Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 6

Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA BB SPYR Kanntu mannganginn? Magnús Magnússon: Já. Ég hef teflt svolítið. Ég hef m.a. keppt á nokkrum mótum. Arna Jónsdóttir: Já, ég tefli stundum við pabba minn. Sigríður I. Birgisdóttir: Já, ég hef teflt við bræður mína og pabba minn. Fjóla Jónsdóttir: Nei, ég kann hann ekki. Ég hef -aldrei teflt. HÁKUR... Mikið hefur verið deilt um stöðuveitingu eina í Háskóla ís- lands hið syðra. Varðar deilan skipan í lektorsstöðu í stjórn- málafræði. Á hátíðarstundum vitna forystumenn þjóðarinnar oft til þess að menntun sé hvergi í heiminum á hærra stigi en hér á ÍSlandi. Væntanlega er átt við al- menna menntun því auðvitað má alltaf finna einstakar borgir eða skóla sem státa af menntun eða möguleikum til hennar á mjög háu stigi. Svo er um Oxford en þar stundaði Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson nám meðal annars. Hann stundaði nám í heimspeki og doktorspróf hans er í stjórnmálaheimspeki. Engu að síður skipaði Birgir ísleifur Gunnarsson, doktor Hannes lektor í stjórnmálafræði. Vakti skipunin strax deildur og hitnaði mjög í sumum. Sá háttur er hafður á í Há- skóla íslands að sérstök dóm- nefnd skilar áliti þar sem lagt er mat á hæfni manna til að gegna auglýstum störfum innan æðstu menntastofnunnar íslensku þjóð- arinnar. Þessi aðferð kann vel að vera gölluð og rnáski betri aðferð- ir séu til en meðan þessi er í gildi á auðvitað að brúka hana þótt menn telji aðrar réttari. Dómnefndin áleit Dr. Hannes Hólmstein hæfan að hluta til, að taka að sér kennslu á auglýstu sviði stjórnmálafræðinnar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að tveir aðrir væru fullkomlega hæfir og þó annar hinum fremur en sá vinnur nú að doktorsrit- gerð sem spannar yfir rannsókn- ir hans á kosningum síðustu árin á íslandi. Sem fyrr sagði hlaut Dr. Hannes náð fyrir augum ráð- herra sem með því móti tók ekki tillit til dómnefndarinnar. Ráð- herra sagðist hafa talað við fyrr- verandi kennara Hannesar úti í löndum. Sá treysti nemanda sín- um vel til að takast á við kennsl- una. Dr. Hannes Hólmsteinn í brennidepli Kennarar eru mismunandí góðir, menntaðir og færir. Reynslan hefur í seinni tíð orðið að víkja fyrir prófi í kennslu- og uppeldisfræði. Svokallaðir rétt- indakennarar eru flestir í ná- grenni höfuðborgarinnar og í henni sjálfri. Það bitnar því fyrst og fremst á landsbyggðinni að ekki má skipa réttindalausa kennara í stöður. f>ar verður því meira los á mannahaldi í skólum sem óneitanlega kemur niður á skólahaldi og dugir þá ekki til að vera samflokksmaður ráðh'err- ans. Þess háttar pólitískar stöðu- veitingar ættu að heyra sögunni til og er þess vegna miður að máður úr hópi yngri stjórnmála- manna skuli halda sig við þetta heygarðshornið. Eitt að lokum varðandi menntun kennara. Er raunveru- lega hægt að bera saman próf íþrótta- og handavinnukennara sem teljast hafa full réttindi og þeirra sem hafa háskólapróf í kennslugrein sinni þótt hitt próf- ið vanti? Er hugmynd ráðherr- ans þaðan komin? Meira þurfti ekki til. Og þó. Háskólarektor og dómnefnd- armenn sýndu harkaleg við- brögð og lái þeim hver sem vill. Rektor taldi vegið að sjálfstæði Háskólans og dómnefndarmenn áttu bágt með að skilja van- traustið sem ráðherra sýndi þeim. Önnur lög fyrir landsbyggðina Ekki er verið að draga í efa menntun eða ágæti Hannesar Hólmsteins. Vinnubrögð menntamálaráðherra eru á hinn bóginn vítaverð. Á sama tíma og bæði grunn- skólakennarar og framhalds- skólakennarar þurfa að flagga prófi í uppeldis- og kennslufræði til að hljóta skipun í kennara- stöður gildir annað um þá menn sem stunda kennslustörf við æðstu menntastofnun þjóðarinn- ar. Þar ráða að því best verður séð, duttlungar menntamálaráð- herra.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.