Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA Af orrustuvellinum Hreinsunarnefndin starfar á fullu og við raunum ekki láta ísfirðinga í friði, fyrr en við og þið verðum orð- in ánægð með árangurinn af hreins- unarátakinu. Enn vantar nokkuð á, þrátt fyrirj að nokkuð hafi áunnist. Bílhræ Ákveðið hefur verið að öll bílhræ sem standa á opnum svæðum og eru eigendum til vansa, verði fjarlægð á kostnað eigenda eftir 1. júní n.k. Það eru því vinsamleg tilmæli að þeir sem eiga slík hræ láti fjarlægja þau sem fyrst, þannig að ekki þurfi að koma til frekari aðgerða af hálfu bæjarins. Hreinsunarhelgin Eins og við greindum frá í síðustu tilskrifum nefndarinnar er ákveðið að dagana 28. og 29.. maí n.k. (næsta helgi) fari fram allsherjar hreinsun í bænum. Við viljum hvetja alla bæjarbúa til að leggja sitt af mörkum í hreinsunarátak- inu. Margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja leggja þessu lið eru vinsamlega beðnir að mæta við áhaldahús bæjarins kl. 10.00 þann 28. maí. Gestir á ísafírði Haft hefur verið samband við fulltrúa hreinsunarnefndar vegna gestakomu þessa helgi, sem hreins- unarátakið er fyrirhugað. Bent hefur verið á að ómögulegt væri að bæjarbúar væru að taka til í kringum sig á meðan gestirnir væru í bænum, en áformað mun vera að um 400 konur (fyrrverandi nemar í Húsmæðraskólanum) komi í bæinn, ásamt fleiri gestum. Vegna þessa, vill hreinsunar- nefnd sérstaklega beina þeim til- mælum til karlpeningsins í bænum, að mæta nú stundvíslega í hreinsun- arátak laugardaginn 28. maí kl. 10. Unnið verður til kl. 17 og eftir það geta menn sinnt gestum. f lokin vísum við í slagorð úr að- sendu bréfi: Hreinn bær, gódurbær. F.h. hreinsunarnefndar, Jónas H. Eyjólfsson, Þorbjörn Sveinsson, Jósef Vernharðsson. ísafjarðarkaupstaður Atvinna Auglýst er laust til umsóknar starf forstöðu- manns öldrunarmála hjá ísafjarðarkaupstað. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu í öldrunarmálum. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á bæjar- skrifstofunum eða í síma 3722, eða formaður öldrunarráðs Snorri Hermannsson í s. 3526. Bæjarstjórínn á ísafirði. UPPSAtlR SKEMMTISTAÐUR í HJARTA BÆJARINS Föstudagskvöld: Opið kl. 23-3 BG-flokkurinn skemmtir Laugardagskvöld: Opið kl. 23-3 BG-flokkurinn skemmtir Gunnar Hólm mætir á svæðið og sýnir gamla takta ^ -----------------------

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.