Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Page 15

Bæjarins besta - 17.08.1988, Page 15
BÆJARINS BESTA 15 eins og segir í ritningunni. í upphafi voru Pór, Týr og Óðinn dýrkaðir hér á landi sem aðalguðir og prestar Ásatrúar- innar, ríktu líka sem stjórnendur eða Goðar. Ég þarf ekki að tí- unda þessa hluti, þetta þekkið þið. En svo fór kristin trú að breið- ast út, rómversk kaþólsk. Alþingi lýsti því yfir árið 1000 að kristin trú yrði ríkistrú á ís- landi. Pó máttu menn blóta goð- in á laun og Goðarnir urðu í reynd áhrifavaldur í hinni nýju trú landsins í upphafi. En gerum nú langa sögu stutta. Lúter kom fram á sjónar- sviðið og boðaði m.a. réttlæt- ingu fyrir trú á Jesú Krist og að Biblían væri hið sanna orð Guðs. Danmörk tók lúterskuna og svo ísland og hefur lúterska kirkjan verið ríkiskirkja landsins fram á þennan dag. Allt þetta hefur kallað fram mikinn styrkleika hjá íslensku þjóðinni, en á sama tíma orsak- að það að margir játa trú á tilvist Guðs og ástunda jafnvel trúar- legar athafnir án þess þó að eiga lifandi persónulegt samfélag við Drottinn Jesú Krist. Samkvæmt Biblíunni er krist- indómurinn ekki trúarbrögð sem innihalda einungis lög, reglur, boð, bönn og trúarathafnir. Kristindómurinn er að með- taka Jesú Krist sem frelsara sinn og Drottinn og lifa trúarlífinu í krafti Heilags Anda. Loforð Biblíunnar er, að ef við gefum líf okkar til Jesús á þenna hátt þá snertir Guð anda okkar, sál og líkama og gefur líf í nægtum. Ef við höfnum krafti fagnað- arerindisins um Jesú Krist þá endum við f því að fylgja trúar- brögðum sem eru háð því sem menn géta gert en ekki því sem Kristur vann á krossinum. Grundvöllur lútersku kirkj- unnar er sú opinberun Martin Lúters, að við réttlætumst (eign- umst frið við Guð, rétta stöðu) fyrir trú. í dag eru margir sem lifa undir hlíf þessarar opinberunar en framganga ekki í trú hennar. Nú í ágústmánuði mun ég heimsækja ísland í boði Trú og Líf- kirkjunnar og tala á sam- komum bæði í Reykjavík, Vest- mannaeyjum og kannski víðar. Við munum boða fagnaðarer- indið í krafti, fjalla um efni þessa bréfs og treysta Guði fyrir táknum og undrum því Guð er guð kraftaverkanna. Það er ekki mitt að dæma, en ég kem sem þjónn þinn og ég veit að það eru margir í ykkar yndislega landi sem þrá lausn í líf sitt og að sjá kraft kristin- dómsins virka í daglega lífinu. Ég býð þér að koma og vera með okkur á þessum samkomum í ágúst og að við í sameiningu mættum heyra og -sjá fagnaðar- erindi Jesú Krists. Þakka þér fyrir að lesa þetta bréf til enda og ég hlakka til að sjá þig. Virðingarfyllst. Tony Fitzgerald. STORLÆKKAÐ VERÐ A AEGKÆLISKÁPUM! Santo 2600 DT H:144cm B:54cm D:60cm Kælir: 204 lítr. Frystir: 48 lítr. Verð kr. 34.783,- stgr. Nú hafa þeir hjá AEG stór- aukið úrvalið af kæliskápum. Vegna hagstæðra samninga við AEG bjóðum við þessa vestur-þýsku gæðaskápa á stórlækkuðu verði. Allir AEG kæliskáparnir eru með sjálfvirkri afþíðingu. AEGkæliskáparnirerufram- leiddir undir ströngu gæða- eftirliti sérfróðra manna í kæli- og frystitækni. nm straumur Silfurgötu 5 • © 3321 BB auglýsingasímar 4560 & 4570 ÁÆTLUNAR- VÖRU- OG LEIGUFLUG Áætlunarflug um Vestfiröi alla virkadaga. Áætlunarflug: Ísafjörður-Suðureyri - Reykjavík, alla daga nema laugar- daga. Verð kr. 2.800,- (önnur leiðin). Almenn ferða- og bílaleiguþjónusta. FLUGFÉLAGIÐ ERNIR HF ÍSAFIRÐI 0 4200 - 3698

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.