Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússneski stjórnarandstæðinguinn
Alexei Navalní var í gær vakinn upp
úr dái, en læknar við Charité-sjúkra-
húsið í Berlín höfðu haldið honum
sofandi í öndunarvél undanfarna
daga vegna gruns um að eitrað hefði
verið fyrir honum með sovéska
taugaeitrinu novichok.
Í tilkynningu sjúkrahússins sagði
að Navalní, sem er 44 ára gamall,
gæti nú brugðist við þegar hann væri
ávarpaður og ástand hans hefði
skánað. Hins vegar væri ennþá of
snemmt að meta hvaða langtíma-
áhrif yrðu af eitruninni.
Rússar neita allri sök
Þýsk stjórnvöld sögðu í síðustu
viku að herafli landsins hefði fram-
kvæmt próf sem hefði leitt í ljós
„óyggjandi sönnunargögn“ fyrir því
að eitrað hefði verið fyrir Navalní
með novichok, en sama eitur var not-
að þegar reynt var að eitra fyrir
rússneska gagnnjósnaranum Sergei
Skrípal og dóttur hans í Salisbury á
Englandi árið 2018.
Stuðningsmenn Navalnís segja
það sýna að rússnesk stjórnvöld beri
ábyrgðina á eitruninni, en Dmitrí
Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns
Rússlandsforseta, sagði í gær að það
væri af og frá. „Tilraunir til þess að
tengja Rússland við það sem gerðist
eru óviðunandi, þær eru fáránlegar,“
sagði Peskov á blaðamannafundi sín-
um í gær.
Rússneskir embættismenn hafa
sömuleiðis sakað þýsk stjórnvöld um
að vera treg til þess að deila niður-
stöðum rannsókna sinna með rúss-
neskum saksóknurum, sem nú eru
að rannsaka málið.
Þjóðverjar íhuga refsiaðgerðir
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði á sunnudaginn að
þýsk stjórnvöld myndu ræða hugs-
anlegar refsiaðgerðir ásamt banda-
mönnum sínum gegn Rússum ef
rússnesk stjórnvöld gætu ekki gefið
skýringar bráðlega á því hvað hefði
komið fyrir Navalní.
Maas nefndi meðal annars að mál-
ið gæti haft afleiðingar á Nord
Stream 2-gasleiðsluna, sem nú er
verið að leggja milli Rússlands og
Þýskalands, og sagði talsmaður
Angelu Merkel Þýskalandskanslara
í gær að hún útilokaði ekki að Nav-
alní-málið myndi hafa afleiðingar
gagnvart Nord Stream-verkefninu.
Verkefnið hefur lengi verið þyrnir
í augum Bandaríkjamanna, sem telja
bandamenn sína í Evrópu um of háða
orkugjöfum frá Rússlandi. Hafa þeir
þegar samþykkt refsiaðgerðir gegn
þeim sem taka þátt í lagningu Nord
Stream 2, en ekki beitt enn.
AFP
Nord Stream 2 Þjóðverjar íhuga nú að hætta við lagningu gasleiðslunnar.
Navalní kominn úr dái
Merkel segir koma til greina að hætta við lagningu Nord Stream 2-gasleiðsl-
unnar Kremlverjar hafna öllum ásökunum um að þeir séu viðriðnir málið
Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að
þau vildu „skýra“ betur út lykilatriði í
samkomulagi Breta og Evrópusam-
bandsins um útgönguna úr samband-
inu, einkum er snýr að tolleftirliti við
Norður-Írland og ríkisaðstoð.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, brást hart við og sagði að
slík endurskoðun myndi brjóta í bága
við ákvæði sáttmálans, og um leið
tefla fríverslunarviðræðum Breta og
sambandsins, sem nú eru sagðar á
viðkvæmu stigi, í hættu.
Talsmaður Boris Johnsons, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði að
markmið stjórnvalda væri ekki að
nema úr gildi mikilvæg ákvæði Brex-
it-sáttmálans, heldur sneri frumvarp-
ið eingöngu að „minniháttar útskýr-
ingum í mjög sértækum aðstæðum“.
Áhyggjur af landamærunum
Írsk stjórnvöld lýstu hins vegar yf-
ir áhyggjum sínum með að breyting-
arnar gætu haft í för með sér að loka
þyrfti landamærunum á milli Írlands
og Norður-Írlands á ný, og tók norð-
urírska heimastjórnin undir þær
áhyggjur.
Þá hefur Boris Johnson einnig í
hyggju að veita Evrópusambandinu
fimm vikna frest, eða til 15. október
næstkomandi, til þess að ljúka frí-
verslunarviðræðunum við Breta með
samkomulagi, en þær hafa gengið
mjög treglega. Sagði Johnson engan
tilgang í að halda viðræðunum áfram
ef enginn árangur lægi þá fyrir.
Michel Barnier, aðalsamningamað-
ur Evrópusambandsins, sagði í gær
að hann hefði áhyggjur af tíðindum
gærdagsins, og sagðist ætla að spyrja
David Frost, samningamann Breta, í
þaula út í fyrirætlanir Breta varðandi
Norður-Írland og sáttmálann.
