Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 2

Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Staðan er svipuð hjá okkur og flest- um öðrum sveitarfélögum í landinu. Kjarasamningar síðustu missera hafa þýtt mikla útgjaldaaukningu í formi launa og nauðsynlegt er að bregðast við með því að nýta þá fjármuni sem við höfum úr að spila sem allra best. Tekjufall og aukin útgjöld vegna Co- vid-19 gera svo aðgerðir enn meira að- kallandi og áríðandi,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista í bæjarstjórn Akureyrar og forseti bæj- arstjórnar. Tilkynnt var á blaðamannafundi í Hofi á Akureyri í gær að ákveðið hefði verið að afnema meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Akureyrar það sem eftir lifir kjörtímabils. L-listi, Framsóknar- flokkur og Samfylking mynduðu meirihluta á Akureyri eftir síðustu kosningar. Minnihlutinn samanstóð af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Vinstri grænna. Þeir flokkar sem áður voru í minnihluta munu taka við formennsku í skipulagsráði, frístunda- ráði, stjórn Menningarfélags Akur- eyrar, Vistorku og Fallorku. Halla Björk segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hafi myndast mikið traust milli manna og gagnkvæm virðing sem geri mögu- legt að fá alla flokka að borðinu. Sú sviðsmynd sem við blasir í rekstri sveitarfélagsins er áður óþekkt. Allt stefnir í umtalsverðan hallarekstur, um eða yfir 3 milljarða króna á sama tíma og tekjur minnka og kjarasam- ingar eru bænum þungir í skauti. Um tímabundið ástand er að ræða að hluta til, en bæjarfulltrúar eru sammála um að nýta hagstæða skuldastöðu bæjar- ins til að taka lán til framkvæmda. Samhliða lántöku verður gripið til hag- ræðingaraðgerða. Draga úr kostnaði Bæjarfulltrúar rituðu á fundinum undir samfélagssáttmála bæjarstjórn- ar Akureyrar þar sem listaðar eru upp leiðir sem farnar verða til að ná innan ákveðins tímaramma fram sjálfbær- um rekstri sveitarfélagsins. „Helstu aðgerðir sem við munum grípa til eru að fækka fermetrum með því að samnýta eða selja húsnæði, lækka heildarlaunakostnað þannig að hann verði viðunandi hlutfall af rekstr- artekjum, endurskoða laun bæjarfull- trúa, bæjarstjóra og sviðsstjóra, meta hvaða ólögbundnum verkefnum á að hætta eða draga úr, einfalda stjórn- sýslu og sameina svið,“ segir Halla Björk. Þá verður dregið úr ferða- kostnaði og skoðað að útvista verkefn- um, samstarfssamningar verða endur- skoðaðir sem og gjaldskrár bæjarins. Leitað verður leiða til að draga úr kostnaði við snjómokstur og eins verð- ur unnið að því að útvista rekstri og uppbyggingu á skíðasvæðinu í Hlíðar- fjalli. Hugsað út fyrir boxið „Þetta eru merkileg tímamót,“ sagði Gunnar Gíslason, oddviti Sjálf- stæðisflokks. Áfram yrði stunduð póli- tík á Akureyri og gagnrýnin umræða en menn væru samstiga í því að takast á við þau stóru og erfiðu verkefni sem framundan væru í sameiningu. „Von- andi náum við meiri og betri árangri með því standa saman,“ segir hann. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi VG, kveðst stolt af því að taka þátt í verk- efninu, þar sem hugsað væri út fyrir boxið og allir tækju höndum saman við að vinna sig út úr þeirri stöðu sem uppi væri. Með því móti væri unnt að vinna bænum sem mest gagn. Blása lífi í vinnumarkaðinn Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika í rekstri bæjarfélagsins er sóknarhugur í bæjarfulltrúum sem horfa til þess að blása nýju lífi í íbúða- og atvinnumark- að í bænum. Meðal þess sem nefnt er í þeim efnum er að bjóða ákjósanlegar lóðir fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og efla samkeppnishæfnina þannig að fyrirtæki og stofnanir telji fýsilegt að byggja upp starfsemi í bænum, og eins er stefnt að því að efla Akureyri sem miðstöð þróunar í matvælaiðnaði. Þá stendur til að vinna að útfærslu á borg- arhlutverki Akureyrarbæjar í sam- starfi við ríki og sveitarfélög í lands- hlutanum. Eins á að móta heildarsýn á skipulag tjaldsvæðisreits við Þórunn- arstræti en það hefur verið lagt niður sem slíkt. Akureyrarbær hefur einnig hug á að vera áfram leiðandi sveitarfé- lag þegar kemur að umhverfismálum. Meðal þess sem fram kemur í sam- félagssáttmálanum er að tryggt verð- ur að uppbygging á þróunarreit á Oddeyri sem mikið hefur verið í um- ræðu fari í íbúakosningu í gegnum þjónustugátt. Eins er nefnt að mark- visst íbúasamráð verði eflt. Taka höndum saman við stórt verk  Búið að afnema meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Akureyrar  Stefnir í mik- inn hallarekstur  Tekjufall og aukin útgjöld  Hagræðingaraðgerðir framundan Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísla- dóttir á blaðamannafundinum í gær þegar samstarfið var kynnt. