Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Pandora
31.990 kr.
8. september 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.06
Sterlingspund 184.39
Kanadadalur 106.21
Dönsk króna 22.136
Norsk króna 15.575
Sænsk króna 15.886
Svissn. franki 152.66
Japanskt jen 1.3094
SDR 196.81
Evra 164.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.5119
Hrávöruverð
Gull 1937.6 ($/únsa)
Ál 1753.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.76 ($/fatið) Brent
● Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta
var 578 milljónir króna á síðasta fjár-
hagsári fyrirtækisins. Þannig jókst
hagnaðurinn um 41% milli ára, en hann
var 395 milljónir króna árið áður. Þá
jókst velta fyrirtækisins um 4,3%. Að
því er fram kemur í tilkynningu frá
Ölgerðinni stóð EBITDA í stað milli ára.
„Við erum afar stolt af þeim árangri
sem við náðum á nýliðnu rekstrarári og
getum fyrst og fremst þakkað það
afburðastarfsfólki og þeim gæðavörum
fyrirtækisins sem íslenskir neytendur
þekkja og kunna að meta,“ var haft eftir
Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra
Ölgerðarinnar.
Ölgerðin hagnaðist um
578 milljónir króna
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
„Fyrir nokkrum árum missti ég
trúna á sjálfan mig og þurfti að
byggja mig upp aftur,“ segir Nökkvi
Fjalar Orrason, framkvæmdastjóri
Swipeclub. Með eigin reynslu í far-
teskinu hefur hann haslað sér völl í
framleiðslu á netnámskeiðum sem
taka á málefnum andlegrar og líkam-
legrar heilsu. Með honum starfar
fjölbreyttur hópur sem hefur komið
víða við í lífinu.
Þrátt fyrir mikið framboð á því
sem kallað er „sjálfshjálparefni“
segist Nökkvi hafa komið auga á
glufu í markaðnum. Flest af því sem
framleitt sé hér heima miði að því að
byggja upp færni sem nýtist við
vinnu eða áhugamál, en heilsan sé að
einhverju leyti óplægður akur.
Nökkvi fór því á stúfana og kom sam-
an vel völdum hópi einstaklinga sem
brenna fyrir málefninu og á vordög-
um leit fyrsta framleiðslan dagsins
ljós: sjö netnámskeið tilbúin til dreif-
ingar.
Breiður markhópur
Hver þáttur hefur einstök efnistök
sem endurspegla hugmyndafræði
hvers þáttastjórnanda en þeir hafa
þróað ólíkar leiðir til að ná árangri og
tökum á lífinu. Nökkvi segir að með
þessari nálgun megi ná til mjög
breiðs hóps viðskiptavina; greiningar
hafi leitt í ljós ákveðin mynstur sem
sýna að hver þáttur njóti hylli ákveð-
inna aldurshópa. Fyrirtækið hefur
notað þau áhöld sem til eru, til dæmis
Facebook og Google, til þess að ná
beint til ákveðinna markhópa, sem
Nökkvi telur að hafi skilað góðum
árangri og sé afar mikilvægt fyrir
fyrirtæki í netsölu.
Styrkir liðsandann
Swipeclub hefur einnig boðið vörur
sínar til fyrirtækja sem vilja styrkja
starfsfólk sitt og bæta liðsandann.
Slík námskeið hafa verið útbúin í
styttri útgáfu og hafa verið aðlöguð að
stærri kaupendum. Hefur þessari
vöru verið vel tekið og er nýtt af ólík-
um fyrirtækjum, s.s. Ölgerðinni,
Húsasmiðjunni og Arion banka.
Auðveld viðbót við starfsemina
Framleiðsla af þessu tagi er vel
þekkt og útbreidd víða um heim.
Nökkvi segir að tekjustýringin bygg-
ist á því sem tíðkast í þessum geira,
þ.e. viðskiptavinum sé boðinn að-
gangur að hverju námskeiði fyrir sig
(sem kostar um 13 þúsund) en geti
keypt allan pakkann fyrir 25% lægra
verð. Hann segir þennan hvata virka
vel, flestir nýti sér þá leið og fái því
hlutfallslega mun meira fyrir pening-
inn.
Fyrirtækið hefur starfað í fimm ár
og velti rúmlega 100 milljónum í
fyrra. Þungamiðjan hefur verið net-
þjónusta og margmiðlun, en þátta-
gerðinni hefur vaxið mjög fiskur um
hrygg. Nú eru um 400 viðskiptavinir
og haustið fer að sögn Nökkva vel af
stað.
Heilsan er óplægður akur
Framkvæmdastjóri Nökkvi hefur haldið fjölda námskeiða síðustu misseri.
Styrkur frá ólíkri reynslu
» Þáttastjórnendur eru úr
ýmsum áttum og eru með ólíka
nálgun en það skapar breidd í
framleiðslu og nær til stærri
hóps viðskiptavina.
