Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Menn munaþegarrússa-
galdurinn hinn
síðari geisaði, eft-
ir að bandarískir
demókratar höfðu
soðið saman
leyniskýrslur um
að Pútín forseti Rússlands
hefði haft putta í kosning-
unum vestra og ráðið því að
Trump sigraði Hillary, sem
demókratar höfðu þó komið
sér saman um að væri hvorki
hægt né leyfilegt.
Vestrænar fréttastofur,
sem veikastar voru fyrir,
eins og sú uppi í Efstaleiti,
sem missir sig alltaf fyrst
allra, létu teyma sig á asna-
eyrunum misserum saman og
hafa sennilega ekki enn upp-
götvað hvernig farið var með
þær. Lakara var að betri
menn gleyptu næstum því
jafnhratt upplýsingar um að
rússneskir tölvuþrjótar
hefðu sett fjármuni inn á
Fésbók og þess háttar fyrir-
bæri, til að hafa áhrif á kosn-
ingarnar Trump í hag. Ef
þeir hefðu andað rólega
hefðu þeir séð að upphæð-
irnar sem um var að tefla
voru sambærilegar við það,
að færeyskir tölvuþrjótar
hefðu varið tæpum 50 þús-
und krónum til að hafa áhrif
á íslensku kosningarnar síð-
ast! Til samanburðar má
nefna að Bloomberg, sem
ætlaði sér að verða forseta-
efni demókrata, sagðist
tilbúinn að verja úr eigin
vasa sem svarar 260 millj-
örðum króna í prófkjör sitt,
og hefði þó ekki sést högg á
hans dollaravatni. Hann yfir-
keyrði alla aðra frambjóð-
endur með auglýsingum í öll-
um miðlum og fór þó á
sitjandanum út úr prófkjör-
inu og náði lítið betri árangri
en Elizabeth Warren öld-
ungadeildarþingmaður og
flokkssystir Bloombergs,
sem frægust varð fyrir að
hafa ættleitt sjálfa sig sem
indíána og notið í kjölfarið
forgangs sem beint er að of-
sóttum, til að mynda í háskól-
um „sveitaþorpanna“, sem
nýlega komu til umræðu hér.
Warren vildi verða forseti
eins og Sanders sósíalista-
foringi og Joe Biden í kjall-
aranum. Það hefði verið
skemmtilegt því þá hefði hún
ekki aðeins orðið fyrsta kon-
an til þess í Bandaríkjunum
heldur einnig fyrsti indíán-
inn, sem var ekki meiri indí-
áni en íslenskir afkomendur
Jóns Arasonar, til að verða
forseti. Warren hefur „mjög
ríka réttlætis-
kennd“ og sá þess
vegna ekki neitt
að því þótt ind-
íánablóðið rynni
úr æðum hennar
án sérstakra
hátíðarhalda lík-
ast skolvatni að
leka úr baðkeri þegar tapp-
inn er tekinn og hún varð
ómerkilegur „bleiknefji“ aft-
ur.
Rússagaldurinn var mikið
undur því að ein mesta rann-
sókn sem sett hefur verið til
höfuðs lýðkjörnum forseta
og stóð á þriðja ár fann ekki
tangur eða tetur af honum.
Eina samsærið sem banda-
rískur forseti hefur tekið
þátt í á bak við þjóð sína og
upp komst var á milli Pútíns
og Obama. Að vísu hafði Pút-
ín Medvedev að nafninu til
fyrir sig sem forseta um þær
mundir, vegna galla á rúss-
nesku stjórnarskránni sem
nú hafa verið lagfærðir.
Obama hvíslaði því úti í
horni, fjarri öllum blaða-
mönnum, að hann gæti ekki
orðið við beiðni þeirra í
Kreml í aðdraganda kosn-
inga. En þegar hann hefði
lokið þeim af hefði hann
miklu frjálsari hendur til
þess! Medvedev „forseti“
svaraði sem svo: Ég læt
Vladimir strax vita um þetta.
En svo vildi til að hljóð-
upptökumaður sem var tugi
metra frá þessu valdahvísli,
þar sem samsærisbræður
virtu ekki einu sinni 50 senti-
metra reglu sóttvarnalæknis,
hafði langt rör sem beina
mátti að vörum valdsins og
hann náði leynispjallinu upp
á band. Þeir, sem hafa fylgst
með rússagaldrinum síðari,
telja sig vita að hefðu slíkar
eða aðrar eins yfirlýsingar
náðst frá Pútín og Trump
hefði sá síðarnefndi ekki far-
ið í framboð nú.
Valdamestu stjórnmála-
menn heims hafa lært af mis-
tökum Obama og Medvedevs.
Fróðlegt er mjög að horfa á
forsíðumynd vefs Der Spieg-
el þar sem Merkel kanslari
Þýskalands er að ræða við
Pútín forseta, sem eitt sinn
var einn helsti yfirmaður
KGB í landi æsku hennar og
drauma, Austur-Þýskalandi.
