Morgunblaðið - 08.09.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari og sellóleikarinn og tón-
skáldið Hildur Guðnadóttir hlutu
hin þýsku Opus Klassik-tónlist-
arverðlaun í síðustu viku en verð-
launin þykja með þeim virtustu í
Evrópu þegar kemur að klassískri
tónlist.
Víkingur hlaut verðlaunin sem
besti einleikari á píanó fyrir flutn-
ing sinn á verkum Debussys og
Rameaus á plötunni Debussy-
Rameau sem Deutsche Grammo-
phon gaf út á þessu ári, og Hildur
hlaut verðlaun fyrir nýstárlegustu
tónleika ársins, tónleika þar sem
margverðlaunuð tónlist hennar við
þættina Chernobyl var flutt.
Víkingur hlaut verðlaunin einnig
í fyrra og líka fyrir bestu einleiks-
upptökuna á píanó en þá lék hann
verk eftir Johann Sebastian Bach
á plötu sem Deutsche Grammo-
phon gaf einnig út.
Víkingur mun flytja sömu efnis-
skrá og á plötunni Debussy-
Rameau á opnunartónleikum
Listahátíðar í Reykjavík 9., 10. og
11. október auk verka eftir Muss-
orgsky en upphaflega áttu þeir að
fara fram 6.-7. júní og var um tíma
frestað til 6. og 7. september.
Starfsfólk Listahátíðar í Reykja-
vik hefur unnið hörðum höndum að
því að finna öllum viðburðum há-
tíðarinnar nýjar dagsetningar, seg-
ir meðal annars í tilkynningu frá
skipuleggjendum.
Hildur og Víkingur
hlutu verðlaun Opus
Víkingur Heiðar
Ólafsson
Hildur
Guðnadóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þaulreyndir grínistar í bland við
minna reynda munu skrifa handrit
Áramótaskaupsins 2020, þau Hug-
leikur Dagsson, Lóa Hjálmtýs-
dóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Bragi
Valdimar Skúlason og Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyng-
dal leikstýrir skaupinu líkt og í
fyrra en hann leikstýrði líka Ára-
mótaskaupi hrunársins 2008. Og
nú er það heimsfaraldur, hvorki
meira né minna, Covid-19.
Þorsteinn er með reyndari
mönnum í hópnum þegar kemur
að því að skrifa skaup og ákvað
blaðamaður því að slá á þráðinn til
hans og ræða stuttlega við hann
um þetta, að því er virðist, erfiða
verkefni.
Hægt að hlæja að því smáa
– Hvernig er að semja Áramóta-
skaupsgrín fyrir Covid-árið 2020?
„Það eru kostir og gallar við
það út frá faglegu sjónarmiði grín-
istans. Gallarnir eru að þetta er
sorglegt ástand og alvarlegt og
ekki í sjálfu sér hægt að gera grín
að öllu sem hefur verið í fréttum.
Kostirnir eru að þetta er mjög
óvanalegt og við höfum bæði fund-
ið fyrir ástandinu í stórum hlutum
og litlum og það eru kannski þess-
ir litlu sem við getum hlegið sam-
an að, því sem allir hafa lent í eins
og vandræðagangur með fjarlægð,
grímur og nýja stöðu þar. Þannig
að ég hef engar áhyggjur af því að
það verði efnisskortur,“ svarar
Þorsteinn.
Handritshópurinn er farinn að
koma saman og leggja í púkk og
finna til efni, að sögn Þorsteins.
„Við erum að reyna að gera þetta
skipulega því þetta tekur allt svo
mikinn tíma,“ segir hann og á þar
við handritsskrifin, undirbúning
fyrir tökur og tökurnar sjálfar.
Einnig þarf að gera ráð fyrir því
að eitthvað fréttnæmt geti gerst
eftir að tökur hefjast um miðjan
nóvember, eitthvað sem þurfi að
skrifa með hraði inn í skaupið.
– Hvernig er að semja Áramóta-
skaup í samanburði við annað
grínefni sem þú hefur samið? Þarf
að setja sig í aðrar stellingar fyrir
skaupið? „Kannski að einhverju
leyti. Þetta er svolítið sérstakur
þáttur en að ætla að sér að gera
öllum til hæfis er í sjálfu sér svo
vonlaust verkefni að maður ætti
ekki að stressa sig á því. Pressan
er svolítið bara bull, það þýðir
ekkert að taka þetta alvarlega.
