Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 25.05.1988, Qupperneq 10
10 BÆJARINS BESTA Eg kem kannski aftur ísfirðingar eru ekki svo leiðinlegir Brottflutningur fólks frá Vestfjörðum er mikið ræddur um þessar mundir. Reyndar hefur það verið gert í fjölda ára en líklega aldrei eins mikið og nú. Engum virðist detta í hug að tala um flutning fólks til Vestfjarða þó vissulega sé það ánægjulegar um ræðuefni. Kannski er ekkert gaman að tala um það sem er jákvætt. Ein er sú manneskja sem nokkuð hefur borið á ísafírði undan- farið sem nú er flutt úr bænum. Dagný Björk Pjetursdóttir. Hún hefur verið með dansskóla fyrir alla aldurshópa, stjórnað félags- miðstöðinni Sponsinu, og séð um vinnuskóla kaupstaðarins á sumrin. BB spurði Dagnýju hvað það ætti eiginlega að þýða að vera að flytja héðan; eru Isfírðingar svona leiðinlegir Dagný? Nei nei, Isfirðingar eru ekki leiðinlegir en ég tel mig vera búna að gera það sem ég ætlaði mér að gera hérna á ísafirði, þ.e. að koma á fót æskulýðsmiðstöð. Nú svo spilar það líka inn í að mig langar til að vera hjá mínu fólki. En hvað með dansskólann, kemur þú í haust að kenna dans eins og þú hefur gert? Ég ætla að reyna að koma eftir áramótin og vera með skólann. Ef ég kem ekki að þá sé ég allavega til þess að hér verði dans- skóli, þannig að ég skil þetta ekki eftir í reiðileysi. Ég er í því sambandi búin að tala við skólanefnd Grunnskólans til að falast eftir húsnæði fyrir danskennsluna, hvort sem hún verður á mínum vcgum eða annarra. Mig dreymir um að komast yfir rúmgott tveggja hæða hús sem ég gæti innréttað sem dansskóla og jafnvel líkamsræktarstöð á neðri hæðinni, og síðan íbúð á efri hæðinni. Það er draumurinn, að vera kenna hér hálft árið og að vera á Malljorka hinn helminginn. ísafjörður er ekki svo leiðinlegur. Nú hefur þú séð alfarið um keppnina Ungfrú Vestfírðir. Ætlar þú að koma til þess að sjá um hana eftir sem áður eða hvað? Sko, (og hugsar sig um). í fyrsta lagi verður að breyta nafninu Ungfrú Vestfirðir í Fegurðardrottning Vestfjarða. Ástæðan er sú að ungfrúar nafnið er eign Guðna í Sunnu og hann gæti gert til- kall til þess. í sambandi við keppnina er ég búin að gera þær ráð- stafanir að ef ég verð hérna ekki sjálf, þá mun ég stjórna keppninni úr fjarlægð. Karl Geirmundsson er búinn að bjóða mér hingað töluvert fyrir keppnina til þess að sjá um lokaundirbún- inginn fyrir keppnina en Martha Jörundsdóttir mun mjög líklega sjá um undirbúninginn hér ásamt Bergrósu Kjartansdóttur Keppnin er ekki dottin niður og hún verður í Sjallanum næsta vor eins og verið hefur. Sundnámskeið Tveggja vikna Sundnám- skeið verður h.ald.ið í Sund- h.öll ísafjarðar og hefst mánudaginn 30. maí. Fyrir börn fædLd. 1979, 1980, 1981, og 1982. Kennarar verða Gnðríður og Ranný. Innritun í Sundhöllinni í síma 3200. Sunddeild Vestra. Yinabæjarmót: Færeyingar og Grænlendingar koma Vinabæjarmót er skemmti- legt fyrirbæri sem stöðugt ber meira á. Þetta er sérstaklega áberandi meðal norður- landaþjóðanna. Á ísafirði verður eitt slíkt haldið nú í lok júní. Bæjarfulltrúar vina- bæja ísafjarðar í Grænlandi og í Færeyjum koma þann 25. Eins og gestrisnu fólki sæmir munu ísfirðingar reyna að / • / >/ i jum hafa ofan af fyrir hinum góðu gestum með skoðanaferðum, heimsóknum á hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki og þ.h. Fulltrúarnir hitta bæjar- stjórnina og ræða hugsanlega samvinnu bæjanna. Við á BB vonum að bæjarbúar sýni nú á sér betri hliðina á meðan á heimsókninni stendur. Þannig að þú bara ferð héðan með bros á vör? Nei ég segi það ekki. Ég á eftir að sakna Sponsaranna minna, það er engin lýgi. Nú og svo er ég búin að vera að útskrifa folk með heimsmerki í dansi, og ég hefði gjarnan viljað halda áfram með þau; að koma ísfirðingum á íslandsmótið í samkvæmisdöns- um. Ég hefði vel getað gert það því hér er mikið af góðum döns- urum og þróunin hjá þeim hefur verið mikil og góð. Að lokum? Bið að heilsa öllum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.