Merkel heldur hendi sinni
tryggilega við hlið munnsins
og ætlar augljóslega að
tryggja að enginn með löng
rör taki upp eða fái sérfræð-
inga til að lesa varamálið.
Enda líklegast að þau séu að
ræða miklu lengri og víðari
rör og í alla staði gasaleg.
Það er síðari tíma
kenning að leiðtogar
sem leggja í langa
för til viðræðna
megi ekki talast við
nema snápar hleri}
Málheftir valdsmenn
U
ndanfarin ár hef ég ítrekað gert
tilraun til að vekja athygli
stjórnvalda á því ástandi sem
ríkt hefur um árabil á fjöl-
skyldusviði sýslumannsins á
höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem bitnar
harkalega á börnum en því miður þá fylgja
efndir ekki fögrum orðum stjórnvalda um úr-
bætur.
Mér varð hugsað til þessa þegar ég sá aug-
lýsingamyndband dómsmálaráðherra sem
dreift er á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þar
er sérstaklega vikið að fjármagni til sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu til að stytta
málsmeðferðartíma á fjölskyldusviði og ákvað
ég því að skoða framfarirnar vegna aðgerða
ráðherra. Hvort eitthvað væri að þokast í átt að
mannúðlegri málsmeðferð í málefnum barna
hjá embættinu.
Nú má ekki misskilja mig á þann hátt að ég telji starfs-
fólk fjölskyldusviðs ekki vera að sinna sínum störfum,
heldur hef ég einfaldlega bent á að undanfarin ár hefur
embættið og þá sérstaklega fjölskyldusviðið verið það
undirmannað að það hafi bitnað verulega á hagsmunum
og réttindum barna.
Rétt er að rifja upp að fjölskyldusvið annast hvers kyns
ágreiningsmál er varða forsjá og lögheimili barna, um-
gengni og meðlag en einnig ættleiðingarmál af öllu land-
inu sem og mál er varða andlát og dánarbú. Eins og stað-
an er í dag, í byrjun septembermánaðar 2020, þá hafa mál
sem bárust embættinu um forsjá, lögheimili og umgengni
eftir 12. mars sl. enn ekki verið tekin til um-
fjöllunar. Þetta þýðir að ef foreldra greinir á
um t.d. umgengni barns við annað foreldri eða
hvar barn á að búa og hafa leitað með þann
ágreining til sýslumanns þann 13. mars sl. þá
hefur málið ekki enn komist til fulltrúa til
fyrsta fundar. Við verðum einnig að hafa í
huga að þegar mál komast loksins til fulltrúa
sýslumanns, eftir a.m.k. 6 mánaða bið, þá taka
við nokkrir fundir með foreldrum, ýmist sam-
an eða hvoru í sínu lagi. Ef ekki tekst að sætta
mál hjá fulltrúa tekur við sáttameðferð hjá
sáttamanni. Í barnalögum verður að hafa sótt
sáttameðferð áður en úrskurðar eða dóms er
krafist um forsjá, lögheimili, umgengni, dag-
sektir eða aðför. Foreldrar hafa ekki val held-
ur verða þau að fara í sáttameðferð. Á landinu
öllu eru nú fimm stöðugildi sáttamanns en
voru til 1. ágúst sl. fjögur. Fimm stöðugildi í 360 þúsund
manna samfélagi. Þessi ákvörðun stjórnvalda leiðir til
þess að mál á fjölskyldusviði sem varða börn, og bárust
eftir 16. október 2019, eða síðastliðna 11 mánuði, hafa ekki
enn verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum. Þau eru
bara á bið. Það blasir við að grunntengslamyndun barns
sem ekki fær að vera í reglulegri umgengni við foreldri
sitt skaðast varanlega á þessum langa tíma og þar bera
stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld verða að gera betur þegar
kemur að þessum málaflokki. Ekki láta börnin bíða.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ekki láta börnin bíða
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kæra Samherja til siða-nefndar Ríkisútvarpsinsvegna ætlaðra brota 11starfsmanna þess á siða-
reglum Rúv. hefur vakið mikla at-
hygli og sýnist sitt hverjum, einatt
með tilliti til þess sem um var deilt
eða afstöðunnar til Samherja, sem
getur verið upp og ofan.
Það þarf þó hvorki að taka efn-
islega afstöðu til kæruliða Samherja
né brjóta til mergjar hvaða skoðanir
starfsmanna Rúv. voru þar átaldar
til að sjá að þeir höfðu að engu fyrir-
mæli siðareglna um að þeir tækju
ekki opinberlega afstöðu í hita-
málum á félagsmiðlum.
