Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 25.05.1988, Qupperneq 13
BÆJARINS BESTA 13 Jón ívarsson flugmaður, Andy umboðsmaður Ernis í Bandaríkjunum, og Jón Gunnarsson flug maður sem var samferða Ernismönnum til landsins. Týndur ferjuflugmaður í Goose Bay hittum við fyrir amerískan ferju- flugmann sem var að ferju- fljúga einshreyfils vél til Evr- ópu. Hann lagði af stað u.þ.b. einni klukkustund á undan okkur og vorum við í sambandi við hann á leiðinni eða allt þar til við komum upp af Grænlandsströnd. Þá vorum við kallaðir upp og beðnir um að reyna að ná sambandi við vélina á öllum hugsanlegum bylgjum, því vélin væri komin tvær klukkustundir fram yfir áætlaðan lendingartíma í Narssarsuaq á Grænlandi. Við kölluðum í hann á öllum bylgjum en hann svaraði hvergi, þannig að við vorum orðnir nokkuð óttaslegnir um hann. Er ég kom til Reykja- víkur um daginn spurðist ég fyrir um hann og fékk þær upplýsingar að hann hefði skilað sér til Reykjavíkur. Hvar hann lenti á Grænlandi veit ég ekki né um aðrar ferð- ir hjá honum. Stefnan tekin til ísafjarðar Lagt var í hann aftur frá Goose Bay kl. 11:30 að ísl. tíma eftir að hafa fengið veðurlýsingu á leiðinni svo og á íslandi. Þær veðurlýsingar hljómuðu mjög vel, reyndar vorurn við mjög heppnir t.d. þegar við flugum yfir Græn- landsjökul því þar var heið- skýrt og ægifagurt að sjá. Það er stóikostlegt að fljúga yfir Grænlandsjökul í svona veðri. Nú við tókum land yfir vesturströnd Grænlands, yfir stað sem heitir Simiutaq og er eyja. Þar vorum við staddir kl. 15,45. Mjög tignarlegt var að sjá borgarísjakana með fram ströndinni. Er við fórum fram hjá Simiutaq eyju lá leiðin sem land liggur yfir Narssarsuaq. Klukkan 17:15 erum við yfir suðurodda Grænlandsjökuls, þar sjáum við landfastan ís í hálfa klukkustund (sem svarar til 80 mílna, þ.e. ísafjörður - Borgarnes). Heiðskýrt hélst allan tímann með hafísrönd- inni en um kl. 19 voru komnir skýjabakkar. Flogið var í skýjum til kl. 20,15 en þá vorum við staddir út af Pat- reksfirði. Lent var á ísafirði kl. 20,45 og voru þá 19 klukkustundir og 15 mínútna flug að baki. Við þrír skiptum með okkur fluginu til landsins þannig að við gætum hvílt okkur. Eigi að síður var maður orðinn nokkuð tusku- legur í restina enda sólar- hrings vaka að baki. Síðan er sagan öllum kunn. Við komum hér að kvöldi 1. maí í blíðskaparveðri. Á vellinum var hópur manna sem fagnaði okkur. Ég var mjög ánægður að sjá allt þetta fólk sem mætt var á völlinn til að taka á móti okkur með blómum og heilla- óskum. Hafið þökk fyrir. TF-ORN kemur til íslands

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.