Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Page 28

Bæjarins besta - 25.05.1988, Page 28
28 BÆJARINS BESTA ísafjörður, sjávarútvegur: Guðbjörg ÍS 46 er kornin heim 11,4 metrum lengri en þegar hún fór Guðbjörg ÍS 46 sigldi tig- narlega inn Skutulsfjörð sl. miðvikudagskvöld, í fyrsta sinn í um sex vikur. Um- ræddar sex vikur hefur skipið verið í slipp í Sichau skipa- smíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi. Þar voru gerðar umtalsverðar breytingar á skipinu. Þeir sem til þekkja og vita hvernig skipið leit út áður en það fór í slipp sjá strax að skipið hefur verið lengt. En hvað var gert ná- kvæmlega? Guðbjartur Ásgeirsson, annar tveggja skipstjóra á Guðbjörgu, sagði í samtali við blaðamann BB að helsta breytingin sem gerð hefði verið á skipinu væri jú leng- ing um 11,4 metra og að skipt hefði verið um bógskrúfu. Þá sagði Guðbjartur að um- talsverðar breytingar hefðu Guðbjörg ÍS skríður inn í höfnina. verið gerðar á millidekki e skipsins á slægingar- r aðstöðunni. Þar var sett upp \ ný aðgerðarlína og um leið s tekin í burt blóðgunarkör i sem notast hefur verið við t hingað til. Þá var fiskmóttak- \ an í skipinu stækkuð nokkuð e en um leið skipt í tvennt \ þannig að nú verður auðveld- 1 ara en áður að fiskinum s aðskildum, þ.e. misgömlum fiski. Þá var sett í skipið i slægingarvél fyrir þorsk og f ufsa. s Aðalástæðu þess að farið t var út í það að lengja skipið i sagði Guðbjartur vera þá j: breytingu sem varð er horfið t var frá því að nota hina } hefðbundnu kassa en kör e tekin upp í staðinn. Sagði s hann að minna magn af fiski j hefði komist í skipið eftir að { körin voru tekin upp og væri 1 með þessu verið að koma til i móts við það. Þessi mikla i stækkun á skipinu þýðir ekki 1 að fjölga þurfi í áhöfn þess, í það verða 15 menn á skipinu eftir sem áður. Þá er ekki reiknað með því að farið verði í lengri túra. Það má því segja að með þessari breyt- ingu sé verið að stuðla að betri meðferð á fiskinum sem væntanlega skilar hærra hrá- efnisverði, og langt um betri vinnuaðstöðu því allar kassa- lyftingar eiga nú að vera úr sögunni. Hrönn hf. gerir Guðbjörg- ina út. Þorleifur Pálsson, framkvæmdastjóri Hrannar, sagði kostnaðinn við breyti- ngarnar á skipinu vera á bil- inu 50 til 60 milljónir. Tilboð það sem Sichau verksmiðj- urnar gerðu og Hrönn hf. tók hljóðai upp á um 50 milljónir en vegna ýmissa aukaverka sem ekki voru fyrirséð má gera ráð fyrir nokkuð meiri kostnaði en tilboðið gerði ráð fyrir. Eins og segir í upphafi kom skipið til heimahafnar sl. miðvikudagskvöld og sólar- hring síðar var haldið á veið- ar. HEMPELS Guðbjörg ÍS er máluð með Hempel’s skipamálningu. Hempel’s gæði og þjónusta um allan heim. VELKOMIN HEIM GUÐBJÖRG!

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.