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það er óvenjulegt í svo stóru sveitarfélagi eins og Ak- ureyri er að enginn eig- inlegur meirihluti sé starf- andi. Sú hefur alltaf verið raunin í stærri sveitar- félögum að flokkapólitík sé ráðandi,“ segir Grétar Þór Ey- þórsson, prófessor við Háskól- ann á Akureyri, um nýjustu vendingar í bæjarstjórn Akur- eyrar. Í smærri sveitarfélögum hefur sá háttur stundum verið hafður á, þó ekki sé það algilt. Grétar Þór segir athyglis- vert að ríkjandi meirihluti standi að því að afnema sig á miðju kjörtímabili, en að sögn ráði aðsteðjandi vandi ferð- inni. „Það mætti kannski yfir- færa þetta á ríkisstjórnar- stigið og vísa til þess að það er ekki alveg óþekkt erlendis að þjóðstjórnir séu myndaðar í kreppuástandi,“ segir hann og bætir við að erfitt sé að segja til um hvort þetta fyrir- komulag haldi út kjör- tímabilið. Þjóðstjórn í kreppu PRÓFESSOR VIÐ HA Grétar Þór Eyþórsson Í RÉTTARSAL Atli Steinn Guðmundsson Vadsø í Noregi „Ég er þess fullviss að dómendur komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi verið um hreint slys að ræða og Gunnar hafi ekki ætlað sér að ráða hálfbróður sínum bana.“ Þetta sagði Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunn- arssonar, í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Aðalmeðferð í máli Gunnars, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálf- bróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana að morgni laugardagsins 27. apríl í fyrra, í Mehamn, einni af nyrstu byggðum Noregs, var fram haldið í gær í Héraðsdómi Austur- Finnmerkur í Vadsø. „Ekkert af því sem hann hefur lagt fram kemur mér neitt á óvart,“ sagði Gulstad, inntur eftir því hvort Torstein Lindquister, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara Troms og Finnmerkur, hafi lagt fram einhver gögn í málinu sem veiki málstað Gunnars Jóhanns og verjanda hans. „Þetta var slys“ „Skjólstæðingur minn á um veru- lega sárt að binda, það sem gerðist í Mehamn var slys eins og hann greindi réttinum skýrt frá í fram- burði sínum í gær,“ sagði verjand- inn og vísaði þar til tæplega þriggja klukkustunda framburðarskýrslu Gunnars Jóhanns fyrir Kåre Skog- nes héraðsdómara og tveimur með- dómendum hans síðdegis á mánu- dag. „Þau gögn sem [norska rannsókn- arlögreglan] Kripos mun leggja fram á morgun [í dag] munu enn fremur renna stoðum undir sakleysi Gunnars, ég treysti því fullkomlega að lögreglan hafi gengið þar hreint til verks. Gunnar ætlaði sér ekki að ráða bróður sinn af dögum, ætlun hans var að skjóta honum skelk í bringu og fá hann til að enda sam- band sitt við barnsmóður og fyrr- verandi eiginkonu Gunnars, þar lá ásetningur hans og hvergi annars staðar.“ Í mesta lagi sex ár Segist Gulstad vænta þess að dóm- urinn yfir Gunnari hljóði upp á sex ár í mesta lagi, ekki manndráp af ásetn- ingi sem ákæra Lindquister krefst. Mette Yvonne Larsen, réttar- gæslumaður Elenu Undeland og barna þeirra Gunnars Jóhanns, lét í veðri vaka í samtali við mbl.is í lok janúar að Gunnar hlyti 14 ára dóm hið minnsta, menn kæmu ekki á vett- vang með haglabyssu nema þeim gengi misgott til. „Þú kemur ekki með hlaðið skot- vopn ef þú ætlar ekki að gera neitt,“ sagði Larsen á sínum tíma við mbl.is. Lögmaður bjartsýnn á að gáleysi verði dæmt  Aðalmeðferð í Mehamn-málinu haldið áfram í Noregi í dag Morgunblaðið/Atli Steinn Lögmaður Bjørn Gulstad er lögmaður Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hér er hann fyrir utan réttarsal í Vadsö í Noregi í gær, á tali við fjölmiðla. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá, tvo karlmenn og eina konu, eftir hádegi í gær vegna lík- amsárásar í Árbæ. Grunur er um að eggvopni hafi verið beitt við árásina, og var fórnar- lambið, karlmaður á fertugsaldri, flutt á slysadeild Landspítalans. Meiðsli karlmannsins eru ekki talin alvarleg, að því er fram kemur í til- kynningu frá lögreglu, sem hafði talsverðan viðbúnað vegna útkalls- ins. Var sérsveit ríkislögreglustjóra meðal annars kölluð út til aðstoðar. Rannsókn málsins er í tilkynningu sögð ganga vel. Handtekin eftir árás  Talið að eggvopni hafi verið beitt Morgunblaðið/Kristján Á vettvangi Lögregla hafði tals- verðan viðbúnað eftir útkallið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.