Bæjarins besta - 18.05.1988, Qupperneq 10
10
BÆJARINS BESTA
Eins og greint var frá í síð-
ustu tilskrifum hreins-
unarnefndar var ákveðið að
heimsækja ýmis fyrirtæki og
stofnanir í þessum bæ, og
benda forráðamönnum þeirra
á hvað betur mætti fara í um-
gengni og snyrtimennsku.
Þetta gerðum við.
Heimsóknir
Fyrst lá leiðin til bæjar-
stjóra, en hann var því miður
ekki viðlátinn, þar sem hann
var við skyldustörf, en þing
bæjarstjóra mun hafa staðið
yfir.
Svohljóðandi bréf til bæjar-
stjórnar var því boðsent til
bæjarstjórnar:
Isafirði 13. maí 1988.
Hreinsunarnefnd hefur
kannað athafnasvæði ýmissa
fyrirtækja og einstaklinga hér
í bæ. Eins og vænta mátti
kom í ljós, að umgengni og
snyrtimennsku er víða ábóta-
vant. Þá kom í Ijós við þessar
athuganir að hjá stofnunum
bæjarins er sömu sögu að
segja. Umgengni og srtyrti-
mennska er því miður ekki til
fyrirmyndar.
Það eru því vinsamfeg til-
mæli hreinsunarnefndar að
þér látið nú þegar gera við-
eigandi ráðstafanir, þannig
að stofnanir bæjarins geti tal-
ist til fyrirmyndar hvað þetta
varðar.
Einnig er þess óskað, að
bæjarstjórn láti girða sem
fyrst það svæði sem úthliitað
verður sem geymslusvæði
fyrir bæjarbúa.
Þá þykir hreinsunarnefnd
éðlilegt að krefjast þess að
sorphaugum bæjarins verði
komið í það ástand að ekki
stafi frá þeim mengunarhætta.
Virðingarfylls t.
Jónas H. Eyjólfsson.
Þorbjörn Sveinsson,
Jósef Vernharðsson.
ísafjarðarhöfn
Þá fékk yfirhafnarvörður
svohljóðandi ábendingar:
„Umgengni og snyrti-
mennsku á athafnarsvæði
ísafjarðarhafnar er ábóta-
vant. Má í þessu sambandi
sérstaklega tilgreina, eftir-
talin svæði:
1. Fyrirneðan
O.N.Olsen.
2. Við afgreiðslu
Djúpbátsins.
3. Við Harðviðarbryggju.
Það eru vinsamleg tilmæli
hreinsunarnefndar, að þér
látið nú þegar gera viðeigandi
ráðstafanir til hreinsunar. ”
Þegar fulltrúar hreins-
unarnefndar ræddu við yf-
irhafnarvörð kom í ljós að
þegar hafði verið hafist handa
við lagfæringar á og við Harð-
viðarbryggju. Móttökur voru
góðar.
Fimmtán (já, fimmtán) fyr-
irtækjum og einstaklingum
voru birt svohljóðandi bréf:
,,Hreinsunarnefnd hefur
kannað athafnarsvæði fyr-
irtækis yðar og komist að
þeirri niðurstöðu, að um-
gengni og snyrtimennsku sé
ábótavant.
Það eru vinsamleg tilmæli
nefndarinnar, að þér látið nú
þegar gera viðeigandi ráð-
stafanir til hreinsunar.”
Við höfum ákveðið að
birta ekki nöfn þessara fyr-
irtækja að sinni, heldur verð-
ur fylgst með því hvort þau
verði við einlægum tilmælum
um úrbætur.
Það hlýtur að vera stolt
hvers atvinnurekanda, hvort
sem hann er í matvæla-
framleiðslu, eða öðrum
starfsgreinum, að fyrirtæki
hans teljist til fyrirmyndar
hvað varðar hreinlæti og
snyrtimennsku.
Viðurkenningar-
vottur
Eins og upphaflega var skýrt
frá ákvað hreinsunarnefndin
að kanna jöfnum höndum
það sem miður er, og það
sem vel er gert. Tólf (já, tólf)
fyrirtæki og verslanir fengu
svohljóðandi bréf er fulltrúar
hreinsunarnefndar heimsóttu
þau:
,,Hreinsunarnefnd hefur
kannað athafnarsvæði fyr-
irtækis yðar og komist að
þeirri niðurstöðu að um-
gengni og snyrtimennska er
til fyrirmyndar.
Þykir okkur ástæða til að
vekja athygli á þessu jafn-
hliða öðrum störfum nenfdar-
innar.”
Eftirtalin fyrirtæki, fengu
framanskráð bréf:
íshúsfélag ísfirðinga
Vegagerð ríkisins
Vélsmiðjan Þór
Ljónið Skeiði
Mjölvinnslan Hnífsdal
G.E. Sæmundsson
Olíufélag Útvegsmanna
Olíufélagið
Straumur
Sporthlaðan
Bókaverslun J.
Tómassonar
Verslunin Selið
Hreinsunarnefnd þykir
ljóst, að starfsmenn þessara
fyrirtækja leggja sig fram um
að halda nánasta starfs-
umhverfi sínu snyrtilegu, þótt
stundum sé það erfitt.
Hreinsunarátak á
ísafírði
Tólf félagasamtökum sem
starfandi eru í bænum, voru
send svohljóðandi bréf:
,,Ákveðið hefur verið að
dagana 28. og 29. maí nk. fari
fram allsherjar hreinsun
í bænum. Hreinsunarnefnd
leitar liðsinnis allra félaga-
samtaka sem sjá sér fært að
taka þátt í hreinsunar-
herferðinni. Einnig er leitað
liðsinnis annarra einstaklinga
og fyrirtækja.
Við hvetjum þá sem leggja
vilja þessu lið, að mæta kl. 10
við áhaldahús bæjarsins,
Iaugardaginn 28. maí. Þaðan
verður liðinu skipt út í
hverfin.”
Tilgangurinn með þessu
bréfi, er að reyna að virkja
sem flesta í hreinsunarátak-
inu. Markmiðið er að ráðast á
opin svæði í bænum og fjar-
lægja þaðan allt rusl.
Sameinumst um átakið
Verkamenn ísa-
fj arðarkaupstaðar
Það hefur vart : farið
framhjá neinum bæjarbúa,
Við afgreiðslu Djúpbátsins er umgengni og snyrtimennsku ábóta-
vant.
Af stríðsvettvangi