Vara við áhrif-
um á viðræður
Bretar vilja „skýra“ ákvæði Brexit
AFP
Brexit Óttast er að breytingarnar
geti haft áhrif á landamærum.
Risastór skógareldur sem kviknaði
í Kaliforníuríki um helgina hefur
verið rakinn til svokallaðrar kynja-
veislu, þar sem gestgjafar hugðust
tilkynna um kyn barns í vændum.
Veislan heppnaðist ekki betur en
svo að flugeldur í reykvél sprakk á
röngum tíma og kveikti út frá sér.
Eldurinn er einn af mörgum sem nú
herja á ríkið, en hann er kenndur
við El Dorado. Eldurinn hefur nú
þegar eyðilagt um 2.800 hektara
lands og neytt fjölda fólks til að
yfirgefa heimili sín.
Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og
fjórar þyrlur glíma nú við eldinn og
vöruðu eldvarnir ríkisins við því að
þeir sem hefðu valdið honum gætu
átt von á sektum fyrir að hafa farið
óvarlega með eld. Ekki fylgir sög-
unni af hvoru kyni barnið verður.
BANDARÍKIN
AFP
Kalifornía El Dorado-eldurinn hefur
eyðilagt um 2.800 hektara lands.
Kynjaveisla kveikti
í Kaliforníuskógum
Dómstóll í Sádi-
Arabíu ákvað í
gær að nema úr
gildi dauðadóm
yfir fimm mönn-
um, sem höfðu
verið sakfelldir
fyrir morðið á
blaðamanninum
Jamal Khashoggi
árið 2018. Voru
sakborningarnir
þess í stað dæmdir í 20 ára fangels-
isvist ásamt þremur öðrum mönn-
um, sem fengu sjö ára dóm.
Hatice Cengiz, sem var unnusta
Khashoggis þegar hann var myrt-
ur, fordæmdi niðurstöðuna og
sagði úrskurð dómstólsins „farsa“
sem lítilsvirti réttlætið.
SÁDI-ARABÍA
Milduðu dómana
yfir morðingjunum
Jamal
Khashoggi
Tilkynnt var í gær að rúmlega 4,2
milljónir manns hefðu greinst með
kórónuveiruna á Indlandi. Er það
um 70.000 tilfellum meira en í Bras-
ilíu, en einungis Bandaríkin hafa til-
kynnt fleiri tilfelli en þessi tvö ríki.
Þar hafa nú tæplega 6,3 milljónir
manna smitast af veirunni, og 189
þúsund manns látist af völdum
hennar.
Kórónuveiran hefur nú greinst í
27 milljónum manna um allan heim,
og hefur faraldurinn lagt tæplega
890.000 manns að velli. Um 17,8
milljónir manna eru nú sagðar hafa
náð sér af veirunni.
Mörg ríki glíma nú við seinni
bylgju faraldursins, og tilkynntu
stjórnvöld á Spáni í gær að þar í
landi hefðu rúmlega 500.000 manns
fengið veiruna, en landið var eitt af
þeim sem urðu verst úti þegar fyrsta
bylgja faraldursins skall á í vor.
Spænsk stjórnvöld settu þá á ein-
hverjar ströngustu samkomu-
takmarkanir í Evrópu, en þeim hef-
ur nú verið aflétt að mestu.
Um 7-8.000 ný tilfelli hafa greinst
á dag að meðaltali síðustu fjórtán
daga í landinu, en dánartíðnin nú er
mun lægri en hún var í vor. Er það
rakið til þess að meðalaldur þeirra
sem hafa smitast á þessu tímabili er
um fertugt. Engu að síður vöruðu
spænsk stjórnvöld við því að farald-
urinn væri enn á uppleið.
Bíða enn bóluefnis
Miklar vonir hafa verið bundnar
við að bóluefni verði senn tilbúið sem
geti komið böndum á faraldurinn.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra
Bretlands, greindi frá því í gær að
framleiðsla væri þegar hafin á bólu-
efni sem lyfjafyrirtækið AstraZen-
eca hefur þróað í samstarfi við Ox-
ford-háskóla, en að dreifing þess biði
þess að bóluefnið fengi staðfestingu
eftir prófanir. Bresk stjórnvöld hafa
pantað 30 milljónir skammta af bólu-
efninu í heildina.
Hancock sagði að í besta falli
myndi prófunum bóluefnisins ljúka í
ár, en raunhæfara væri að miða við
að það gæti verið tilbúið til dreif-
ingar snemma á næsta ári.
Þá sagði Hancock að Bretar hefðu
einnig fjárfest í bóluefnum frá öðr-
um aðilum, sem einnig biðu þess að
prófunum lyki.
Næstflest tilfelli greind á Indlandi
500.000 tilfelli kórónuveirunnar á
Spáni Breskt bóluefni í byrjun 2021
AFP
Faraldur Margir vilja bóluefni.