Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Lengjudeild karla
Grindavík – ÍBV ....................................... 1:1
Þór – Keflavík ........................................... 1:3
Staðan:
Fram 14 9 4 1 33:19 31
Keflavík 13 8 3 2 41:20 27
Leiknir R. 14 8 2 4 33:19 26
ÍBV 14 6 7 1 25:16 25
Grindavík 13 5 6 2 27:23 21
Þór 14 6 2 6 26:25 20
Vestri 14 5 4 5 19:20 19
Afturelding 14 4 3 7 28:23 15
Víkingur Ó. 14 4 3 7 19:32 15
Þróttur R. 14 3 2 9 11:27 11
Leiknir F. 14 3 2 9 15:32 11
Magni 14 2 2 10 15:36 8
3. deild karla
KFG – Augnablik ..................................... 1:0
Elliði – Ægir ............................................. 1:0
Staðan:
KV 14 10 1 3 38:20 31
Reynir S. 14 9 2 3 41:25 29
Augnablik 14 6 4 4 30:26 22
KFG 14 6 4 4 28:24 22
Tindastóll 14 5 5 4 25:29 20
Sindri 14 5 4 5 27:32 19
Vængir Júpiters 14 5 3 6 21:23 18
Elliði 14 5 2 7 25:28 17
Ægir 14 4 4 6 22:27 16
Höttur/Huginn 14 4 3 7 22:24 15
Einherji 14 4 2 8 23:36 14
Álftanes 14 2 4 8 23:31 10
Lengjudeild kvenna
Víkingur R. – Haukar .............................. 2:0
Staðan:
Tindastóll 12 10 1 1 34:5 31
Keflavík 12 8 3 1 32:12 27
Haukar 11 6 2 3 18:11 20
Grótta 12 5 4 3 15:16 19
Afturelding 11 5 3 3 15:13 18
Víkingur R. 12 3 3 6 15:22 12
Augnablik 11 3 3 5 15:25 12
ÍA 11 1 6 4 16:19 9
Fjölnir 12 2 1 9 7:24 7
Völsungur 10 1 0 9 5:25 3
2. deild kvenna
HK – Álftanes ........................................... 3:2
Staðan:
HK 12 10 0 2 42:7 30
Grindavík 10 6 2 2 23:10 20
Fjarð/Hött/Leikn. 11 6 2 3 24:19 20
Hamrarnir 12 5 3 4 18:17 18
Álftanes 9 4 1 4 16:25 13
ÍR 12 2 4 6 23:29 10
Sindri 11 3 1 7 16:25 10
Hamar 10 3 1 6 14:27 10
Fram 11 1 4 6 20:37 7
Þjóðadeild UEFA
A-deild, 1. riðill:
Bosnía – Pólland ....................................... 1:2
Holland – Ítalía......................................... 0:1
Ítalía 4 stig, Holland 3, Pólland 3, Bosnía
1.
B-deild, 1. riðill:
Austurríki – Rúmenía .............................. 2:3
Norður-Írland – Noregur........................ 1:5
Rúmenía 4 stig, Austurríki 3, Noregur 3,
N-Írland 1.
B-deild, 2. riðill:
Tékkland – Skotland ................................ 1:2
Ísrael – Slóvakía ....................................... 1:1
Skotland 4 stig, Tékkland 3, Ísrael 2, Sló-
vakía 1.
C-deild, 4. riðill:
Kasakstan – Hvíta-Rússland .................. 1:2
Albanía – Litháen..................................... 0:1
Kasakstan 3 stig, Albanía 3, Hvíta-Rúss-
land 3, Litháen 3.
Bandaríkin
DC United – New York City................... 0:0
Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
New York City á 77. mínútu. Lið hans er
með 13 stig eftir 10 leiki og er í sjöunda
sæti af fjórtán liðum í austurdeild MLS-
deildarinnar.
Danmörk
Lemvig – Aalborg................................ 22:30
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Kolding – Ribe-Esbjerg ...................... 35:33
Ágúst Elí Björgvinsson varði sjö skot í
marki liðsins.
Rúnar Kárason skoraði níu mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason og
Gunnar Steinn Jónsson skoruðu ekki.
Aarhus United – Silkeborg-Voel....... 20:20
Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki
fyrir Aarhus United.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, undanúrslit:
LA Lakers – Houston ...................... 117:109
Staðan er 1:1.
Austurdeild, undanúrslit:
Miami – Milwaukee .................. (frl) 115:118
Staðan er 3:1 fyrir Miami.
Í nótt mættust Toronto og Boston í
fimmta sinn og Denver og LA Clippers í
þriðja sinn. Sjá mbl.is.
Phil Foden og Mason Greenwood,
nýliðar í enska landsliðinu í knatt-
spyrnu sem léku gegn Íslandi á
laugardaginn, voru í gær sendir
heim til Englands og fóru ekki með
enska liðinu til Kaupmannahafnar
þar sem það mætir Dönum í kvöld.
Þeir brutu sóttvarnareglur með því
að hitta tvær íslenskar stúlkur utan
við sóttvarnasvæði liðsins á Hótel
Sögu á sunnudaginn. Fyrir vikið
fengu þeir sekt hjá íslenskum yfir-
völdum, 250 þúsund krónur hvor,
og þurftu að halda heimleiðis, hvor
í sínu lagi. Nánar á mbl.is.
Nýliðarnir voru
reknir heim
Morgunblaðið/Eggert
Brot Phil Foden fór ekki eftir
reglum og var sendur heim.
Kristófer Acox, landsliðsmaður í
körfuknattleik, hefur ákveðið að
yfirgefa KR en hann greindi frá
ákvörðun sinni á Instagram í gær.
Í færslunni á Instagram í gær
segir hann meðal annars að
„ágreiningur er milli mín og KR
sem ekki náðist að leysa“.
Körfuknattleiksdeild KR ítrekaði
í síðustu viku að Kristófer væri einn
þeirra leikmanna sem væru samn-
ingsbundnir félaginu. Í yfirlýsingu í
gærkvöldi sögðu KR-ingar Krist-
ófer hafa hafnað lausn í málinu sem
hafi verið „mjög sanngjörn“.
Kristófer Acox
yfirgefur KR
Morgunblaðið/Eggert
Kraftur Kristófer Acox er þekktur
fyrir kraftmiklar troðslur.
13. UMFERÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Garðbæingurinn Shameeka Fishley
fór mikinn fyrir Stjörnuna þegar lið-
ið vann afar sterkan 3:2-útisigur
gegn Selfossi í úrvalsdeild kvenna í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á
Jáverksvellinum á Selfossi í 13. um-
ferð deildarinnar á sunnudaginn.
Fishley, sem er 26 ára gömul,
skoraði þriðja mark Stjörnunnar í
leiknum ásamt því að leggja upp
fyrstu tvö mörk Garðbæinga og kom
hún því að öllum mörkum liðsins.
Fishley gekk til liðs við Stjörnuna
frá ítalska A-deildarfélaginu Sas-
suolo fyrir sumarið 2019 en hún hef-
ur einnig leikið með ÍBV og með
Sindra í 1. deildinni hér á landi.
„Þetta var virkilega mikilvægur
sigur fyrir okkur gegn Selfossi og
það sást í leikslok hversu miklu máli
þetta skipti fyrir alla leikmenn liðs-
ins,“ sagði Fishley í samtali við
Morgunblaðið. „Það kom tímabil í
sumar þar sem við vorum án sigurs í
langan tíma en þetta hefur verið á
uppleið hjá okkur að undanförnu og
við erum hægt og bítandi að finna
taktinn. Þessi sigur sýndi okkur líka
að við getum svo sannarlega keppt
við bestu lið deildarinnar.
Það er sjálfstraust í liðinu þessa
stundina sem er jákvætt en við ætl-
um hins vegar ekki að fara fram úr
okkur. Það eru tveir erfiðir leikir
framundan gegn bestu liðum deild-
arinnar, Breiðabliki og Val, og við
gerum okkur grein fyrir því að það
verður ekki auðvelt,“ sagði Fishley
en hún á að baki 32 leiki í efstu deild
þar sem hún hefur skorað 10 mörk.
Sátt með sumarið
Gengi Stjörnunnar í sumar hefur
verið afar kaflaskipt en liðið er með
14 stig í sjötta sæti deildarinnar.
„Ég held að við getum ekki verið
neitt annað en sáttar með stöðu okk-
ar í deildinni á þessum tímapunkti.
Við höfum verið óheppnar með
meiðsli, sérstaklega í byrjun tíma-
bilsins, þar sem lykilmenn voru frá.
Að sama skapi erum við með stóran
leikmannahóp með marga unga og
óreynda leikmenn.
Þeir hafa allir fengið dýrmæta
reynslu í sumar og mér finnst staða
okkar í deildinni líka sýna það
hversu mikill karakter er í hópnum.
Þrátt fyrir allt eigum við góðan
möguleika á því að enda í efri hluta
deildarinnar.“
Stjarnan hefur þurft að treysta á
unga og óreynda leikmenn í sumar
sem hafa margir hverjir verið að
stíga sín fyrstu skref í efstu deild.
„Ég reyni alltaf að gefa mikið af
mér, sama hvar ég spila. Að sama
skapi er ég á meðal reynslumestu
leikmanna Stjörnunnar í dag og mér
finnst ég þess vegna þurfa að leggja
mig enn meira fram en venjulega
fyrir yngri leikmennina. Við höfum
líka fengið inn reynslumikla leik-
menn að undanförnu í Fríðu [Mál-
fríði Ernu Sigurðardóttur] og Erin
[McLeod] sem munu klárlega nýtast
okkur.
Persónulega þá vil ég alltaf gera
betur inni á knattspyrnuvellinum og
ég reyni eftir fremsta megni að
bæta mig sem leikmaður á hverju
einasta tímabili sem ég spila. Ég er
búin að skora 5 mörk í sumar í níu
leikjum og er á góðri leið með að
bæta minn besta árangur hér á Ís-
landi sem eru 6 mörk í 17 leikjum.
Ég er á besta aldri og vonandi get
ég haldið áfram á sömu braut í sum-
ar.“
Líður vel á Íslandi
Fishley, sem er frá Englandi, hef-
ur leikið með bæði Hellas Verona og
Sassuolo á Ítalíu en henni líður bet-
ur á Íslandi.
„Það er ekki mikill gæðamunur á
íslensku og ítölsku deildinni. Leik-
stíllinn er hins vegar öðruvísi á Ítal-
íu en Íslandi og ég tel að íslenska
deildin henti mér betur en sú
ítalska. Fótboltinn hér á landi er
mjög beinskeyttur og maður þarf að
vera líkamlega sterkur. Ítalirnir ein-
blína mikið á taktík og einstaklings-
gæði og þótt mér hafi gengið vel á
Ítalíu þá líður mér betur í íslensku
úrvalsdeildinni.
Eins líður mér hrikalega vel á Ís-
landi og það hefur því alltaf verið
mjög auðveld ákvörðun fyrir mig að
koma aftur. Ég er fyrst og fremst
þakklát fyrir að fá tækifæri til þess
að spila á Íslandi,“ bætti Fishley við.
Sigur sem sýnir að við
getum keppt við bestu liðin
Shameeka Fishley kom að öllum mörkum Stjörnunnar í sigri gegn Selfossi
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Drjúg Shameeka Fishley hefur skorað í þremur leikjum í röð og á hér í höggi við Örnu Sif Ásgrímsdóttur í Þór/KA.
FH-ingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliði Morgunblaðsins úr 13. umferð
Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta en þessi líflega umferð var spiluð á
sunnudaginn. FH, með Phoenetiu Browne fremsta í flokki, vann þá KR 4:2
í fjörugum botnslag í Kaplakrika.
Browne hefur sett svip sinn á FH-liðið sem hefur unnið tvo leiki af fjór-
um síðan hún kom og hún er í liði umferðarinnar í annað skipti.
Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki er áfram efst í M-gjöfinni með 14
M samanlagt og samherji hennar Agla María Albertsdóttir er næst með 12
M. Elín Metta Jensen úr Val er með 11 M og með 10 eru þær Alexandra Jó-
hannsdóttir úr Breiðabliki og Laura Hughes úr Þrótti. vs@mbl.is
13. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2020
3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Telma Ívarsdóttir
FH
Bryndís Arna
Níelsdóttir
Fylki
Shameeka Fishley
Stjörnunni
Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir
Val
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Betsy Hassett
Stjörnunni
Phoenetia Browne
FH
Andrea Mist
Pálsdóttir
FH
Berglind Rós
Ágústsdóttir
Fylki
Sveindís Jane Jónsdóttir
Breiðabliki
Hallbera Guðný
Gísladóttir
Val
2 5
2
2
3
3
3
4
Browne breytir liði FH-inga