Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 32
Námskeiðið Stelpur filma! hófst í Norræna húsinu í gær en á því eru hátt í 70 stelpur úr níu grunn- skólum og munu þær spreyta sig á að framleiða stuttmyndir og láta raddir sínar heyrast. Nám- skeiðið er hluti af dagskrá Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst síðar í mánuðinum og er ætlunin að skapa öruggt umhverfi fyrir stelpur til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og um leið stíga skref í átt að því að rétta af kynja- halla í greininni, eins og segir í tilkynningu. Stelp- urnar munu m.a. fræðast um handritsgerð, leik- stjórn, framleiðslu og persónusköpun og fá jafnréttisfræðslu. Meðal kennara eru Baltasar Kormákur, Margrét Jón- asdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Margrét Örn- ólfsdóttir. Þetta er í fimmta sinn sem námskeið ef þessu tagi er haldið en það fyrsta var haldið í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi og hefur námskeiðið ver- ið fastur liður frá því. Stelpur filma! í Norræna húsinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vilborg Eiríksdóttir saumaði skírn- arkjól veturinn 1978 til 1979 og hafa 22 börn verið skírð í honum. Hún hefur saumað nöfn barnanna í kjól- inn ásamt skírnardeginum. „Plássið hefur þrengst að framanverðu en nóg er eftir á hliðunum,“ segir saumakonan. Þegar Vilborg var í Hússtjórnar- skólanum á Varmalandi var eitt verkefnið að sauma flík í vél að eigin vali. „Sumar völdu að sauma eitt- hvað á sig sjálfar, aðrar völdu barna- föt og við vorum ellefu af 35 náms- meyjum sem ákváðum að sauma skírnarkjóla,“ rifjar hún upp. Allar notuðu sama grunnsniðið, en síðan hannaði hver og ein sína eigin út- færslu hvað varðar blúndur, mynst- ur og staðsetningu þess á kjólnum. „Hver skírnarkjóll var því með sínu sniði og engir tveir eins,“ segir Vilborg. „Eftir því sem ég best veit var ég sú eina sem ákvað að sauma nöfn skírnarbarnanna í kjólinn,“ leggur hún áherslu á og segist strax hafa hugsað út í notagildið og varð- veislu sögunnar. Fyrst notaður 1981 Fyrsta barn elstu systur Vilborg- ar var skírt fyrst allra í kjólnum 1981. Síðan hefur hann að mestu leyti verið notaður innan fjölskyld- unnar en með tveimur undantekn- ingum þó þegar vinkonur Vilborgar fengu hann lánaðan. „Í upphafi voru það börnin mín og systkina minna sem voru skírð í kjólnum, en síðustu árin hafa þau sjálf fengið hann lán- aðan við skírn sinna barna. Þykir mér ósköp vænt um að þau vilji nota kjólinn sem þau sjálf voru skírð í á sínum tíma.“ Í því sambandi bendir hún á að tvö barna sinna hafi eignast börn og hún hafi saumað nöfn fjög- urra barnabarna sinna í kjólinn. Börn Vilborgar eru Ármann Andri fæddur 1984, Íris Eva fædd 1990 og Anna Valdís fædd 1996. „Ár- mann Andri fékk auðvitað fyrstur heiðurssess framan á kjólnum,“ seg- ir hún en bætir við að röðunin sé annars handahófskennd. „Ég reyni samt að hafa systkinahópa saman.“ Vilborg varðveitir kjólinn sem sjá- aldur auga síns og hefur hann tilbú- inn til notkunar þegar eftir því er óskað. „Ég sé sjálf um að handþvo hann og ganga frá honum á viðeig- andi hátt.“ Eftir hverja skírn saum- ar hún í hann nafn viðkomandi barns og skírnardaginn. Hún segir að allir muni fæðingardaginn og því hafi hún frekar valið að hafa skírnardaginn, því hann falli gjarnan meira í skugg- ann. „Kjóllinn varðveitir mikilvæga dagsetningu í sögu barnsins og er því stöðugt tilefni til upprifjunar á þessum merka degi.“ Engin regla hefur verið á letur- gerðinni. Hún segist stundum hafa fengið einhvern sem tengist viðkom- andi barni og er með fallega rithönd til að skrifa nafnið til að sauma eftir. „Þá eru nöfnin ekki bara með minni rithönd,“ segir hún. „Svo reyni ég að hafa fjölbreytni í litum og því er kjóllinn litskrúðugur.“ Nýjasta nafnið á kjólum er Mikael Máni, sonur Jóhönnu Sigríðar Sig- urðardóttur, systurdóttur Vilborgar, og Jens Guðmundssonar, en hann var skírður 26. ágúst síðastliðinn. „Jóhanna Sigríður var einnig skírð í kjólnum fyrir 27 árum, og þess vegna sauma ég nafnið hans hjá nafni hennar og skírnardegi.“ Öll í sama kjólnum Morgunblaðið/Eggert Hefð Vilborg Eiríksdóttir saumar nýjasta nafnið í skírnarkjólinn.  Vilborg Eiríksdóttir saumaði skírnarkjól 1979 og hefur saumað í hann nöfn 22 barna sem hafa verið skírð í honum Skírn Jóhanna, Matthildur Sara, Jens og Mikael Máni í kjólnum. Morgunblaðið/Eggert Skrásetning Mikael Máni og Jóhanna Sigríður standa saman. ... stærsti uppskriftarvefur landsins! ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Enska knattspyrnu- konan Shameeka Fishley hefur látið mikið til sín taka með Stjörnunni í undan- förnum leikjum og var að mati Morgunblaðs- ins besti leikmaður 13. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna á sunnudaginn þegar Garðabæjarliðið vann óvæntan sigur á Sel- fossi. „Það er ekki mikill gæðamunur á íslensku og ítölsku deildinni,“ segir Fis- hley í viðtali í blaðinu í dag en hún lék áður m.a. með Sassuolo á Ítalíu. »26 Ekki mikill munur á Ítalíu og Íslandi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.