Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
✝ Sigrún Jak-obsdóttir fædd-
ist í Holti á Látra-
strönd í Grýtu-
bakkahreppi 28.
maí 1934. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 1. sept-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob
Gunnlaugsson, f. 5.
febrúar 1903, d. 6.
desember 1992, og Klara Jó-
hannsdóttir, f. 8. nóvember
1900, d. 30. september 1968.
Systkini Sigrúnar: 1) Ingólfur
Reynald Halldórsson, f. 22. febr-
úar 1920, d. 24. maí 1991, þau
voru sammæðra. 2) Sigríður
Kristín, f. 5. október 1925, d. 28.
apríl 2010. 3) Þóra, f. 26. júní
1927, d. 15. janúar 1931. 4) Elín
ömmubörn Sigrúnar eru átján
og langalangömmubörnin eru
tvö. Sigrún og Benedikt slitu
samvistum.
Sigrún ólst upp í Holti á
Látraströnd hjá foreldrum sín-
um. Hún lauk skólagöngu sinni í
Grenivíkurskóla. Eftir fermingu
fór Sigrún að heiman og hóf að
vinna fyrir sér, m.a. á bænum
Hvammi og einnig á Akureyri.
Sautján ára gömul flutti Sigrún
til Reykjavíkur og vann þar við
þjónustustörf uns hún kynntist
verðandi eiginmanni sínum,
Benedikt Björnssyni. Þau hófu
búskap sinn á Öldugötu 25 í
Hafnarfirði en byggðu síðan hús
ásamt foreldum Sigrúnar á
Móabarði 6 í Hafnarfirði. Eftir
að Sigrún og Benedikt skildu
bjó hún þar áfram ásamt for-
eldrum sínum eða þar til hún
flutti í Hátún 10 í Reykjavík. Þar
bjó hún í 46 ár. Síðustu sex árin
bjó Sigrún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8.
september 2020, klukkan 13.
Jóna, f. 2. apríl
1930, d. 11. janúar
1931. 5) Þóra Elín
Jóna, f. 9. mars
1932. 6) Þórdís, f.
19. mars 1937,.7)
Gunnlaug, f. 20.
febrúar 1940.
Sigrún giftist
Benedikt Björns-
syni 1. nóvember
1952. Þau eignuð-
ust þrjú börn: 1) El-
ín, f. 31. janúar 1953, gift Gylfa
Ragnarssyni, börn þeirra eru
Kolbrún, Birgir Örn og Íris
Björk. 2) Björn, f. 3. september
1955, kvæntur Þórdísi Guð-
mundsdóttur, börn þeirra eru
Halldóra Kristín, Ingibjörg og
Benedikta. 3) Guðbjörg, f. 19.
júní 1957. Börn hennar eru
María og Rakel Eyja. Lang-
Elsku mamma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elín, Björn og Guðbjörg.
Mín fyrsta minning af ömmu
var þegar hún sendi okkur pakka
til Spánar með kassettuspólu sem
hún hafði talað inn á á sinn sér-
staka og skemmtilega máta, orðin
sem ég man eftir af spólunni voru
„elsku hjartans Guðbjörg mín
þetta er hún móðir þín“.
Þegar ég var lítil stelpa vissi ég
ekkert betra en að hafa ömmu
Rúnu í heimsókn, en hún kom oft
og iðulega til okkar og dvaldi hjá
okkur í nokkra daga. Amma fyllti
húsið af svo miklu hlýju og ást að
það kostaði alltaf sáran grátur
þegar hún fór aftur heim til baka.
Amma bar alltaf hagsmuni
annarra fyrir brjósti og hafði allt-
af meiri áhyggjur af öllum öðrum
en sjálfri sér og vildi allt fyrir alla
gera. Kjarkur hennar og þraut-
seigja var aðdáunarverð þrátt
fyrir oft erfið veikindi. Börnin
hennar og barnabörn voru henni
allt.