Mitt viðmið, frá því ég byrjaði í
gríni, er að reyna að koma því á
framfæri sem mér finnst sjálfum
fyndið,“ svarar Þorsteinn. „Það
þýðir ekkert að skrifa það sem
maður heldur að öðrum þyki fynd-
ið. Það er eina viðmiðið sem mað-
ur hefur, ef maður flissar sjálfur
yfir einhverju er það líklega fynd-
ið en ef maður er að skrifa fyrir
aðra þá eru það oft einhverjir for-
dómar, verður bara skrítið. En við
gerum bara okkar besta og svo
veit ég af langri reynslu að það er
hópur á minni línu og svo aðrir
sem hata minn húmor. Ég get
ekkert gert að því,“ segir Þor-
steinn.
– Hefur þú fengið að heyra það
frá einhverjum sem eru ósáttir við
þinn húmor?
„Já, jú, það hefur komið fyrir,
maður les stundum einhvern
óhroða um sig á samfélagsmiðlum
en ég les yfirleitt ekkert svoleiðis,
læt það bara skauta fram hjá og
guð blessi þá sem nenna að hafa
skoðun á mér. Ég er kominn yfir
að taka það alvarlega,“ svarar
Þorsteinn kíminn.
Ólífur Ragnar Grímsson
– Manstu eftir einhverjum
brandara sem þú samdir fyrir
Áramótaskaup sem þú hélst að
engum ætti eftir að þykja fynd-
inn?
„Já, ég hef ekki verið yfir klipp-
inu en í handriti þá man ég til
dæmis eftir því þegar ég henti inn
stuttum sketsj sem hét „Ólífur
Ragnar Grímsson“ og ég hugsaði
með mér að þetta væri nú bara
eitthvað fyrir mig og þrjá vini
mína sem skilja mig. Ég hugsaði
ekki mikið meira um það en svo
held ég að þetta hafi verið valinn
annar besti sketsjinn í skaupi frá
upphafi,“ segir Þorsteinn og hlær
innilega að vitleysunni. Hann seg-
ist ekki enn skilja þennan brand-
ara. „Þetta var ekki ádeila á Ólaf
Ragnar Grímsson, þetta var bara
bull og stundum er bull bara fynd-
ið,“ útskýrir Þorsteinn og bætir
því við að fyrir honum sé húmor
leikur, fíflagangur og ákveðin gerð
mannlegra samskipta en þó ekki
hefðbundin samskipti. „Ég er
stundum að kenna uppistand en
get ekki beinlínis sagt hvað húmor
er en það eru ýmsar kenningar til
um það.“
Kattar-tantra illa séð
– En manstu eftir gamanatriði
eftir þig sem fór alveg öfugt í
fólk?
„Já, já, ég var einu sinni með
heimasíðu sem hét gi.x.fni.is og
þar gerði ég sketsj sem hét „Ein-
stæðingur tantrar“ sem var maður
að tantra kött. Ég vissi svo sem
ekkert alveg hvað væri að tantra,
þetta átti ekkert að vera dónalegt
en mér skilst að Dýraverndar-
samband Íslands hafi kært Tví-
höfða fyrir þetta og þeir fóru í
yfirheyrslu hjá lögreglunni. Það
kom mér mjög á óvart,“ segir Þor-
steinn að lokum.
Skaupverjar Höfundar og leikstjóri Áramótaskaupsins, efri röð f.v. Bragi
Valdimar Skúlason, Vala Kristín Eiríksdóttir með Reyni Lyngdal, Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Hugleikur Dagsson.
„Þýðir ekkert að
taka þetta alvarlega“
Sex grínarar höfundar Áramótaskaupsins 2020
Ég var einu sinni stúlka enekki lengur. Ég lykta. Éger öll útötuð storknuðublóði og kjóllinn minn er í
henglum. Innra með mér er ég sem
rúst.“
Þannig hefst bókin Stúlka, átakan-
leg saga af Maryam, stúlku sem er
numin á brott af Boko Haram-
skæruliðum sem neyða hana í hjóna-
band. Sagan er
byggð á frásögn-
um nokkurra níg-
erískra kvenna
sem hafa lent í
slíkum aðstæðum
sem og frásögnum
annarra af því
hvernig samfélag
bregst við slíkum
hryllingi.
Hryllingur er einmitt orðið sem er
helst hægt að nota yfir fyrri hluta
bókarinnar. Hún byrjar hratt og hef-
ur söguþráðurinn lítinn áhuga á að
hlífa viðkvæmum vestrænum tilfinn-
ingum lesandans. Höfundur bókar-
innar, Edna O‘Brien, hefur einstakt
lag á því að láta frásagnaraðferðina
stýra upplifun lesandans og breytist
stíll O‘Brien í sífellu eftir því sem
hentar hverju sinni. Þannig spinnur
hún söguþráðinn þéttar um miðbik
bókarinnar, svo lesandinn fái á tilfinn-
inguna hversu hægt tíminn líður þeg-
ar Maryam reikar um að því er virðist
stefnulaust, en þræðirnir verða gisn-
ari um leið og Maryam stígur inn í
hraða mannlífsins, hraða sem hún
hefur tæpast burði til að takast á við.
