unga ökumenn skortir og reyndar suma eldri líka. Hin glæsilegu ökutæki hafa því oft hættuna í för með sér. Er þá ekki hlutunum öfugt farið þegar svo er komið, að bættur efnahagur tekur stóran toll og færir mönnum ekki sanna hamingju? Högni taldi í lokin að breyt- ingar væru í vændum. Aðsókn í hinar „köldu” viðskiptagreinar í háskólanum færi minnkandi. Á móti eykst sóknin í húman- ískar eða mannlegar greinar, heimspeki, sagnfræði og sál- fræði. Það er athyglisvert að menn með þessa menntun eru gjarn- an ráðnir til að annast starfs- mannamál í stórfyrirtækjum erlendis. Högni taldi bjartara fram- undan. Áhugi á mannlegum gildum væri þannig mciri nú en áður og færi vaxandi. Kannski er gengisfelling krónunnar smámál við hlið hamingjunnar. Hafi sjónvarpið þökk fyrir athyglisverðan þátt.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.