Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 14

Bæjarins besta - 17.08.1988, Síða 14
14 BÆJARINS BESTA Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson: Fjáröflun fyrir rekstri hafin - áhafnir skipa leggja sitt af mörkum Það er álit margra, að með kaupum á hinum nýja björgun- arbát björgunarsveita ísafjarðar og Hnífsdals, sé verið að ráðast í of mikið. Þó takist að skrapa saman fyrir kaupverðinu, er það álit margra, að ekki fáist fjár- magn til þess að halda uppi rekstri bátsins. Björgunarsveitarmenn eru hins vegar bjartsýnir, og leita nú leiða til þess að ráða bót á þess- um væntanlega vanda. Einni fjáröflunarhugmynd hafa þeir nú hrint í framkvæmd. Þeir hafa leitað til áhafna skipa og útgerðarfélaga um að veita í rekstur bátsins, sem nemur þeirra hluta í andvirði innihalds eins gáms sem fluttur er út. Að sögn björgunarsveitar- manna, hafa flestir tekið vel í þetta, og áhöfn eins skipsins; Júlíusar Geirmundssonar, eru þegar búnir að gefa vilyrði fyrir sínum hlut í einum gám, og eftir því sem BB kemst næst, er hann á leiðinni í sölu. Blaðamanni tókst ekki að ná í forstöðumenn Gunnvarar, út- gerð Júlíusar, til þess að inna þá eftir því hvort þeir myndu gefa sinn hlut líka. BB hvetur áhafnir og útgerð- arfélög til þess að taka áhöfn Júl- íusar Geirmundssonar til fyrir- myndar, styrkja björgunar- sveitirnar og renna um leið styrkari stoðum undir rekstur hins nýja björgunarbáts. 5:í ' i ' í,'N*SS8Í«Si" Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni hefur gefið sinn hlut í einum gámi, sem er á leið í sölu. Lesendur: Bréf til Kæru vinir. Þakka ykkur fyrir að taka tíma til að lesa þetta bréf. Ég hef skrifað þér það, því ég trúi að Minnisvarði umRagnarH.Ragnar Þeim, sem vilja taka þátt í að gefa ísa- fjarðarbæ listaverk eftir Jón Sigurpáls- son til minningar um Ragnar H. Ragnar, gefst enn kostur á að leggja framlag sitt inn á ávísanareikning nr. 10197 við Út- vegsbanka íslands h.f. á ísafirði. Minnisvarðinn verður afhjúpaður hinn 28. september næstkomandi, en þáhefði Ragnar H. Ragnar orðið níræður. Fiamkvæm dan efn d. innihald þess sé mikilvægt. Fyrst vil ég þó kynna mig. Ég heiti Tony Fitzgerald, ég er Ástrali, búsettur í Englandi og hef oftsinnis heimsótt land ykkar síðan 1976. Sum ykkar þekkja mig vel, önnur hafa heyrt mig eða séð og sum ykkar hafa enga hugmynd um hver ég er. Ég er kristinn og íslenska þjóðin á sérstakan sess í hjarta mínu. Vegna þess hef ég beðið mikið fyrir landinu og skrifa ykkur nú bréf í framhaldi af því. I heimsóknum mínum til ís- lands, hef ég talað á mörgum samkomum og séð Guðs kraft snerta líf margra, á sama tíma verð ég var við vaxandi hungur eftir Guðs sannleika. Við athugun á sögu þjóðarinn- ar, sem er bæði rík og hcillandi, get ég þó séð grundvallarhluti sem hafa hindrað að allt Guðs ráð fengi að opinberast. Ég bið þig að lesa áframhaldið með opnu hjarta. Biblían kennir okkur, að það sem við sáum, munum við upp- skera. Ég trúi því að við fæðingu kristinnar hér á landi hafi verið sáð hlutum sem í dag gefa upp- skeru í samræmi við þá sáningu. Uppskeran er kristnidómur sem hefur á sér yfirskin guðhræðsl- unnar en afneitar krafti hennar

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.