Bæjarins besta - 25.05.1988, Side 4
4
ísafjörður, götulíf:
BÆJARINS BESTA
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest-
fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga
2, 400 ísafjörður, ® 4560. Ritstjórar og
ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamenn: Jakob
Falur Garðarsson og Vigdís Jakobsdóttir. Út-
gafudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrif-
stofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2,
® 4570 og er svarað allan sólarhringinn.
Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suður-
tanga 2, 400 ísafjörður.
RITSTJÓRN
Öflugir byggðakjarnar
Jafnvægi í byggð landsins er ofarlega á vinsældalista hugsandi
manna í þjóðfélaginu þessa dagana. Meira að segja eitt af hálm-
stráunum, sem ríkisstjórnin greip í til að forða sér frá falli.
Viðtal Alþýðublaðsins við Guðmund Malmquist, forstjóra
Byggðastofnunar, olli úlfaþyt. Nú skyldi því ráðið frá Rauðarár-
stígnum hvort byggð viðhéldist á þessum eða hinum staðnum eður
ei. III tíðindi ef rétt væru.
Byggðaröskunin í Jandinu hlýtur að vera alvarleg þegar forstjóri
Byggðastofnunar sér sig knúinn til að vekja athygli stjórnvalda á
ástandinu. Fólksflótti til Reykjavíkursvæðisins er slíkur, fjár-
magnsstreymið þangað þvílíkt, að ekki vekur aðeins ugg heldur
beinan ótta. Bragð er að þá barnið finnur.
Tilgangurinn með Byggðasjóði er góður. Allt frá stofnun hans
hafa þó pólitískir oddvitar látið sjóðinn spreða peningum hist og
her í gæluverkefni skjólstæðinga sinna. Með þessu er ekki verið
að segja að sjóðurinn hafi ekki ljáð góðum málum lið, enda mætti
fyrr vera, ef svo hefði aldrei slysast til.
íslendingar eru fámenn þjóð í stóru landi. Og þótt það hafi
blessast allt fram á þessa öld, að menn hokruðu með fáeinar rollu-
skjátur, þar sem Guð og lukkan hafði plantað þeim á skerinu, eða
reru fram á fjörðinn sinn á bátskænu til að halda lífi í ómögunum,
þá er það liðin tíð. Menn geta einfaldlega ekki búið hvar sem er
á landinu og notið sömu gæða. En þetta þýðir ekki, að allir eigi
að flytjast til Reykjavíkur.
Það voru ekki allir á einu máli um sameiningu ísafjarðar og
Eyrarhrepps á sínum tíma. Sameiningin var viðkvæmt mál. Menn
báru þó gæfu til að stfga skrefið.
Eina raunhæfa leiðin til að sporna við frekari ofvexti Reykjavík-
ursvæðisins eru öflugir byggðakjarnar á landsbyggðinni. Við hvorki
getum né höfum efni á að viðhalda byggð í hvaða afdal eða á
hvaða krummavík sem er. Fólkinu, sem býr á þessum stöðum
verðum við að hjálpa svo það þurfi ekki að fara slyppt og snautt
frá heimahögunum vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Til að
taka á þessum málum þarf kjark. Til þess þarf forustu landsbyggða-
manna sjálfra, en ekki pólitíkusa og þeirra embættismanna, sem
halda að endimörk alheimsins séu við Esjuna. Ef landsbyggðar-
menn sjálfir horfast ekki í augu við staðreyndir getur ekkert bjargað
þeim.
Það er nauðsyn að viðhalda jafnvægi í byggð, en að við getum
setið landið á sama hátt og forfeðurnir, og jafnframt krafist allra
gæða og gagna nútímans, er útilokað.
Gréta Jónsdóttir eigandi Litlu kaffístofunnar.
Litla kaffistofan
opnuð aftur
Kaffíhús og sýningarsalur
Litla kaffistofan sem starf-
rækt var í Flafnarstræti s.l.
sumar hefur verið opnað að
nýju. Kaffihús er að margra
mati merkisberi góðrar götu-
menningar og tekur ritstjórn
BB undir það. ísfirðingar og
þeir sem sóttu ísafjörð heim á
síðasta sumri notfærðu sér
það óspart að fá sér kaffi í
Litlu kaffistofunni og fagna
því eflaust að hún hafi nú
opnað að nýju.
Það er Gréta Jónsdóttir
sem sér um rekstur Litlu
kaffistofunnar. Sagði hún í
samtali við blaðamann BB að
fjöldi fólks hefði komið og
hvatt sig til að opna kaffi-
húsið að nýju eftir veturinn.
Gréta stefnir að því að hafa
í sumar myndlistarsýningar á
veggjum kaffihússins. Hún
opnaði nú með sýningu á
verkum Guðbjargar Lindar
Jónsdóttur og Jóns Her-
mannssonar sem bæði eru
ísfirðingar. Er þarna um
sölusýningu að ræða.
Næsta sýning sem fyrir-
huguð er í Litlu kaffistofunni
er á verkum Guðrúnar
Þorkelsdóttur. Guðrún,
betur þekkt sem Rúna, fæst
aðallega við gerð grafík-
mynda. Nýverið sýndi hún á
sýningunni Scandinavia
Today og fékk þar góða
dóma.
Litla kaffistofan er eins og
fyrr segir við Hafnarstræti,
n.t.t. í húsnæði Framsóknar-
flokksins, og er hún opið frá
13 til 18 alla virka daga nema
laugardaga. Þó getur farið
svo að opnað verði á laugar-
dögum en það fer alveg eftir
aðsókn.
% ísafjaröarkaupstaður %
Auglýsing frá hreinsunarnefnd
ísfirðingar. Við minnum á hreinsunarátakið
helgina 28. og 29. maí n.k. Mæting við
áhaldahús bæjarins kl. 10.00 þann 28. maí.
Áformað er að hreinsa opin svæði í kaup-
staðnum.
Hreinsunarnefnd.