Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Á fallegum degi Þótt haustið vofi yfir blessar sólin landsmenn öðru hvoru með geislum sínum líkt og hún gerði í Þórsmörk nýverið. Sólin mun skína víða um land í dag samkvæmt Veðurstofunni. Kristinn Magnússon Hinn 26. mars sl. beindi ég eft- irfarandi spurningu til fjármála- ráðherra: „Hversu margir starfsmenn ráðuneyta og stofnana þeirra láta af störfum fyrir aldurs sakir á ár- unum 2020, 2021 og 2022 miðað við gildandi reglur um starfslok vegna aldurs? Svar óskast sund- urliðað eftir árum.“ Svar kom loks 17. ágúst, rúm- um fjórum mánuðum síðar. Í svarinu kemur m.a. fram að til ársins 2022 munu tæplega 2.000 ríkisstarfs- menn ná lífeyristökualdri en fram kemur í svarinu að algengast sé að þá hefji fólk lífeyr- istöku eða við 67 ára aldur. Af þessum hópi munu 726 manns ná 70 ára aldri og láta af störfum. Miðað við svarið er ólíklegt að margir myndu óska þess að starfa lengur en það getur verið hagkvæmt að nýta starfskrafta opinberra starfsmanna fram yfir sjötugt. Ekki má heldur gleyma því að það getur verið kostur að liðka frekar fyrir flutningi starfs- manna milli starfa innan stjórn- sýslunnar. Á næstu tveimur árum munu því tæplega 2.000 ríkisstarfs- menn ná sextíu og sjö ára aldri og í því felast tækifæri til hagræðingar. Ef við horfum eingöngu til þess hóps sem nær 70 árum á þessum tíma, 726 manns, og gefum okkur að hvert starf þeirra kosti fimm- tán milljónir króna (sumir segja að það sé nærri tuttugu milljónum) er kostnaður við þessi 726 störf tæpir 11 milljarðar króna á tímabilinu. Nú geri ég mér grein fyrir því að vafasamt er að fullyrða að hægt sé að sleppa því að ráða í stað allra þessara tvö þúsund einstaklinga en ef það væri hægt væri sparnaður ríkissjóðs um þrjátíu milljarðar króna á tímabilinu m.v. þess- ar forsendur. Við höfum kynnst því á síðustu mánuðum að við getum verið fljót að læra á nýja tækni og laga okkur að breyttu umhverfi. Tæknin mun halda áfram að þróast og breyta störfum og í því felast ýmis tækifæri til nýrra starfa, hag- ræðingar o.fl. Þetta eru miklir fjármunir og jafnvel þótt einungis hluti þeirra sparist munar um það. Fjármálaráðherra ætti því að taka það til skoðunar hvar hægt er að fækka störfum, út- vista verkefnum til einkaaðila, nýta tækni, samstarf og sameiningar til að minnka báknið og spara í sameinginlegum sjóðum lands- manna. Hér má finna slóð á fyrirspurnina og svarið: https://www.althingi.is/altext/150/ s/1840.html Eftir Gunnar Braga Sveinsson »Miðað við þetta þá er kostnaður við þessi 726 störf tæpir 11 milljaðar króna á tímabilinu. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. Er hægt að spara 30 milljarða til ársins 2022? Þótt lífskjör hafi óumdeilan- lega aldrei verið betri á Vestur- löndum má færa fyrir því rök að hið vestræna samfélag sé á sum- um sviðum komið á nokkuð vafa- sama vegferð sem kann, líkt og hjá Rómverjum til forna, að enda með hnignun. Offita er góður mælikvarði á leti, ágirnd, græðgi og nautna- sýki en um er að ræða fjórar af sjö höfuðsyndum Biblíunnar. Hinar þrjár eru dramb, öfund og reiði. Samfélagsmiðlar mæla þær líklega á pari við þyngdarstuðulinn þessa dagana og þar mælist ekki vel. Sumt er erfitt að tengja en tengist þó Af öllu vondu er þó allra verst sinnuleysi og í sumum tilfellum óvirðing hinnar nýju og ungu „krúttkynslóðar“ stjórnmálanna gagn- vart því sem má nefna þjóðararfinn. Hér er meðal annars átt við fullveldið, þjóðarupp- runa, þjóðareinkenni, kirkjuna, nátt- úruauðlindir, jarðnæði, tungu, menningu, venjur og gildi. Einar Benediktsson benti fal- lega á í því samhengi að; ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. Virðing fyrir þjóðararfinum tengist djúpum tryggðarböndum þeirri vitneskju um að ekki megi tefla í tvísýnu hinum allra viðkvæmustu og mikilvægustu gildum okkar um frelsi manna. Verði undanhald þar á getur slíkt leitt til alls konar ranghugmynda og jafnvel ógnað lýðræðinu og sjálfu réttarríkinu. Við sjáum vottinn af slíku í