Morgunblaðið - 08.09.2020, Page 6

Morgunblaðið - 08.09.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Hér á landi er gammaygla algengt og árlegt flækings- fiðrildi frá Evrópu, en hún lifir ekki af íslenskan vetur. Sökum mikillar flökkunáttúru berast gammayglur mjög víða, jafnvel í miklum fjölda langt út yfir opin höf, skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðuna Heimur smádýranna. Meginheimkynni gammayglu eru í Evrópu og Asíu, ekki síst í Miðjarðarhafslöndum. Flestar berast hingað til lands með haustlægðum en stundum í nokkrum mæli líka fyrr á sumrin. Þegar það gerist kunna fiðrildin að verpa hér og koma upp nýrri kynslóð. Erling segir að gammayglur hafi verið á ferð- inni hérlendis í allt sumar. Þær hafi því efalítið fjölgað sér víða í kálgörðum og nartað í garðagróðurinn, þó varla til skaða. Tvöfaldaði stærð sína „Í fyrrihluta ágúst rakst ég á græna lirfu gammaygl- unnar á salatplöntu í garðholunni minni. Tók hana til handargagns til að mynda. Hún át upp salatbleðil sem fylgdi henni í krukkuna, tvöfaldaði stærð sína á tveim dögum og púpaði sig. Tólf dögum síðar var fiðrildi skrið- ið úr púpunni. Þetta lýsir undraverðum þroskahraða og skýrir hvers vegna gammayglan á auðvelt með að auka kyn sitt hingað komin. Í byrjun þessa mánaðar fann ég svo aðra lirfu á sömu salatplöntu,“ skrifar Erling á face- book. aij@mbl.is Gammayglur á ferðinni  Mikill þroskahraði  Lifir ekki af íslenskan vetur Ljósmynd/Erling Ólafsson Árlegt flækingsfiðrildi Græn lirfa gammayglunnar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið hefur ekki fengið starfsleyfi fyrir stækkun verksmiðju sinnar á Bíldudal og eru áformin því enn í bið. Sömuleiðis eru áform um byggingu nýrrar kalkþör- ungaverksmiðju félagsins í Súðavík í biðstöðu vegna leyfismála. Íslenska kalkþörungafélagið, Ís- kalk, hefur í nokkur ár undirbúið stækkun verksmiðju sinnar á Bíldu- dal þannig að þar verði hægt að framleiða 120 þúsund tonn á ári í stað 85 þúsund tonna nú. Skipulagsstofn- un hefur staðfest að ekki þurfi að gera nýtt umhverfismat fyrir vinnslu kalkþörungasets af botni Arnar- fjarðar þar sem efnistakan rúmast innan núgildandi leyfa. Hins vegar þarf félagið að sækja um nýtt starfs- leyfi fyrir stækkun verksmiðjunnar og var það gert fyrr á þessu ári. Halldór Halldórsson, forstjóri fé- lagsins, segir að unnið sé að hönnun stækkunar en ekki sé hægt að leggja út í fjárfestingar fyrr en starfsleyfi hefur verið gefið út. Bygging nýrrar verksmiðju í Súðavík er mun meiri framkvæmd, en gert er ráð fyrir að hún verði jafn- stór og verksmiðjan á Bíldudal, 120 þúsund tonn. Lengi stóð á umhverf- ismati en það komst í höfn í vor. Næsta skref er að fá nýtingarleyfi til efnistöku í sjó og hefur verið sótt um það til Orkustofnunar. Halldór segir að gerðar hafi verið tilraunadælingar á fyrirhugðu efnistökusvæði og skrif- aðar skýrslur um það. Þær hafi gengið samkvæmt áætlun. Þegar það leyfi fæst þarf að ganga til samn- inga við Súðavíkurhrepp um lóð og bryggju á iðnaðarsvæðinu innan við Langeyri. Fyrst þá er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir nýju verksmiðj- una. Tekjuskapandi framkvæmdir Stefnan var að hefja framleiðslu í haust en ljóst er að það dregst, að minnsta kosti um þrjú ár, að mati Halldórs. „Maður sér daglega í fréttum að það vantar meiri tekjur og fjárfest- ingar til að mæta efnahagslegum af- leiðingum kórónuveirufaraldursins. Það skýtur skökku við að við bíðum stöðugt eftir leyfum frá stofnunum ríkisins fyrir framkvæmdum sem hafa í för með sér miklar fjárfest- ingar og auknar tekjur,“ segir Hall- dór. Hann rifjar upp að félagið hafi fengið erindi frá Vestfjarðastofu þar sem það var beðið um að taka saman, að beiðni ríkisstjórnarinnar, mögu- leika á verkefnum sem hægt væri að flýta eða væru að verða að veruleika, verkefni sem hefðu í för með sér auknar tekjur og fjölgun starfa. Halldór segir að Íslenska kalkþör- ungafélagið hafi gert grein fyrir sín- um verkefnum sem hefðu í för með sér töluvert miklar fjárfestingar og aukna vinnu, bæði á framkvæmda- tíma og þegar verksmiðjurnar hefja starfsemi en framgangur þeirra væri háður því að leyfi fengjust afgreidd. „Ég veit ekki hvað gert var með þessar upplýsingar,“ segir Halldór. Enn beðið eftir opinberum leyfum  Íslenska kalkþörungafélagið hefur ekki getað ráðist í fjárfestingar og atvinnusköpun á Bíldudal og í Súðavík vegna langs leyfisveitingaferils  Bygging nýrrar verksmiðju í Súðavík hefur tafist um þrjú ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kalk Tilbúnar afurðir bíða útskipunar hjá verksmiðjunni á Bíldudal. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tréð stóra er orðið til hálfgerðra vandræða,“ segir Snorri Sigurfinns- son, íbúi við Hlaðavelli á Selfossi. Tæplega 20 metra hátt aspartré í garði Snorra og Sigrúnar Ólafs- dóttur er tvístofna; tekur því vind meira á sig sem skapar hættu. Hæð trésins og þéttleiki skyggir á og dregur úr sólarvarpi. Sömuleiðis geta ræturnar valdið skaða, smjúga um í jörðinni svo gangstéttir og mal- bikuð gata og plön við Hlaðavellina eru farin að gúlpa. Einnig eru þess dæmi að ræturnar skríði inn í hol- ræsin. Apsir eru víða í görðum á Selfossi, sem er gróðursæll staður. „Elsti hluti bæjarins er satt best að segja að drukkna í skógi og þó var á sínum tíma talið nánast ómögulegt að rækta hér neitt,“ segir Snorri sem er fasteignasali en var á árum áður garðyrkjustjóri Selfossbæjar. Hann þekkir því vel til mála. „Frumbyggjarnir sem hér reistu hús í bæ fyrir um 70 árum gróður- settu við húsin sín þá gjarnan aspir og aðrir fylgdu á eftir. Vegna hæð- arinnar sem aspirnar ná og sömu- leiðis rótanna er hins vegar óheppi- legt að gróðursetja í húsagörðum tré sem verða há,“ segir Snorri sem eignaðist húsið á Hlaðavöllunum fyrir um tuttugu árum. Hefur á þeim tíma fellt alls 13 aspir í garð- inum og senn verður sú stóra tekin niður. „Öspin stóra er alveg að nálgast tuttugu metra hæð og er um einn og hálfur metri niðri við jörð. Í skóg- ræktarstarfi er grisjun jafn mikil- væg og gróðursetning. Aspir endast yfirleitt illa og stundum er óhjá- kvæmilegt að fella trén. Slíkt verður að gerast án tilfinningasemi og láta fagmenn í skógarhöggi sjá um verk- ið,“ segir Snorri. Harðvaxta og myndar skjól Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni, segir stöðuna á Selfossi, eins og Snorri lýsir henni, vera svipaða og víðar á landinu. Aspir séu hraðvaxta og góðar til að mynda skjól fyrir annan gróður, eins og birki og reynitré. Slík tré verði sjaldan svo há að bagalegt verði. Þau hins vegar breyti og bæti lofts- lag og stilli vind og þá sé til mikils unnið. Allt sé þetta hluti af hringrás þar sem nauðynlegt sé að fella valin tré þegar þau séu orðin of plássfrek, til dæmis í heimagörðum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tré Snorri Sigurfinnsson við öspina miklu á Hlaðavöllum á Selfossi sem er orðin tæplega 20 metrar á hæð og var gróðursett fyrir um 70 árum. Ösp er til ama og gangstétt gúlpar  Selfossbær að drukkna í skógi „Við erum að horfa fram á erfitt tímabil fram að jólum og að líkindum eitthvað lengur. Ég tel að búast megi við því að það verði einhverjar uppsagnir og ekki endurráðningar næstu tvenn mánaðamót,“ segir Jó- hannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Stór hluti skaðans hafi þó orðið strax og sóttkvíarreglur tóku gildi. Jóhannes segir að borið hafi á því að flugfélög og ferðaþjónustu- fyrirtæki, sem selt hafa Ísland sem áfangastað, beri ekki fullt traust til stöðugleika í ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í dag og muni því hugsa sig tvisvar um áður en þau hefja starfsemi hér á landi á ný. „Ferðamannastraumurinn byrjar ekki eins og skrúfað sé frá krana þegar reglum á landamærunum er breytt. Flugfélögin eru hætt að fljúga að stórum hluta og þau munu hugsa sig tvisvar um, nú þegar ekki eru skýr viðmið,“ segir hann. Fjölmörgum var sagt upp og hafa þeir unnið á uppsagnarfresti síðan hertar reglur um sóttkví við komu til landsins tóku gildi. veronika@mbl.is Erfitt fram að jólum  Ferðaþjónustan áfram í erfiðri stöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.