Amma bjó lengi vel í Hátúninu,
þar sem hún hafði hreiðrað um
sig á þann hátt sem henni einni
var lagið. Íbúðin hennar var eins
og lítið dúkkuhús, alltaf svo
hreint og alltaf svo fallegt. Þar
hafði amma búið sér til sinn eigin
litla heim þar sem henni fannst
best að fá að vera í örygginu sínu
og hlusta á útvarpið sitt, en oftast
þegar maður barði að dyrum
mátti heyra tónlist í útvarpinu í
gegnum dyrnar og ömmu syngja
hástöfum með.
Amma elskaði að syngja og var
alveg með ólíkindum hversu vel
hún mundi lög og vísur. Eitt sinn
söng amma inn á símann hjá mér
tvö barnalög, dansi dansi dúkkan
mín og Stína og brúðan. Það er
svo sem ekki í frásögur færandi
nema bara fyrir það að þessi fal-
legi söngur hennar inni á síman-
um var það eina sem gat huggað
tveggja mánaða gamlan drenginn
minn hann Reyni Leo þegar hann
glímdi við mikil grátköst vegna
kveisu. Það brást ekki að söng-
urinn hennar ömmu í símanum
náði alltaf að hugga drenginn og
snarþagnaði hann í hvert skipti
við að heyra röddina hennar.
Amma var alltaf svo vel tilhöfð
þrátt fyrir að vera ein heima svo
dögum skipti. Hún bar alltaf fal-
legt skart og var ávalt fallega
klædd þegar maður kom að heim-
sækja hana. Hún var líka mikill
húmoristi og elskaði að gantast
og hlæja og eru ófáar stundirnar
sem við höfum hlegið saman og
fíflast.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn, Gabríelu, var eins og eitt-
hvað gerðist innra með ömmu.
Ástin á barninu var þvílík og varð
eins og hálfgerður drifkraftur
fyrir ömmu að halda áfram og
vera til staðar fyrir hana. Amma
dvaldi oft löngum stundum heima
hjá okkur Gabríelu og má kannski
segja að við þrjár höfum verið
eins og lítil fjölskylda. Með ömmu
og Gabríelu mynduðust sterk
bönd sem erfitt er að útskýra,
sem héldust fram til hennar síð-
asta dags. Amma leit á Gabríelu
nánast sem sitt eigið barn og veit
ég hversu mikils virði það var
henni að fá að eiga Gabríelu með
mér eins og við orðuðum það
stundum okkar á milli. Árin sem
við vorum oft þrjár heima eru
mér svo kær og minnisstæð og
eins og í æsku minni fyllti amma
húsið okkar af hlýju og kærleik og
var alltaf erfitt þegar hún fór
heim til baka. Við vissum þó að
hún kæmi alltaf til okkar aftur.
Það er því okkur afar erfitt og
þungbært að kveðja hana í hinsta
sinn. Missirinn er mikill og sár og
erum við ömmu eilíflega þakklát-
ar fyrir allt sem hún gerði fyrir
okkur. Eins og segir í uppáhalds-
laginu hennar ömmu Rúnu, Rós-
inni:
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þín
María.
Meira: mbl.is/andlat.
Við systur viljum minnast
ömmu okkar með fáeinum orðum,
ömmu Rúnu eins og hún var alltaf
kölluð. Amma lést 86 ára að aldri
á Landspítalanum aðfaranótt
þriðjudagsins 1. september eftir
stutt veikindi sem höfðu betur.
