Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Það hefur verið ansi áhuga- vert að fylgjast með flóttanum úr körfuknattleiksliðum KR í Vest- urbæ að undanförnu. Danielle Rodriguez og Hildur Björg Kjart- ansdóttir riðu á vaðið. Það var kannski ekki svo óvænt enda báðir leikmenn að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar Jón Arnór Stefáns- son ákvað að söðla um og semja við Val. Það væri orðum aukið að tala um Valsmenn sem erkifjend- ur KR þótt það eigi kannski við í fótboltanum. Sigurhefðin er ekki beint með Valsmönnum í liði í körfunni; liðið vann síðast stóran titil árið 1983, og mætingin á körfuboltaleiki á Hlíðarenda ber vott um það. Í síðustu viku tilkynnti svo formaður körfuknattleiksdeildar KR að Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hefðu lagt skóna á hilluna. Miklir KR- ingar. Margrét Kara staðfesti það í mjög áhugaverðu viðtali við undirritaðan, sem birtist í laug- ardagsblaði Morgunblaðsins, að hún væri hætt en samkvæmt mínum bestu heimildum hefur Unnur Tara ennþá hug á því að halda áfram. Kristófer Acox gafst svo endanlega upp á yfirmönnum sínum í Vesturbæ í gær og fékk samningi sínum rift vegna van- goldinna launa. Hann ætti að skrifa undir á Hlíðarenda á næstu dögum þar sem hann mun að öllum líkindum fá borgað 1. hvers mánaðar eins og gengur og gerist. Að missa svona marga trausta, trygga og jafnframt mik- ilvæga leikmenn á stuttum tíma hlýtur að kalla á einhverja nafla- skoðun hjá þeim sem stýra skút- unni í Vesturbæ og menn hljóta að íhuga stöðu sína alvarlega, annað væri fásinna. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is BELGÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hannes Þór Halldórsson, Kári Árna- son, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sig- urjónsson, Kolbeinn Sigþórsson, Við- ar Örn Kjartansson, Alfreð Finn- bogason. Þetta er ekki spá um væntanlegt byrjunarlið Íslands heldur upptaln- ing á ellefu íslenskum landsliðs- mönnum sem verða fjarverandi í kvöld, af ýmsum ástæðum, þegar Ís- land sækir heim eitt allra sterkasta landslið heims, Belgíu, í annarri um- ferð Þjóðadeildar UEFA. Sjaldan eða aldrei hafa önnur eins forföll verið hjá íslenska landsliðinu í mótsleik og ljóst að það hefur verið talsverður höfuðverkur fyrir Erik Hamrén að púsla liðinu saman upp á nýtt eftir ósigurinn nauma gegn Englandi á laugardaginn. Þá bættist Sverrir Ingi í hóp þeirra sem helst hafa úr lestinni, þar sem hann fékk rauða spjaldið undir lok leiksins. Þar sem fyrir lá að Hannes og Kári færu ekki í seinni leikinn verður aftasti hluti liðsins, og sá sem mest mæðir á gegn sterkum andstæðingum, markvörðurinn og miðverðirnir, endurnýjaður. Það kemur í hlut annaðhvort Ög- mundar Kristinssonar eða Rúnars Alex Rúnarssonar að verja mark Ís- lands. Tveir miðverðir eru eftir í hópnum, Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson, ásamt reyndar Hirti Hermannssyni sem hefur leyst stöðu hægri bakvarðar, og því mest- ar líkur á að þeir komi inn í íslenska liðið. Viðureign Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 á galtómum Stade Roi Baudouin (leikvangi Baldvins kon- ungs) í Brussel þar sem á eðlilegum