Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Arnbjörg Auður Örn-
ólfsdóttir söngkona,
betur þekkt sem Adda
Örnólfs, lést á Landa-
kotsspítala 2. septem-
ber síðastliðinn, 85 ára
að aldri.
Adda var ein vinsæl-
asta söngkona þjóð-
arinnar á árum áður og
söng eftirminnileg lög
á plötur, eins og Bella
símamær, Nótt í Atla-
vík og Bjarni og nikk-
an.
Adda fæddist á Suð-
ureyri í Súgandafirði 4. maí árið
1935 og ólst þar upp í stórum
systkinahópi. Foreldrar hennar voru
Örnólfur Valdimarsson útgerð-
armaður og Ragnhildur Þorvarð-
ardóttir, húsmóðir og organisti við
Suðureyrarkirkju.
Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur
og skaut upp á stjörnuhimininn í
söngvarakeppni á vegum KK sext-
ettsins árið 1953, ásamt
Ellý Vilhjálms og fleiri
söngvurum. Á árunum
sem í hönd fóru kom
hún víða fram en lengst
var hún söngkona Aag-
es Lorange og hljóð-
færaleikara hans, sem
voru með eins konar
húshljómsveit í Tjarn-
arkaffi við Vonarstræti
í Reykjavík.
Á ferli Öddu voru
hljóðrituð nærri 20 lög
með henni sem komu
út á hljómplötum.
Adda hætti að mestu að syngja opin-
berlega 1959 en lögin hennar hafa
komið út á safnplötum og eru enn
reglulega spiluð í útvarpi.
Eftirlifandi eiginmaður Öddu er
Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru
Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur
Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga
sex barnabörn og fjögur barna-
barnabörn.
Andlát
Arnbjörg Auður Örn-
ólfsdóttir, Adda ÖrnólfsSigfríður Nieljohn-íusdóttir lést í faðmi
fjölskyldunnar á
heimili sínu í Reykja-
vík föstudaginn 4.
september síðastlið-
inn, 100 ára að aldri.
Lífsgleðin geislaði
af Sigfríði, eða Fríðu
Nilla eins og hún var
gjarnan kölluð, fram í
andlátið. „Ég er alltaf
í góðu skapi og fer
eftir því sem móður-
amma mín sagði:
„gott er jafnan glaðlyndur að vera
og góðan hug til allra manna
bera“. Aðalatriðið er
að vera sjálfum sér
nægur, sjálfstæður
og heiðarlegur,“ sagði
hún meðal annars í
viðtali við Morgun-
blaðið sem birtist síð-
asta afmælisdag
hennar.
Fríða Nilla fæddist
í Reykjavík 9. maí
1920. Foreldrar henn-
ar voru Nieljohníus
Ólafsson verslunar-
maður og Ólöf Sig-
urðardóttir.
Fríða lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1938, fór í læknisfræði í Háskóla
Íslands, lærði ensku og þýsku við
sama skóla og starfaði síðan á
skrifstofu hjá Stefáni Thorarensen
apótekara. Þar kynntist hún verð-
andi eiginmanni sínum, Guðmundi
B. Ársælssyni, síðar póstfulltrúa,
sem andaðist 1995.
Þau eignuðust þrjú börn, Júlíus
lögfræðing, Ólöfu sjúkraþjálfara
og Ársæl, skólameistara í Borgar-
holtsskóla.
Útför Sigfríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 10. september næstkom-
andi og hefst athöfnin klukkan 11.
Andlát
Sigfríður Nieljohníusdóttir
Axel P.J. Einarsson
tónlistarmaður lést að
morgni 5. september
sl. á Landspítalanum,
á 73. aldursári.
Axel fæddist 27.
október 1947 og ólst
upp fyrstu árin á Fá-
skrúðsfirði. Foreldrar
hans voru Einar Guðni
Sigurðsson, f. 1904, d.
1965, kaupfélagsstjóri
og hreppstjóri, og
Antona Gunnarstein
frá Færeyjum, f. 1917,
d. 1989. Eftir að þau
fluttu frá Fáskrúðsfirði til Reykja-
víkur vann Antona ýmis veitinga-
störf, t.d. á Gildaskálanum og Hót-
el Esju og Einar vann hjá
Eimskipafélagi Ís-
lands til æviloka.
Axel fékkst við
margt gegnum ævina.
Hann var húsasmiður
að mennt en starfaði
meðal annars sem
kokkur á fiskibátnum
Gullfaxa. Tónlistar-
áhuginn kviknaði
snemma og lærði
hann ungur á gítar.
Axel var áberandi í
tónlistarlífinu á sjö-
unda og áttunda ára-
tugnum, á fyrstu
rokk- og bítlaárunum. Síðan starf-
aði hann mikið við upptökur og
samdi fjölmörg lög.
Axel var í fjölda hljómsveita og
má þar helst nefna Tilveru, Ice-
cross og Deildarbungubræður.
Þekktasta lag Axels er án efa
„Hjálpum þeim“ sem kom út árið
1985.
Axel rak hljóðver um margra
ára skeið, „Stúdíó Stöðin“, og gaf
út mikið af tónlist, ekki síst barna-
efni, meðal annars Sönglögin í leik-
skólanum.
Síðustu árin bjó Axel í Svíþjóð
og vann að tónlist sem hann leit á
sem lífsverk sitt og mun koma út á
næstunni. Naut hann við þá vinnu
aðstoðar góðra vina.
Axel lætur eftir sig tvær dætur
og fósturson; Elísabetu, Rakel
Maríu og Heiðar Stein Pálsson,
sex barnabörn og þrjú langafa-
börn.
Andlát
Axel Einarsson tónlistarmaður
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?