Þrátt fyrir að amma hafi glímt
við erfið veikindi frá unga aldri þá
átti hún alltaf til fallegt bros og
hlýju handa okkur börnunum og
lumaði á Nóa Siríus-súkkulaði í
veskinu til að gleðja okkur. Heim-
sóknirnar á fallega heimilið henn-
ar í Reykjavík voru ógleymanleg-
ar fyrir okkur börnin því
móttökurnar voru ávallt eins og
von væri á konunglegum gestum,
hún naut þess að dekra við okkur
barnabörnin. Við minnumst þess
sérstaklega hve barngóð hún var
og stolt af sínu fólki. Amma fylgd-
ist alltaf vel með börnunum sínum
þremur og okkur öllum og hafði
mikinn áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur. Við fundum
vel hversu stolt hún var af okkur
öllum. Heimilið hennar var alltaf
til fyrirmyndar, með eindæmum
snyrtilegt og hver hlutur átti sinn
stað. Amma hefur í gegnum tíðina
verið dugleg að hringja í ættingja
sína og systur til að halda tengsl-
unum. Þótt okkur sem unglingum
hafi oft þótt símtölin heldur löng
þá eru þau okkur mjög dýrmæt
minning.
Það er alltaf sárt að kveðja ást-
vini en við eigum minningar um
ömmu Rúnu sem var okkur alltaf
svo góð og munum njóta þeirra
áfram og deila öllu því dýrmæta
sem við lærðum af henni með
okkar börnum. Elsku amma
Rúna, lífið leggur fyrir okkur ým-
is verkefni. Þú kenndir okkur
margt um lífið og tilveruna og ef
til vill meira en þig gæti órað fyr-
ir, það verðum við ávallt þakklát-
ar fyrir. Við viljum kveðja þig
með orðum úr ljóði eftir Sigur-
björn Þorkelsson:
Þú verður tekinn í fang
hinna himnesku hersveita
sem færa þér frið
sem þú skildir ekki áður,
en upplifðir um stundarsakir,
ár eftir ár,
en færð nú
að þreifa á og njóta
um eilífð.
Ástarkveðja
Hvíldu í friði
Halldóra (Dóra),
Ingibjörg (Inga) og
Benedikta (Benna).
Elsku Rúna systir hefur kvatt
þennan heim, södd lífdaga. Í
æsku lékum við okkur saman að
leggjum og skel, áttum bú við
stóran stein og hlupum um tún og
móa. Útsýnið frá Holti var ein-
stakt; Eyjafjörðurinn og fagur
fjallahringur blasti við, Hrísey á
miðjum firðinum og Kaldbakur
hár og tignarlegur reis yfir
Látraströndinni þar sem býlin
kúrðu undir hlíðum fjallanna.
Elsku Rúna var hress og kát,
hnyttin í svörum, söngelsk og
naut þess að fara á næstu bæi og
fá fréttir og segja sögur.
Við hjálpuðum til við sveita-
störfin og ung fór hún að vinna á
sumrin á öðrum bæjum og við
beitingu á Grenivík, en þar var
bátaútgerð. Eftir fermingu var
algengt að fara að vinna fyrir sér.
Við vorum fimm systurnar;
Sigga, Þóra, Rúna, Dísa og ég
yngst. Elsku Rúna fór alveg að
heiman 15 ára gömul í vist til Ak-
ureyrar. Hún þótti dugleg og
vandvirk. Það var mikið ævintýri
fyrir hana að fara úr fásinninu á
æskuslóðum til Akureyrar. Það
var hátíð í Holti þegar hún kom í
heimsókn, sagði okkur sögur frá
„stórborginni“ og færði okkur
smá gjafir.
Suður flutti hún svo 17 ára til
Siggu systur, sem var gift í Hafn-
arfirði, en Þóra bjó í Reykjavík.
Elsku Rúna fann ástina fljótt og
gifti sig 18 ára og eignaðist fyrsta
barnið tæplega 19 ára. Foreldrar
okkar fluttu með okkur Dísu til
Hafnarfjarðar 1952. Það var ynd-
islegt í Hafnarfirði og stutt milli
heimila og daglegur samgangur.
