Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
hún bauð upp á kennaranámið ákvað
ég slá til. Það hefur verið alveg yndis-
legt og í jóga og í hugleiðslu lærir
maður svo mikið. Þegar maður er
með marga bolta á lofti er dásamlegt
að geta fært athyglina að eigin innri
rödd og fá þessa jarðtengingu. Það er
líka svo gott mótvægi við hraðann og
ég finn að það hjálpar mér í svo
mörgu, til dæmis að taka góðar
ákvarðanir.“
Núna eftir tíu ár á Íslandi vildi
Erla Ósk aðeins bæta við sig og er að
hefja MBA-nám. „Mig langaði að fá
meiri tæki til að verða betri stjórn-
andi og eins bara halda áfram að
þróast, því maður veit ekkert hvað
framtíðin ber í skauti sér.“
Fjölskylda
Eiginmaður Erlu Óskar er
Andrew Jered Wissler fjármála-
stjóri, f. 5.10. 1983. Foreldrar hans
eru Susan L. Wissler húsmóðir, f.
25.3.1958 og John E. Wissler, yfir-
maður í landgönguliðaher Banda-
ríkjanna (USMC), f. 16.7. 1956. Þau
búa í Alexandria í Virginia í Banda-
ríkjunum. Börn Erlu Óskar og And-
rews eru Jón Pétur, f. 2.1. 2011, Ró-
bert Ari, f. 1.5. 2013, og Tómas Páll,
f. 13.10. 2015.
Systkini Erlu Óskar eru Ólöf
Daðey Pétursdóttir, kennari í
Grindavík, f. 18.9. 1982, Margrét
Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður
gæðamála, og Óskar Pétursson,
framkvæmdastjóri Klaka, f. 26.1.
1989. Þau búa öll í Grindavík.
Foreldrar Erlu Óskar eru Ágústa
Óskarsdóttir, f. 14.8. 1958, fv. starfs-
mannastjóri, og Pétur Hafsteinn
Pálsson, f. 6.7. 1959, framkvæmda-
stjóri. Þau búa í Grindavík
Erla Ósk Wissler
Pétursdóttir
Ágústa Sumarrós Andrésdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Þorvarður Guðbrandsson
vörubílstjóri í Reykjavík
Óskar Þorvarðarson
húsgagnasmíðameistari í Reykjavík
Ágústa Óskarsdóttir
fv. starfsmannastjóri í Grindavík
Jórunn Erla Þorvarðardóttir
matartæknir í Reykjavík
Elín Jónsdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Þorvarður Ingvarsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Sighvatur Andrésson
bóndi á Ragnheiðarstöðum í Flóa
Kristín Árnadóttir
húsfreyja á Ragnheiðar-
stöðum í Flóa
Margrét Sighvatsdóttir
söngkona í Grindavík
Páll Hreinn Pálsson
útgerðarmaður í Grindavík
Jóhanna Daðey Gísladóttir
útgerðarmaður á Þingeyri
Páll Jónsson
útgerðarmaður á Þingeyri
Úr frændgarði Erlu Óskar Wissler Pétursdóttur
Pétur Hafsteinn Pálsson
framkvæmdastjóri í Grindavík
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w w. i t r. i s
„ANNAÐHVORT ERTU SEKUR EÐA
SAKLAUS. „SKOTAPILS ERU EKKI
TÍSKUGLÆPUR” ER EKKERT SVAR.”
„LEYFÐI AFI YKKUR AÐ LOSA ÞETTA AF
SLÆMU LÖPPINNI?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar tíminn nánast
bráðnar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG MUN NÚ ÞÝÐA ÞAÐ SEM
ODDI SEGIR
VOFF
VOFF
VOFF
„KETTIR ERU GÁFAÐRI
EN HUNDAR”
HEYRÐU! ÉG
ÞEKKI ÞIG! HRÓLFUR?
ÞÚ ERT
JÓSTEINN
LÁVARÐUR!
ÞAÐ ERU LIÐIN
TUTTUGU ÁR…
MANSTU EFTIR
MÉR?
MENN GLEYMA ALDREI FYRSTU
RÁNSFERÐINNI SINNI!
Ólafur Stefánsson yrkir hér smá-vísur um sjö fastagesti Leirs-
ins sáluga, en tekur fram, að aðrir
sjö liggi óbættir hjá garði að ósekju
en plássið sé ekki meira en Guð gaf.
Enginn bíður inni Leir
auðn og tóm í hug og sinni.
Ekki Pétur yrki meir;
annúlerast gömul kynni.
Sigmund leit ég svífa brott,
sigu vængir skáldsins knáa.
Samhygðar vil sýna vott,
sendi honum kveðju smáa.
Ómar gengur upp um fjöll,
er þá margt að sjá og skoða.
Þar hann ljóðin yrkir öll,
ef ekki fer sér neitt að voða.
Fíu er margt til lista lagt,
löngum ötul spáði’ í grínið.
Hinsta flímið hún fékk sagt,
svo horfin var með Sanda-vínið.
Sigrúnar skal síðan minnst,
sú var dyggust bragameyja.
Betri höfum konu’ei kynnst,
klént að Leirinn þurfti’ að deyja.
Í Davíðshaga dafnar vel,
þó dúri stundum niðrá milli.
Leikur hann með ljóðaskel,
langa stund af mestu snilli.
Svo að lokum Sigurlín,
sanna gerði hæfni sína.
Alltaf kát og eðalfín,
alla hlýtur virðing mína.
Sigrún Haraldsdóttir segir á
Boðnarmiði að hún hafi róast með
aldrinum:
Ekkert reyni yfir klóra,
öllu tek sem fyrir ber,
heima róleg hangsa og slóra,
hætt að leita að sjálfri mér.
Helgi Ingólfsson svaraði:
Ég sjálfum mér gjarnan vil gleyma,
því gott er að láta sig dreyma.
Þótt orkan nú dvíni
og ýmsu ég týni,
ég oftast finn sjálfan mig heima.
Ármann Þorgrímsson hefur lög
að mæla „Á lokasprettinum“:
Okkar styttist ævi skeið
enda sögur taka.
Eigum miða aðra leið
enginn snýr til baka.
Úr Síraksrímum Jóns Bjarnason-
ar á Presthólum:
Hvað sem býr í brjósti manns
birtist skjótt í augum hans
glaðlegt tillit glöggt til sanns
gleðina merkir hjartaranns.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um fastagesti
Leirsins sáluga