Swipeclub velti ríflega 100 milljónum í fyrra Fyrirtækið
þróar netnámskeið sem nýtast m.a. til að efla liðsandann
um opna þótt allt verði tilbúið. Við
gætum tekið ákvörðun um að opna
lónið að hluta eða opna með skertan
þjónustutíma. Það eru nokkrar
áætlanir í gangi og við erum ekki
viss hvaða áætlun verður dregin upp
úr skúffunni,“ segir Dagný og bætir
við að horft verði til þess hvernig
heimsfaraldur kórónuveiru þróast.
„Næsta vor er teygjanlegt hugtak
og við sjáum til hvort við opnum
snemma eða seint á því tímabili. Það
verður að taka mið af umhverfinu.
Við erum hins vegar hvergi bangin
og erum með fótinn á bensíngjöfinni
en þó þannig að við séum skynsöm,“
segir Dagný.
Aðdragandinn mjög langur
Sjálf hefur Dagný talsverða
reynslu af rekstri baðlóna en hún
var framkvæmdastjóri Bláa lónsins í
um tíu ár. Að hennar sögn er gríðar-
lega mikilvægt að horfa til lengri
tíma þegar haldið er í veigamiklar
og fjárfrekar framkvæmdir.
„Það gat enginn séð þetta ástand
fyrir en við erum að horfa til lengri
tíma. Það fer enginn í fjögurra millj-
arða króna framkvæmd öðruvísi.
Við viljum auðvitað komast af stað
sem fyrst en það er hægt að gera
það af skynsemi,“ segir Dagný sem
tekur fram að mikill undirbúningur
búi að baki framkvæmd sem þessari.
Segir hún að umrædd framkvæmd
hafi verið í undirbúningi í um tíu ár.
„Það hefur verið langur aðdragandi
að þessu verkefni. Öll áætlunar-
vinna er mjög vel gerð. Það er gríð-
arlega gott að vera við stýrið og geta
haft stjórn á öllu, hvort heldur sem
það er fjárfestingar-, kostnaðar- eða
tekjuhliðin. Hér er verið að gera
hlutina vel,“ segir Dagný.
Spurð hversu margir starfsmenn
munu koma til með að starfa hjá
fyrirtækinu þegar fram líða stundir
segir Dagný að þeir verði á annað
hundrað. „Í fullum rekstri erum við
að tala um 120 stöðugildi sem þýðir
enn fleiri starfsmenn. Þetta er rosa-
lega mannfrek þjónusta og við vilj-
um sjá til þess að allir okkar gestir
fái mjög góða þjónustu.“
Ekki samkeppni við Bláa lónið
Eins og fyrr segir er sá möguleiki
fyrir hendi að halda í frekari fram-
kvæmdir á svæði félagsins á Kárs-
nesi. Aðspurð segir Dagný að ým-
islegt komi til greina í því samhengi.
Allt frá gistirýmum til frekari
lúxusþjónustu.
„Við getum farið í allar áttir en
þetta er fyrsti áfangi. Við erum með
stækkunarmöguleika, það gæti orð-
ið 20% aukning en það gæti líka orð-
ið tvöföldun. Við getum farið í allar
áttir,“ segir Dagný sem tekur fram
að forsvarsmenn Sky Lagoon ætli
sér ekki í beina samkeppni við Bláa
lónið. „Þetta kemur til viðbótar við
það, enda allt önnur upplifun. Bað-
staðir eru eftirsóttasta afþreyingin
hér á landi þannig að við teljum að
þetta sé góð viðbót við flóruna.“
Framkvæmdir á undan áætlun
Stefnt að opnun Sky Lagoon næsta vor Starfsmenn baðlónsins verða á annað hundrað Fram-
kvæmdir hafa gengið hraðar en gert var ráð fyrir sökum faraldurs Ekki samkeppni við Bláa lónið
Fjárfesting Framkvæmdir á svæðinu eru á undan áætlun. Áformað er að opna lónið næsta vor.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Framkvæmdir ganga mjög vel og í
raun má segja að sökum kórónuveir-
unnar gangi þær hraðar en við áætl-
uðum. Núna erum við í kappi við
tímann að reyna
að klára sem
mest af útivinn-
unni,“ segir
Dagný Hrönn
Pétursdóttir,
framkvæmda-
stjóri Sky Lag-
oon. Vísar hún í
máli sínu til fram-
kvæmda vegna
baðlóns sem stað-
sett er vestast á
Kársnesi í Kópavogi. Áætluð verk-
lok eru næsta vor, en heildarfjár-
festing hleypur á um fjórum millj-
örðum króna. Um er að ræða fyrsta
áfanga framkvæmda Sky Lagoon á
svæðinu en hugsanlegt er að farið
verði í frekari framkvæmdir á lóð fé-
lagsins sem er um þrír hektarar að
stærð.
Óljóst hvenær verður opnað
Vonir eru bundnar við að hægt
verði að opna baðlónið næsta vor. Að
sögn Dagnýjar verður nákvæm dag-
setning þó ekki gefin út strax.
„Við verðum að sjá hvernig þetta
þróast næstu vikur, en eins og stað-
an er núna erum við á undan áætlun.
Það er þó alls ekki víst að við mun-
Dagný Hrönn
Pétursdóttir