Árin líða og börnin orðin þrjú
hjá elsku Rúnu og Benedikt. Árið
1957 eigum við heima í fallegu
húsi á Móabarði 6, sem þau hjón
og foreldrar okkar byggðu sam-
an. Ekki fer allt að óskum og þau
hjón slíta samvistum. Erfið ár
taka við hjá Rúnu minni, veikindi,
sorg og söknuður. Seinna býr hún
ein í Reykjavík árum saman, allt
þar til hún fór á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 80 ára. Heilsunni hrakaði
ár frá ári og hún andaðist á Land-
spítalanum í Fossvogi 1. septem-
ber síðastliðinn.
Ég kveð þig, elsku systir, með
kvöldbæn, sem hjartans móðir
okkar las með okkur í æsku:
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Gunnlaug (Gulla systir).
Ó, minning, minning.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan fjarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr)
Ég þakka alla æskuleikina
okkar.
Elsku systir, sofðu rótt.
Þóra.
Sigrún
Jakobsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
STEFÁN VALDIMARSSON,
áður til heimilis á Langholtsvegi 35,
Reykjavík,
lést föstudaginn 4. september á
hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn.
Sigurlaug Stefánsdóttir Steinþór Tryggvason
Hallsteinn Stefánsson Irene Mpofu
Guðrún Stefánsdóttir
Anna Stefánsdóttir
Valdimar Stefánsson Steinunn Sesselja Daníelsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Álfaskeiði 58, Hafnarfirði,
sem lést þriðjudaginn 25. ágúst, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 10. september klukkan 13.
Guðjón Þorkelsson Sesselja G. Sigurðardóttir
Magnús Þorkelsson Guðrún Ásmundsdóttir
Íris Þorkelsdóttir Friðrik Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÍRIS INGIBERGSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Grund,
andaðist fimmtudaginn 3. september.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 11. september klukkan 11.
Ingibergur Óskarsson Anette Mogensen
Oddfríður Ósk Óskarsdóttir Guðmundur Svavarsson
María Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HANNES HARALDSSON
vélvirkjameistari,
Furulundi 47, Akureyri,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
þriðjudaginn 1. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
11. september klukkan 13.30. Vegna aðstæðna verða
fjöldatakmarkanir í kirkjunni en athöfninni verður streymt.
https://www.facebook.com/utfariraakureyri
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu.
Guðrún Guðmundsdóttir
Haraldur Örn Hannesson Björk Birkisdóttir
Guðmundur H. Hannesson Herdís Arnórsdóttir
Gauti Már Hannesson Brynja Eysteinsdóttir
Sverrir Hannesson
Hannes Rúnar Hannesson Vilborg Einarsdóttir
Eðvarð Þór Eðvarðsson
afabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG ALBERTSDÓTTIR
frá Bæ í Trékyllisvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 28. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 10. september klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á lokaðri síðu, þeir sem óska eftir
aðgangi hafi samband við aðstandendur.
Björn Guðmundur Torfason Bjarnheiður Júlía Fossdal
Óskar Torfason Guðbjörg Hauksdóttir
Snorri Torfason Inga Dóra Guðmundsdóttir
Ragnar Torfason Erna Guðrún Gunnarsdóttir
Fríða Torfadóttir Jón Magnús Kristjánsson
Guðbrandur Torfason Dóra Björg Jónsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma, langalangamma,
SOFFÍA KARLSDÓTTIR,
leikkona og revíusöngkona,
Kópubraut 20, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
6. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón H. Jónsson
Björg K.B. Jónsdóttir Óðinn Sigþórsson
Kristín G.B. Jónsdóttir Þórólfur Halldórsson
Jón H. Jónsson
Karen H. Jónsdóttir Vilhjálmur S. Einarsson
Dagný Þ. Jónsdóttir
Halldóra V. Jónsdóttir
Ragnheiður E. Jónsdóttir Marco Mintchev
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGFRÍÐUR NIELJOHNÍUSDÓTTIR,
lést á heimili sínu föstudaginn
4. september. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
10. september klukkan 11.
Ólöf Guðmundsdóttir Jón Heiðar Gestsson
Ársæll Guðmundsson Gunnhildur Harðardóttir
Helga Gottfreðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn