Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.05.1988, Side 12

Bæjarins besta - 18.05.1988, Side 12
12 ísafjörður: BÆJARINS BESTA l Ratsjárstöðin Bolafjalli: Þrír Vestfirðlngar til náms í Boston stöðvar á Bolafjalli viðBol- ungarvík. Stefán Högnason sagði í samtali við BB að fjórtán menn færu til námsdvalar að þessu sinni og þeir myndu síðan skipta með sér þeim fjórum stöðvum sem fyr- irhugað er að reisa víðs vegar um landið. Námið í Boston verður aðallega fólgið í því að læra á tækin sem þar koma til með að vera auk viðhalds o.fl. Ragnari H. Ragnar reistur minnisvarði verður að ræða 25-30 ferm. torf- og grjóthleðslu, sem verður um 1 metri á hæð. Á miðri hleðslunni verður um 3 metra grágrýtisbjarg, sem sagað verður í fernt. Yfirborð bjargsins verður hrjúft og óunnið, en sagar sárið verður hins vegar slípað og á þá fleti meitluð einhver þau orð um lífið og tilveruna, sem Ragnar H. Ragnar hélt á lofti. Úr miðju verksins, þar sem grágrýtið opnast, mun eir- blanda brjóta sér leíð milli bjarghlutanna. Til þess að gera hug- mynd þessa að veruleika verður að leita til almennings um fjárframlög. Það er ljóst, að fjölmargir, bæði ísfirðing- ar og aðrir, munu hafa hug á að leggja þessu máli lið í því skyni að heiðra minningu Ragnars H. Ragnar. Þeim, sem það vilja, gefst nú kostur á að leggja það framlag, sem þeir kjósa, inn á ávísana- reikning nr. 10197 við Út- vegsbanka íslands hf á ísafirði. Nöfn gefenda verða skráð í sérstaka bók, sem af- hent verður bæjarstjórn Isafj- arðar til varðveislu, um leið og minnisvarðinn verður afhjúpaður. Stefnt er að því, að það verði gert hinn 28. september á hausti komanda, en þá hefði Ragnar H. Ragnar orðið níræður, hefði hann lifað. Safnist meira fé en sem nemur kostnaði við gerð og framkvæmd þessa verks, mun því verða varið í þágu Tón- listarskóla ísafjarðar, sem verður fjörutíu ára nú í haust og Ragnar H. Ragnar helgaði drýgstan hluta starfsorku sinnar hér á ísafirði. Þess skal að lokum getið, að Guðmundur E. Kjart- ansson, löggiltur end- urskoðandi, hefur góðfúslega tekið að sér að færa reikn- ingsskil vegna þessara fram- kvæmda. ísafirði 10. maí 1988. Með vinsemd og þakklæti, Pétur Kr. Hafstein, Jón Páll Halldórsson, Kristján Haraldsson. ,,Eftir þetta tveggja mánaða skólanám munum við þreyta próf og að því loknu komum við heim og verðum í þjálfun á þeim stöð- um sem fyrir hendi eru í dag, eða þangað til að stöðin á Bolafjalli verður tekin í notk- un en það er áætlað á þar næsta ári“ sagði Stefán. Þessi ferð er farin á vegum Ratsjárstofnunar sem er ný stofnun á vegum íslenska ríkisins. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI ATVINNA Óskum að ráða til afleysinga læknaritara eða starfsmann með góða vélritunar- kunnáttu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/ eða framkvæmdastjóri, alla virka daga frá kl. 8 til 16.30 í síma 3811. Tveir Bolvíkingar, þeir Jón Bæring Hauksson og Viðar Axelsson og ísfirðingurinn Stefán Högnason halda af stað til Boston í Bandaríkjun- um á laugardaginn kemur til tveggja mánaða námsdvalar vegna fyrirhugaðrar ratsjár- DIRTY DANCING Smekklegasta mynd ársins. Þú tekur andann á lofti í ástarsenunum ... NO MERCY Frábær spennumynd með leikumnum Richard Gere og Kim Basinger. SNÆLDAN VÍDEÓLEIGA Seljalandsvegi 20 S 3279 Opið 17-19 og 20-22 alla daga. Ákveðið hefur verið að reisa Ragnari H. Ragnar minnisvarða á ísafirði og færa bænum að gjöf. Sá varði, sem rísa mun á túni gamla sjúkra- hússin, á að vera hvort tveggja í senn minningartákn um mannrækt hins fallna höfðingja og framlag í þágu listsköpunar og fegrunar þess bæjar, sem hann lagði í fjóra áratugi alla alúð sína í að auðga og efla með fordæmi sínu og leiðsögn. Leitað hefur verið til lista- mannsins Jóns Sigurpálssonar um gerð minisvarðans. Hann vinnur nú að listaverki, sem hann kallar KUML. Um

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.