Vel má spyrja hvaða gildi siða-
reglurnar hafa þegar vænn fjöldi
starfsmanna, þ.á m. stjórnendur,
skeytir ekki um þær og yfirstjórnin
vanrækir að framfylgja þeim.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær telur nýr útvarpsstjóri
breska ríkisútvarpsins BBC að trú-
verðugleiki þess hafi beðið hnekki
vegna framgöngu starfsmanna á fé-
lagsmiðum og hyggst framfylgja
hlutleysisreglum þar að lútandi af
hörku. Ekki er að efa að Stefán Ei-
ríksson útvarpsstjóri hefur fylgst
með þeirri umræðu.
Vandræðaskjalið mikla
Þessi mál hafa þó vafist nokkuð
fyrir útvarpsstjóra, eins og vel sást í
sérstakri yfirlýsingu hans vegna
ásakana í sjónvarpsþætti Samherja
á YouTube á hendur Helga Seljan,
sem að miklu leyti snerust um eðli
og efni lykilskjals í umfjöllun Kveiks
2012, en það var jafnframt tilefni
rannsóknar Seðlabankans á Sam-
herja eftir ábendingu Kveiks.
Þar hafnaði útvarpsstjóri öllum
ásökunum, en síðan hefur komið í
ljós að umrætt plagg var hvorki
opinber skýrsla né í fórum Rúv. Út-
varpsstjóri er reyndur embættis-
maður, svo erfitt er að skilja af
hverju hann var svo afdráttarlaus
um það, sem hann gat ekki haft mik-
ið fyrir sér um. Og síðan var sagt
sitt á hvað að skjalið væri til eða
ekki, að Seðlabankanum hefði verið
afhent afrit af því eða frumskjalið.
Hvers vegna var allur þessi
feluleikur um lykilskjal málsins, sem
varð kveikjan að rannsókn Seðla-
bankans, þótt ekki væri það með í
málsskjölum þegar til kastanna kom
fyrir dómi? Um það er erfitt að full-
yrða, en líklegasta skýringin er
sjálfsagt örstutt athugasemd starfs-
manns Verðlagsstofu skiptaverðs í
lok þess. Í Kveik var aðeins vitnað
til fyrstu setningarinnar en ekki
niðurlagsins, svo áhorfendur fengu
beinlínis villandi mynd af mati
starfsmannsins. Það ber ekki vott
um vönduð vinnubrögð eða fram-
setningu, svo vægt sé til orða tekið.
Siðanefndin sem hvergi finnst
Fram hefur komið að siðanefnd
Rúv. hafi ekki verið skipuð í rúmt
ár, þar sem verið væri að endur-
skoða siðareglurnar, sem þó voru
ekki nema þriggja ára gamlar.
Upphaflega var ráðgert að endur-
skoðuninni lyki í fyrrahaust, en
tæpu ári síðar bólar ekkert á siðbót-
inni.
Það er þó ekki svo að siðaregl-
urnar hafi verið upp hafnar og út-
varpsstjóri bíður þess nú að fá til-
nefningar starfsmannafélags Rúv.
og Siðfræðistofnunar, en hann mun
þá skipa formann hennar án tilnefn-
ingar. Hitt er svo annað mál hvort
kærandi muni una þeim vinnubrögð-
um. Við blasir að Samherji treysti
Rúv. ekki til þess að taka málefna-
lega á kvörtunum og leitaði því til
siðanefndar. Hætt er við því að fé-
lagið treysti því varlega að glæný
siðanefnd, sem skipuð er eftir á, sér-
staklega fyrir þessa tilteknu kæru,
fjalli af sanngirni um hana; siða-
nefnd þar sem innanhússfólk í
Efstaleiti ræður meirihlutanum.
Þetta mál kann að reynast próf-
raun bæði fyrir Ríkisútvarpið og
Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.
Ekki er sjálfgefið að ríkisvaldið reki
fjölmiðil fyrir almannafé og enn síð-
ur að það reki fréttastofu. Þar er
enda reglan sú að mjög ríkar kröfur
eru gerðar til hlutleysis, sanngirni
og vandaðra vinnubragða. En þegar
ekki er hirt um að framfylgja lögum
og siðareglum er voðinn vís. Þá
reynir sérstaklega á útvarpsstjóra,
hvort hann standi með eigendunum
eða starfsmönnunum.
Siðir og siðareglur
Ríkisútvarpsins
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisútvarpið Aðfinnslur vegna vinnubragða og kærur vegna athuga-
semda fréttamanna á félagsmiðlum kalla á viðbrögð útvarpsstjóra.
Siðareglur Ríkisútvarpsins
4. mgr. 3. gr.:
„Starfsfólk, sem sinnir umfjöll-
un um fréttir, fréttatengt efni
og dagskrárgerð, tekur ekki
opinberlega afstöðu í umræðu
um pólitísk málefni eða um-
deild mál í þjóðfélagsumræð-
unni, þ.á m. á samfélags-
miðlum.“