Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 18
18
Samskipti sveitarfélaga:
BÆJARINS BESTA
SMÁAUGLÝSINGAR
íbúð til lcigu
Til leigu er tveggja herbergja
íbúð að Austurvegi 14. Leigist
frá 15. maí. Fyrirframgreiðsla.
Upplýsingar í síma 4412.
Tækifæriskaup
Til sölu er 65 m2 hús á góðum
stað á ísafirði. Verð undir 500
þús. kr.
Upplýsingar í síma 91-689677
kl. 13-16.
Barnfóstra
Þrettán ára gömul stúlka óskar
eftir að passa barn í sumar frá
kl. 13.30.
Upplýsingar í síma 3068.
Sófaborð o.fl.
Til sölu er sófaborð og horn-
borð með eirplötu. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 3068.
Volvo 360
Til sölu er bifreiðin í-813 sem
er Volvo 360 árgerð 1984. Ekin
aðeins 45 þús. km. Sami eig-
andi frá upphafi. Sumar og
vetrardekk. Útvarp og segul-
band. Bíll í sérflokki.
Uppl. hjá Kristjáni ísíma3769.
Karlmannsreiðhjól
Til sölu er DBS karlmanns reið-
hjól, 60 cm, 10 gíra.
Upplýsingar veitir Logi Jónsson
í síma 4094.
Bílar
Til sölu er Playmouth Volier ár-
gerð 1980 og Mazda 626 Hard-
top árgerð 1980. Mjög vel
farnir.
Upp. í síma 8316 eftir kl. 19.
Mazda 626
Til sölu er Mazda 626 2,0 árgerð
1986. Ekin 28 þús. km, 5 dyra.
Sjálfskipt, rafmagn í rúðum.
Upplýsingar í síma 3856.
Sumarbústaður
Til sölu er sumarbústaður í
Tunguskógi.
Upplýsingar í síma 3670 á dag-
innog4270eftirkl. 7ákvöldin.
Sumarblóm
ísfirðingar, nágrannar. Sumar-
blómin koma um næstu mán-
aðamót. Verða seld á Selja-
landsvegi 70.
Upplýsingar hjá Astu Dóru í
síma 3380. Sjáumst.
Gróðrastöðin Laugaland,
ísafjarðardjúpi.
Bátur
Til sölu er 5 tonna dekkaður,
frambyggður bátur. Einnig fjór-
ar handfærarúllur.
Upplýsingar hjá Arnari G.
Hinrikssyni hdl. í síma 4414.
Nítján bæjarstjórar
funduðu á ísaflrði
Bæjarstjórarnir sem fóru í útsýnisflugið rétt fyrir brottför ásamt
mökum og flugmönnum.
Nítján bæjarstjórar víðs
vegar af landinu héldu sinn
árlega fund hér á ísafirði fyrir
helgina. Hópurinn kom til
bæjarins s.l. fimmtudag og
fór aftur til síns heima á laug-
ardagsmorgun.
Haraldur L. Haraldsson
bæjarstjóri sagði í samtali við
BB að fyrir utan það að
kynna hvað væri að gerast í
hverju sveitarfélagi fyrir sig
þá hefði aðalmálið á fundin-
um verið „Innheimta
samkvæmt staðgreiðslukerfi
skatta” og hvernig því yrði
komið fyrir í framtíðinni. Á
fundinum var einnig rætt um
samning sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga gerði
við fjármálaráðuneytið um
skil á staðgreiðslunni nú
fyrstu mánuði ársins en mikil
óánægja hefur verið hjá
sumum sveitarfélögum með
það að þessi skil hafi verið
mun lægri heldur en raun-
veruleg innheimta hefur
verið.
Á fundinum var einnig rætt
um samskipti sveitarfélaganna
við Samband íslenskra sveitar-
félaga og í því sambandi var
m.a. ákveðið að á næst fundi,
sem haldinn verður á Suður-
nesjum, verður óskað eftir
fulltrúum úr stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga til við-
ræðna um ýmis mál.
Farið var með bæjarstjór-
ana í skoðunarferð um bæinn.
Meðal annars voru Póls-
tækni, Niðursuðuverksmiðj-
an, Orkubú Vestfjarða og
Hlíf, íbúðir aldraðra, heim-
sótt. Pá var farið í skoðunar-
ferð til Bolungarvíkur, í-
þróttahúsið var skoðað og
mannvirkin á Bolafjalli.
Á laugardagmorgninum bauð
svo Flugfélagið Ernir hópn-
um í útsýnisflug. Flogið var
yfir Ritinn, Straumnesið,
Hornbjargið var skoðað,
Drangjökull og Kaldalón. BB
fór með í útsýnisflugið og var
meðfylgjandi mynd tekin
áður en haldið var í loftið.
Bílasala:
Mikill kippur í bflasölu
í síöustu viku
Mikill kippur kom í bíla-
söluna í síðustu viku. Margir
ætluðu að ná sér í bíla fyrir
hækkun sem verður vegna
10% gengisfellingar sem
boðuð var á mánudag.
Að sögn Bergmanns Ólafs-
sonar sölustjóra hjá Vél-
smiðjunni Þór hf var allt
vitlaust í síðustu viku en því
miður hefðu margir þurft að
bíta í það súra epli að geta
ekki fest kaup á bíl fyrir geng-
isfellingu vegna þess að þeir
voru að bíða eftir lánsloforði
frá Féfangi í Reykjavík.
,,Það tók allt að fjórum
dögum að fá lán hjá þeim og
því voru það margir sem
frusu úti“ sagði Bergmann.
Var mikið um það að fólk
borgaði inná bílana til að
festa verð þeirra?
„Síðan 1982 hefur ekki
verið hægt að festa endanlegt
verð bílanna með innáborg-
un. Til þess að festa verð bíls-
ins verður að borga hann
upp, en það voru margir sem
bankaborguðu bílana og festu
þar með um 70% af verði
þeirra“ sagði Bergmann.
Hjá Vélsmiðjunni Þór hf
seldust 10 bílar í síðustu viku
og átti Bergmann sölustjóri
von á eitthvað minnkandi
sölu eftir gengisfellinguna.
Reikna má með að almennt
hækki bílar um 10%.