tímum væru 50 þúsund manns mætt- ir til að styðja við bakið á „Rauðu djöflunum“ eins og landslið Belga hefur verið kallað allt frá árinu 1906. Belgar eru efstir á heimslista FIFA, enda hafa þeir unnið ellefu síðustu landsleiki sína og 23 af síð- ustu 26. Þar á meðal tvo leiki gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2018 þegar liðin voru einnig saman í riðli. Þá unnu Belgar 3:0 á Laugardals- vellinum og 2:0 á Baldvinsvelli. Í seinni leiknum hélt íslenska liðið hreinu í 65 mínútur gegn belgíska stórskotaliðinu áður en Michy Bats- huayi tryggði Belgum sigurinn með tveimur mörkum. Sjálfir verða Belgar reyndar ekki með sitt allra sterkasta lið. Þeir unnu Dani 2:0 í fyrstu umferð riðilsins á Parken á laugardagskvöldið en sam- ið hafði verið um að Yannick Car- rasco myndi snúa heim til Atlético Madrid og Eden Hazard heim til Real Madrid eftir þann leik. Hinn snjalli Kevin De Bruyne kemur reyndar inn í hópinn á ný, beint eftir að hafa eignast sitt þriðja barn, en ekki er búist við því að hann verði í byrjunarliðinu þar sem hann hefur ekkert æft í tæpan mánuð. Þá eru Thibaut Courtois mark- vörður, Thomas Vermaelen, Michy Batshuayi og Divock Origi ekki með í þessum leikjum. En það sér vart högg á vatni og ljóst að leikurinn í kvöld verður einhver sá erfiðasti sem íslenska landsliðið hefur leikið í lang- an tíma. Heilt byrjunarlið er fjarverandi  Ísland mætir efsta liðinu á heimslista FIFA í Brussel í kvöld Morgunblaðið/Eggert Mætast Thomas Meunier, leikmaður Dortmund, og Arnór Ingvi Traustason í leik Íslands og Belgíu á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum. Stórskyttan Rúnar Kárason var markahæstur hjá Ribe-Esbjerg í danska handboltanum í gærkvöldi en liðið mátti þó sætta sig við tap gegn Kolding. Ágúst Elí Björg- vinsson stóð í marki Kolding megn- ið af leiknum og varði sjö skot en átti erfitt með að sjá við Rúnari sem skoraði níu mörk úr 14 skotum. Gunnar Steinn Jónsson og Daníel Ingason léku einnig með Esbjerg en skoruðu ekki. Kolding hafði betur 35:33. Aalborg vann Lemvig á úti- velli 30:22 en Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari hjá Aalborg. Rúnar skoraði níu gegn Ágústi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 9 mörk Rúnar Kárason var marka- hæstur hjá Ribe-Esbjerg í gær. Bandaríkjamaðurinn Dustin John- son sigraði á Tour Championship- mótinu í golfi í Atlanta skömmu áð- ur en blaðið fór í prentun og varð einnig stigameistari á PGA- mótaröðinni. Mótið var lokamót FedEx- úrslitakeppninnar og sigurinn í henni tryggir Johnson 15 milljónir dollara í verðlaunafé eða rúma tvo milljarða íslenskra króna. Vann hann tvö mót af þremur í úrslita- keppninni. Hann sigraði með þriggja högga mun en næstir komu Justin Thomas og Xander Shauffele. Fær rúmlega tvo milljarða í vasann AFP Sigurvegarinn Dustin Johnson með bikarinn í Atlanta í gærkvöldi. Fjölnir, Vængir Júpíters og Vík- ingur. Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Fram 164, ÍBV 149, Valur 131, Stjarnan 125, KA/Þór 98, HK 82, Haukar 58, FH 57. Samkvæmt þessu myndi Fram mæta Stjörnunni og ÍBV mæta Val í undanúrslitum. 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Fram U 194, Afturelding 173, Grótta 151, Selfoss 150, Valur U 122, ÍR 100, Fjölnir/Fylkir 99, HK U 69, Víkingur 67. FH myndi falla samkvæmt spánni en Afturelding færi upp í staðinn. Í umspil um eitt sæti færu Haukar, Grótta, Selfoss og ÍR.  Keppni í Olísdeild karla hefst á fimmtudagskvöld með leik ÍR og ÍBV en þá mætast einnig Grótta – Haukar og Afturelding – Þór. Á föstudag mætast KA – Fram og Stjarnan – Selfoss og FH mætir Val í lokaleik fyrstu umferðar á laug- ardag. Olísdeild kvenna hefst á föstu- dagskvöld þegar Stjarnan tekur á móti FH en þá mætast líka Fram og HK. Fyrstu umferð lýkur á laug- ardag þegar Valur mætir Haukum og ÍBV tekur á móti KA/Þór. Íslandsmótið í handknattleik hefst á fimmtudagskvöldið eftir tæplega fimm mánaða hlé frá því síðasta en keppni var hætt í marsmánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar án þess að Íslandsmeistarar væru krýndir. Valur var þá á toppnum í Olísdeild karla og Fram í Olísdeild kvenna, og liðin voru úrskurðaðir sigurvegarar. Hin árlega spá HSÍ um tímabilið 2020-21 var opinberuð í gær og þar kom fram að sömu liðum er spáð sigri í vetur, Val hjá körlunum og Fram hjá konunum. Niðurstaðan í spánni var þessi: Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Valur 374, Haukar 354, FH 315, Afturelding 288, ÍBV 260, Selfoss 257, Stjarnan 251, Fram 189, KA 181, Þór 119, ÍR 113, Grótta 107. Samkvæmt þessu myndu í 8-liða úrslitum mætast Valur – Fram, Haukar – Stjarnan, FH – Selfoss og Afturelding – ÍBV. 1. deild karla, Grill 66-deildinni: HK 257, Kría 227, Fjölnir 195, Valur U 186, Haukar U 185, Vængir Júpíters 184, Víkingur 167, Selfoss U 104, Fram U 79, Hörður 66. ÍR og Grótta falla samkvæmt spánni. HK færi upp og í umspil um eitt sæti í úrvalsdeild færu Kría, Búast við sömu sigurvegurum  Val og Fram spáð efstu sætunum Keflavík sleit sig tveimur stigum frá ÍBV og Grindavík í Lengju- deild karla í gær en tveir leikir voru á dagskrá. Keflvíkingar fóru norður í Eyja- fjörð og náðu í þrjú stig gegn Þór á Akureyri þar sem Keflavík sigr- aði 3:1 þrátt fyrir að lenda 1:0 undir snemma leiks. Álvaro Mon- tejo kom þá Þór yfir á 17. mínútu en Keflvíkingar svöruðu þrívegis fyrir hlé. Josep Arthur Gibbs skoraði tvívegis og Nacho Heras skoraði eitt. Hinn ástralski Gibbs hefur nú skorað 16 mörk í 13 leikjum fyrir Keflvíkinga í deild- inni í ár. Keflavík er með 27 stig eftir 13 leiki í 2. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir Fram. Liðið fór upp fyrir Leikni úr Breiðholti með sigrinum í kvöld. Þór er með 20 stig eftir 14 leiki í 6. sæti. Grindavík og ÍBV gerðu 1:1- jafntefli en úrslitin koma kannski ekki á óvart þar sem þetta var sjö- unda jafntefli ÍBV og sjötta jafn- tefli Grindavíkur í deildinni í sum- ar. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík yfir á 49. mínútu en Jonathan Glenn jafnaði fyrir ÍBV á 63. mínútu. ÍBV er með 25 stig eftir 14 leiki í 4. sæti en Grindavík með 21 stig eftir 13 leiki í 5. sæti. sport@mbl.is Ljósmynd/Þórir Á Akureyri Þriggja manna skallaeinvígi í leik Þórs og Keflavíkur á Þórsvellinum í gær. Keflavík fór upp fyrir Leikni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.