Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 FRAMKVÆMDIR? Við leigjum út krókgáma til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 634% í Mýrdalshreppi á tíu ára tímabili, frá 2009 til 2019. Nú er rúmlega helmingur allra starfa í sveitarfélaginu við ferðaþjónustu en var um 15% fyrir tíu árum. Sömu sögu er að segja um Skaftárhrepp, þar er rúmur helmingur starfa við ferðaþjónustu. Erlendir ríkisborg- arar eru í tæplega helmingi starfa við ferðaþjónustu á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa látið taka saman greiningu um stöðu og þróun atvinnulífs á Suður- landi með sérstakri áherslu á ferða- þjónustuna. Upplýsingarnar eru sundurliðaðar niður á sveitarfélög. Ferðaþjónustan hefur lengi verið mikilvæg atvinnugrein á Suðurlandi og hefur vægi hennar aukist með fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. Þannig hefur störfum í greininni fjölgað um 1.937 á tímabilinu 2012 til 2019 og er það 55% af fjölgun starfa á Suðurlandi á þessu tímabili. Miðað er við aðalstörf. Mest var fjölgunin í Mýrdalshreppi, eins og fram kemur hér að framan, en einn- ig hefur orðið mikil fjölgun í Blá- skógabyggð, Sveitarfélaginu Horna- firði og Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Ferðaþjónustan hefur mest vægi í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi, þar sem störf við ferðaþjónustu voru á árinu 2019 meira en helm- ingur allra starfa. Til samanburðar má geta þess að ferðaþjónustan stóð undir 15% starfa í Mýrdal tíu árum áður. Vægi ferðaþjónustunnar er einnig mikið í Bláskógabyggð og Hornafirði, þar sem yfir þriðjungur starfa er við þessa grein. Ferðaþjónustan skapar tæplega 19% starfa á Suðurlandi. Laun í ferðaþjónustu á Suður- landi eru 15% lægri en meðallaun í fjórðungnum. Meðallaun fyrir allar atvinnugreinar voru 498 þúsund á mánuði en 423 þúsund í ferðaþjón- ustu. 1.517 erlendir ríkisborgarar störf- uðu í ferðaþjónustunni sem er tæp- lega 49% af starfskrafti í atvinnu- greininni á Suðurlandi. Spurður hvort samhengi sé á milli fjölda erlendra starfsmanna í ferða- þjónustunni og lágra launa segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðs- stjóri þróunarsviðs SASS, að svo þurfi ekki að vera. Skýra megi lægri laun með því að í ferðaþjónustunni séu mörg þjónustustörf sem ekki kalli á sérmenntun. Þá megi skýra hátt hlutfall erlendra starfsmanna með því að ferðaþjónustan sé vaxt- argrein og hafi þurft á erlendu vinnuafli að halda. Ferðaþjónustan á Suðurlandi* Meðallaun á Suðurlandi 2019 Þús. kr. á mánuði Ársverk í ferðaþjónustu 2019 Íslenskir ríkisborgarar 1.607 ársverk, 51% Erlendir ríkisborgarar 1.517 ársverk, 49% Heimild: Skýrsla SASS Árnessýsla, Rangárvallasýsla, Vestmannaeyjar, Vestur- og Austur-Skaftafellssýsla Suðurland 498 562 513 428 427 426 425 423 Vestmannaeyjar Þús. kr. á mánuði Meðallaun í ferðaþjónustu á Suðurlandi 2019 Fjölgun starfa í ferðaþjónustu (aðalstarf) 2009-2019 800% 600% 400% 200% 0% Mýrdalshreppur Bláskógabyggð Hornafjörður Grímsnes- og Grafningshreppur 634% 476% 455% 444% Vægi ferða þjónustu, fjöldi aðalstarfa 2019 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Mýrdals- hreppur Skaftár- hreppur Bláskóga- byggð Hornafjörður Rangárþing eystra Grímsnes- og Grafnings- hreppur 52% 51% 38% 36% 22% 20% Suðurland, 18% Suðurland, 423 Vestmannaeyjar Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Hrunamannahreppur Bláskógabyggð 49% 51% Margir starfs- menn erlendir  Starfsfólki í ferðaþjónustu í Mýr- dalshreppi hefur fjölgað um 634%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.