O‘Brien flakkar sömuleiðis um í tíma
og sýnir lesandanum þannig hversu
stutt er á milli gæfu og ógæfu og
hversu auðveldlega fótunum er kippt
undan venjulegu fólki sem lifir og
hrærist í stríðshrjáðu landi.
Þrátt fyrir hryllinginn sem bókin
hefur að geyma sem og þær ótal birt-
ingarmyndir mannvonsku sem í
henni er að finna vekur sagan trú á
hið góða í fólki, í það minnsta sumu
fólki, og þar með færir hún lesand-
anum von um betri heim.
Konur í brennidepli
Konur eru í sviðsljósi bókarinnar og
opnar hún með því sviðsljósi veru-
leika sem gleymist oft í frásögn af
stríði. Bókin segir frá konunum sem
voru skildar eftir, mæðrunum sem
misstu menn sína og börn, stúlkunum
sem neyddar voru í hjónabönd. Kon-
urnar eru sögunni allt og fær lesand-
inn að skyggnast inn í fortíð þeirra og
nútíð en framtíð þeirra er ófyrir-
sjáanleg.
Stúlka skilur mikið eftir sig og
varpar fram mynd sem er evrópskum
lesendum afar framandi. Lesningin
er erfið á köflum, vegna myndrænnar
frásagnar O‘Brien af ofbeldi og vol-
æði, en hún er þess virði þegar upp er
staðið.
Ljósmynd/Andrew Lih
Höfundur O’Brien á bókmennta-
hátíðinni Hay í Wales árið 2016.
Mannvonska
og góðmennska
Skáldsaga
Stúlka
bbbbn
Eftir Ednu O’Brien.
Ari Blöndal Eggertsson þýddi.
Hringaná, 2020. Kilja, 172 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Kómedíuleik-
húsið frumsýndi
nýtt leikverk,
Beðið eftir Beck-
ett, í Haukadal í
ágúst og heldur
nú suður og sýnir
verkið í tvígang í
Tjarnarbíói, 8. og
9. september.
Höfundur verks-
ins og leikstjóri
er Trausti Ólafsson en Elfar Logi
Hannesson fer með aðalhlutverkið.
„Í þessu grátbroslega verki bíður
leikari nokkur eftir að írska leik-
skáldið Samuel Beckett skrifi verk
fyrir sig. Leikarinn styttir sér stund-
ir með því að máta sig við persónur
úr eldri leikritum skáldsins og
bregður fyrir sig ögn af Dante, Art-
aud og Hallgrími Péturssyni.
Eins og í sönnum grískum harm-
leik á leikarinn von á sendiboða guð-
anna,“ segir í tilkynningu um verkið
en miðasala á sýningarnar í Tjarnar-
bíói fer fram á vef Tix, tix.is.
Beðið eftir Beckett
sýnt í Tjarnarbíói
Elfar Logi
Hannesson
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst 2.
september og stendur yfir í tíu daga. Í
fyrradag var þar formlega hleypt af
stokkunum Alþjóðlegri samfylkingu
kvikmyndagerðarmanna í hættu, eða
The International Coalition for
Filmmakers at Risk (ICFR), en til-
kynnt var um stofnun hennar síðla árs
í fyrra. Í yfirlýsingu frá fylkingunni
segir að á undanförnum árum hafi
færst í vöxt að kvikmyndagerðar-
mönnum sé hótað, þeir handteknir og
stungið í fangelsi eða þeir jafnvel
drepnir til að þagga niður í þeim.
Fylkingin eigi að sporna við þessu og
berjast fyrir lausn fangelsaðra kvik-
myndagerðarmanna, meðal annars. Í
sumar sendi ICFR frá sér opið bréf
þar sem þess var krafist að egypski
kvikmyndaframleiðandinn Moataz
Abdelwahab yrði látinn laus en hann
situr nú í fangelsi í heimalandi sínu,
sakaður um að starfa með hryðju-
verkasamtökum og breiða út fals-
fréttir. Meðal þeirra sem fögnuðu
stofnun ICFR í Feneyjum voru Mike
Downey, formaður Evrópsku kvik-
myndaakademíunnar.
Stofun ICFR fagnað í Feneyjum