Bæjarins besta - 25.05.1988, Síða 20
20
BÆJARINS BESTA
Lesendur:
Ólafur Helgi Kjartansson:
Umhverfismál á ísafirði
Fyrir nokkru síðan ritaði ég
þessu ágæta blaði lítið les-
endabréf vegna ástands gatna
á ísafirði. Bæði var að göt-
urnar voru slæmar yfirferðar
og eins var sóðaskapur á
þeim og gangstéttum nokkuð
áberandi.
Hvað holurnar varðar hef-
ur verið gerð virðingarverð
bragarbót og verður vonandi
framhald á. Við apótekið í
Hafnarstræti hefur verið gert
við götuna á ágætan hátt.
Þegar búið verður að gera við
allt Hafnarstrætið með sama
hætti verður gatan orðin góð.
En það eru fleiri götur.
Sundstræti þarfnast mikillar
viðgerðar og svo mætti lengi
telja. En þótt átaks sé þörf í
þessum efnum er það ljótur
blettur á bænum hvernig um-
gengni er eftir skemmtanir
um helgar. Hafnarstræti og
Austurvegur eru þá eins og
allsherjar ruslahaugur og allt
vaðandi í glerbrotum auk
pappírs og gosdósa.
Það er mikið verk að þrífa
miðbæinn og mér er það til
efs að allir geri sér grein fyrir
því hversu vanþakklátt starf
þeir menn vinna, sem þrífa
göturnar. Ef hægt er að beita
einhverri samlíkingu þá má
bera þetta starf saman við
uppþvott. Enginn tekur eftir
því meðan það er unnið en sé
uppvaskið látið ógert verður
þess fljótt vart.
Fyrir utan einn skemmti-
staðinn er rekinn pylsuvagn.
Auðvitað er erfitt að halda
utan um alit ruslið sem fellur
þar til. Stundum hefur verið
gert betur en venjulega. Því
er ekki að neita að ástandið
er best þegar aðstandendur
taka sig tii og þrífa eftir lokun
á næturnar.
En margt fleira má nefna.
Stöðugir landvinningar út í
Pollinn hafa í för með sér þau
tímabundnu vandamál að
hreyfi vind kemur mikið ryk
yfir bæinn. Þetta stendur til
bóta. Ætlunin er að rykbinda
þessi svæði. Til stendur
einnig að taka í notkun nýtt
Stjórnsýsluhús við Hafnar-
stræti. Petta er mikið og
glæsilegt hús. Fljótlega verð-
ur gengið frá nánasta um-
hverfi hússins og verður það
væntanlega til mikils
fegurðarauka í miðbænum.
Þá má heldur ekki gleyma
því mikla starfi sem fylgir um-
hirðu garðanna við Austur-
völl og fyrir ofan Hlíf.
Sumarið á norðurhjara
veraldar er stutt og þess
dýrmætara er að nota það vel
til að hlúa að gróðri. Hefur
verið unnið gott starf á þessu
sviði undanfarin ár og verður
svo í sumar ef af líkum lætur.
lætur.
En það er nokkur ljóður á,
hinn almenni borgari er
nokkuð gjarn á það að stytta
sér leið yfir grasflatir. Til-
tölulega lítill átroðningur er
fljótur að segja til sín. Mold-
arstígar myndast eins og sjá
má á sjúkrahústúninu. Bæjar-
búar ættu að einsetja sér að
taka frekar krók en troða á
viðkvæmu grasi.
Þá er því ekki að neita að
stundum verður ágangur bú-
fjár til þess að skemma upp-
græðslu og garðrækt. Margir
leggja hart að sér við að
koma upp skemmtilegum
görðum við hús sín og er það
vel. Það er því miður ef slíkt
eyðileggst af völdum búfjár.
Ekki má heldur gleyma
þætti Skógræktarfélags ísfirð-
inga sem leggur af höndum
óeigingjarnt starf við erfiðar
aðstæður. En einmitt það
starf sýnir okkur að betur er
hægt að gera í skógrækt.
Að lokum er ekki úr vegi
að rifja upp lítið atvik sem ég
varð vitni að um daginn. Um
miðjan dag í miðri viku ók ég
á eftir nýjum sportbíl sem bar
í-númer. Bílstjórinn og far-
þegar hans tveir voru allt
ungt og glæsilegt fólk. Þau
átu öll pylsur og viti menn
skyndilega birtust pylsubréf á
framrúðunni minni. Þetta var
nokkuð langt gengið en því
miður er þessi háttsemi alltof
algeng. Kannski er það nú
svo að baráttan fyrir bættu
umhverfi byrjar í höndum
okkar í bókstaflegri merk-
ingu.
Hugsum okkur um áður en
við framkvæmum. Þá fer
sjálfsagt margt betur um-
hverfis okkur.
Ritað í sólskininu 15. maí
1988.
Fóðursala
Framvegis verður fóðursala
Kaupfélags ísfirðinga
aðeins opin á mánudögum
og fimmtudögum
frá kl. 13 til 15
báða dagana
Kaupfélag ísfirðinga
Þessi 28 feta flugfiskur, smíðaður 1987,
er til sölu.
Búnaður: Tvær Volvo Penta AGAD 31,
130 hp hvor vél. Duo Prop drif. Loran
dýptarmælir, tvær talstöðvar, tvær DNG
færavindur. Einnig 6 plastkör, 380 lítra.
Upplýsingar í síma 3549, kl. 19-20.