Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 8
8 Skemmtanalíf Vestfirðinga: BÆJARINS BESTA Golf: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI ÍSAFJARÐAR BÍLALEIGA NJARÐARSUNDI2 400 ÍSAFJÖRÐUR JÓNAS BJÖRNSSON 0 94-3501 HEIMA 94-3482 ísfirðingar sigruðu í bæjar- keppninni Síðastliðinn laugardag fór fram á Tungudalsvelli bæjar- keppni í golfi á milli ísfirð- inga og Bolvíkinga. Pað er skemmst frá því að segja að ísfirðingar sigruðu með yfir- burðum, enda gekk Bolvík- ingum illa að manna sitt lið. í sigursveit ísfirðinga voru þeir, Viðar Konráðsson, Samúel Einarsson, Pétur Grétarsson, Arnar G. Hin- riksson, Sigurður Th. Ingv- arsson og Reynir Pétursson. Á laugardaginn fór einnig fram fyrsti hluti firmakeppni Golfklúbbs ísafjarðar sem fram haldið verður n.k. fimmtudag, en sjálf úrslita- keppnin verður leikin laugar- daginn 28. ágúst. Á laugar- dag hefst síðan Vestfjarða- mótið í golfi. Spilað verður bæði á laugardag og sunnudag og verða leiknar 36 holur. Vestfjarðamótið hefst kl. 10. „Vísir að því að auka menningarlíf bæjarins“ - sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík við formlega opnun Skálavíkur Félagsheimili eru að verða til trafala hjá ýmsum sveitarfélög- um. Félög hafa ekki lengur vilja eða getu til að reka þau, þannig að í mörgum tilvikum hafa sveit- arfélög neyðst til þess að reka þau vísvitandi með tapi eða jafn- vel selja þau til utanaðkomandi aðila. Það var eins komið fyrir Fé- lagsheimilinu í Bolungarvík, eins og svo mörgum öðrum, að rekstur þess gekk illa, og húsið sjálft var orðið illa farið. Pað var í vor, sem bæjarstjórn Bolungarvíkur, veitti fé í það að gera húsið upp að innan og utan, og breyta því um leið í veitinga- og skemmtistað. Framkvæmdastjóri félags- heimilisins var ráðinn Ólafur J. Einarsson. Á fundi bæjarráðs Bolungar- víkur, 20. júlí sl. var samþykkt að stofnað yrði félag um rekstur í Félagsheimilinu. Bæjarstjóra var falið að gera uppkast að stofnsamningi og samþykkt var að félagið skyldi heita Skálavík. Það er einmitt nafnið á veitinga- og skemmtistaðnum sem nú er rekinn í hrsinu. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík og Ólafur J. Einars- son framkvæmdastjóri í Skálavík. Þeir höfðu á orði að nýi skemmtistaðurinn hefði nú eiginlega átt að heita Ólafsvík. MÁNAFOSS fkðitvisvpr í viku Skálavík var opnuð formlega sl. laugardag, með pompi og prakt. f lokuðu hanastéisboði sem haldið var áður en fyrstu gestunum var hleypt inn, tók Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, til máls. Hann þakkaði þeim sem unnið höfðu að því að gera húsið upp, iðnaðarmönnum og öðrum, og fór nokkrum orðum um fram- kvæmdirnar. Pá bauð hann nafna sinn, Ólaf J. Einarsson velkominn til starfa. Ólafur sagði enn fremur að breytingarnar sem gerðar hefðu verið væru; „vísir að því að auka menningarlíf bæjarins”. Það var ekki annað að heyra á gestum en að þeir væru ánægðir með breytingarnar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.