Bæjarins besta - 25.05.1988, Síða 6
6
BÆJARINS BESTA
BB SPYR
Hvað finnst þér um úrslitin
í Fegurðarsamkeppni
íslands?
Þuríður Ebenezersdóttir:
Mér fannst sú sem vann bara
góð.
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir:
Ég er bara mjög ánægð með
þau.
Ásgeir Sigurðsson:
Mér finnst að Martha hefði
mátt vera framar. En sú sem
vann var mjög góð.
Jóhann Birkir Helgason:
Pau voru bara ágæt.
Ríkisstjórn í stuði
(Erfíðleikar ástarþríhyrnings?)
HÁKUR ...
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra komst ekki í heim-
sóknina til Ronalds Regans
Bandaríkjaaforseta. Alþingi
hafði tæpast lokið störfum
þegar erlendur gjaldeyrir tók
að streyma úr Seðlabankanum,
líkt og þegar stíflan brast við
Þingvallavatn fyrir tæpum 3
áratugum. Þá brast stíflan hjá
Sogsvirkjun en nú var það ekki
Landsvirkjun, sem er arftaki
þeirrar fyrrnefndu. Pó voru
eiuhverjir óprúttnir fjöl-
miðlamenn að leiða getum að
því, að Landsvirkjun hefði
keypt mikinn gjaldeyri. En
formaður bankastjórnar Seðla-
bankans sem heitir Jóhannes
Norðdal neitaði því að svo
hefði verið með yfirlýsingu frá
Landsvirkjun, en þar er hann
stjórnarformaður. Pað fylgdi
með að Jóhannes misnotaði sér
aldrei aðstöðu sína.
Helgin 14.-15. maí fór öll í
fundarhöld hjá ríkisstjórninni.
Eins og oft á stórum heimilum
sýndist sitt hverjum. Fram-
sóknarflokkur var sagður vilja
fella gengi um allt að 25%,
Sjálfstæðisflokkur um 10-15%
en Alþýðuflokkur um allt að
10% og ekki prósentustig
framyfir.
Fréttaflutningurinn var
alveg dásamlegur, minnti helst
á rifrildi hjóna í sjón-
varpssápuóperu. Nema hér var
þriðji aðilinn kominn i spilið.
Datt sumum þá í hug „ménage
á trois” ástarþríhyrningurinn,
án þess að ljóst væri hver léki
hlutverk viðhaldsins.
Helgin leið og gengið féll um
10%. Auk þess fékk Seðla-
bankinn heimild til eins konar
vara- eða viðbótarfellingar,
þannig að mest getur hún orðið
13%.
Efnahagsráðstafanir
stjórnarinnar
En þríbýlishúshaldið réð
ekki við að ganga frá svoköll-
uðum hliðarráðstöfunum ofan
í gengisfellinguna. Ekki var
það til að minnka vandann
að starfsmenn Álversins í
Straumsvík voru á leið í verk-
fall það hefði haft í för með sér
stöðvun álverksmiðjunnar með
miklu fjárhagstjóni og allt að
40% tekjutap fyrir Landsvirk-
jun.
Þegar vikan var liðin var
„húshaldið” búið að koma sér
saman. Pá voru að vísu eins-
takir meðlimir þríhyrningsins
búnir að lýsa því, hvernig
komið hefði verið að þeim í
rúminu. Og einn gekk svo
langt að lýsa því yfir að þeir
væru með allt niðrum sig.
Lýsingarorðin skorti ekki.
Kannski ættu þeir að ganga í
lið með Ómari Ragnarssyni og
öðrum skemmtikröftum.
En forsetisráðherra hélt al-
vörusvipnum. Það örlaði ekki
einu sinni á glottinu marg-
umtalaða, meðan félagarnir
lýstu húshaldinu á ríkisstjórn-
arheimilinu og því hversu ber-
skjaldaðir þeir voru þegar
flóðið byrjaði.
Nú skal tekið til hendi. Með
bráðabirgðalögum var ákveðið
að næstu 11 mánuði hækki laun
aðeins um 10%. Álverið stöð-
vast ekki. Skattleysismörkin
hækka úr 42 þúsund í 46 þús-
und krónur á mánuði fyrr en
annars. Þannig lækka skattar
þeirra sem fara yfir 46 þúsunda
markið um 4.000 krónur strax í
júní. Sömuleiðis hækkar elli-
og örorkulífeyrir samsvarandi
launum 1. júní n.k. Bindi-
skylda er sett á fjárfesting-
arlánasjóði í því formi að þeim
er skylt að kaupa ríkisskulda-
bréf.
Aðhaldi skal beita í útgjöld-
um ríkissjóðs, eingöngu er
leyfð hækkun á launaliðum
ráðuneyta. Byggðastofnun fær
að taka 200 milljón króna er-
lent lán til aðstoðar fyrirtæk-
jum á landsbyggðinni. Sömu-
leiðis fær jöfnunarsjóður
sveitarfélaga 40 milljónir í við-
bótarráðstöfunarfé til sveitar-
félaga á landsbyggðinni.
í stjórnar-
andstöðu
Sumir segja þetta ekki nóg.
Óiafur P. Þórðarson þingmað-
ur Framsóknarflokks er einn
þeirra. Hann segir að fella
verði gengið eftir nokkra
mánuði aftur. Nú er hann
kominn i lið stjórnarand-
stæðinga. Um það segir form-
aður flokksins Steingrímur
Hermannsson fyrrverandi
Vestfjarðaþingmaður þetta:
„Þingmaðurinn er ýmist með
eða á móti ríkisstjórninni. Pað
er ágætt að hafa hann í þing-
flokknum, oft má hafa gaman
af honum”. Svo mörg voru þau
orð og Þorsteinn hættur að
brosa.
Sumir bíða óþreyjufullir
eftir lýsingunum á stjórn-
arheimilislífinu þegar næsti
þáttur byrjar.