upp- risu hins menningarlega umróts og meðfylgjandi skemmdarverka – meðal annars á gömlum stytt- um – þar sem mörk skynsemi og siðferðislegt gildismat öfga- manna hafa verið afmáð með mjög svo varhugaverðum hætti. Slíkt hefur reyndar verið elds- neyti margra byltinga enda reiða byltingar sig allar á lögleysu fjöldans undir formerkjum hinnar borg- aralegu óhlýðni sem sækir réttlætingu um- rótsins í að tilgangurinn helgi auðvitað með- alið. Kaldrifjað morð á rússnesku keisarafjölskyldunni er hægt að nefna og í framhaldinu þá sviðnu jörð sem bylting sósíal- ista skyldi eftir sig um heim allan. Frelsið er viðkvæmt og vandmeðfarið. Jafn- framt að frelsinu sé beitt með þeim hætti að það skilji eftir sig fegurð, traust og sannfær- ingu um bjarta framtíð. Eignarrétturinn er þar meginhvati ábyrgðar og skyldurækni en til þess að vitundavakning fyrir mikilvægi eignarréttarins geti fengið að blómstra þurfa landsmenn og sér í lagi hin unga kynslóð landsmanna að hafa möguleika á því að eign- ast eignir. Það mætti varpa fram þeirri spurn- ingu hvort sá sem ekkert á og ekkert getur eignast sé raunverulega frjáls og gæti verið ginnkeyptari fyrir bjagaðri sýn á frelsi eða eignarétt annarra. Það að erlendir auðmenn geti keypt upp landsins gæði og með þeirri háttsemi keyrt upp vafasama jarðeignabólu mun óhjákvæmi- lega skekkja samkeppnisstöðu landsmanna til að eignast jarðir. Sömu lögmál gilda um aðrar mikilvægar eignir og eru stundum kölluð lög- mál markaðarins. Við sem aðhyllumst hin kap- ítalísku sjónarmið getum af þessum ástæðum ekki vísað frá okkur þeirri spurningu hvað gerist ef kynslóðir Íslendinga geta ekki eign- ast eignir og hvernig við getum í raun óskað eftir stuðningi þeirra. Í þessari valþröng felast mörg þau ádeiluefni sem geta komið illilega í bakið á okkur og sérstaklega ef stjórnmála- menn þjóðarinnar þora ekki að takast á við hana. Sama má segja um hinn dýpri skilning á uppsprettu trausts til nágrannans og mikil- vægi þess trausts sem burðarstoð friðsældar. Afleiðingin kann að verða fjölgun þeirra sem kjósa yfir sig vafasama stjórnarhætti, sið- rof og ófriður. Þetta er lítið rædd en mikilvæg röksemd fyrir varðstöðu okkar hægri manna þegar kemur að þjóðararfinum; að ógleymdum minna ræddum málum sem ekki síður skipta máli eins og afstöðu til fóstureyðinga, manna- nafnahefðar, helgidagafriðar, byggingarlistar og borgarskipulags svo fá dæmi séu nefnd. Í þessu samhengi verður að halda til haga að háttsemi þegnanna mótast af fleiru en erfða- vísum eins og óstjórnarlönd ættu að veita vitn- eskju um. Ef mannréttindi og siðferði væru manninum í blóð borin væri friðsæld ríkjandi alls staðar í heiminum. Sjálfstæðisstefnan Þeir sem hafa lesið ræður og rit þeirra sem mótuðu sjálfstæðisstefnuna vita að Sjálfstæð- isflokkurinn er reistur á óumsemjanlegum gildum um frjálsa þjóð í frjálsu landi. Hér er átt við sigursæla stofnendur flokksins og þá miklu leiðtoga sem fylgdu eftir endurreisn lýðveldisins og mótuðu Sjálfstæðisflokkinn í kringum hug og hjörtu landsmanna á þeim tímum þegar flokkurinn gegndi að auki mik- ilvægu hlutverki þess pólitíska afls sem sá til þess að sál þjóðarinnar yrði ekki umrótsöflum að bráð. Þau gildi sem rætt er um mætti einnig orða sem svo að búið sé svo um samfélagið að þegn- arnir séu sem sjálfstæðastir í sínu lífi, að þjóð- ararfurinn sé varðveittur og að haldinn sé sér- stakur vörður um fullveldið. Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð eins og segir í ljóðinu. Þaðan kemur kennimerkið sem kennt er við íhald enda er Sjálfstæðisflokkurinn reistur á hugmyndafræði varðveislustefnunnar sem er svo samofin hugmyndafræðinni um frelsið að ekki verður þar aðskilið án þess að stefna bæði frelsi og friðsæld í voða. Eftir Viðar Guðjohnsen » Verst er sinnuleysi og í sumum tilfellum óvirðing hinnar nýju og ungu „krútt- kynslóðar“ stjórnmálanna gagnvart því sem má nefna þjóðararfinn. Viðar Guðjohnsen Varðveisla hins mikilvæga Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.