Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Flugumferð um flugumsjónarsvæði Íslands er tæplega þriðjungur af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Bæði er um að ræða fragtflug og far- þegaflug. Flugumferð á Schengen- svæði Evrópu nálgast hins vegar um 50% af því sem hún var fyrir veiru- faraldurinn, samkvæmt upplýs- ingum frá Ásgeiri Pálssyni, fram- kvæmdastjóra hjá Isavia. Sem dæmi má taka að heildar- flugumferð á flugstjórnarvæði Ís- lands var um 540 ferðir 17. sept- ember 2019 en 17. september síðastliðinn fóru 197 vélar um svæð- ið. Flugstjórnarsvæði Íslands er gríðarstórt eða um 5,4 milljónir fer- kílómetra og nær frá vesturhluta Noregs að austurströnd Kanada og frá norðurhluta Skotlands að norð- urpólnum. Átta fljúga til og frá Íslandi Þegar eingöngu er einblínt á flugferðir til og frá Íslandi þá voru þær 47 hinn 17. september síðastlið- inn en 197 á sama tíma fyrir ári. Heildarflugumferð um Ísland er því tæplega fjórðungur þess sem hún var fyrir ári. Inni í þessum tölum er farþega- flug og fragtflug til Íslands. Átta flugfélög hafa sinnt farþegaflugi til Íslands og frá á undanförnum dög- um en það eru Icelandair, Easy Jet, Wizz Air, SAS, Air Baltic, Luft- hansa, Air Greenland og Vueling. Tæp 30% fara um flug- stjórnarsvæði Íslands nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Átta fljúga til Íslands 47 vélar flugu til og frá Íslandi á fimmtudag.  Um fjórðungur til og frá Íslandi Viðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um meirihluta í sveit- arstjórn í nýju sameinuðu sveitar- félagi á Austurlandi, sem kennt hefur verið við Múlaþing, munu vonandi ekki taka langan tíma, að sögn Gauta Jóhannessonar, odd- vita D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Gauti segir að Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn eigi ýmislegt sameiginlegt hvað varðar stefnu í nýju sveitarfélagi. „Það sem blasir við er að tryggja að við einhendum okkur í það að þessi sameining og þessi nýja stjórnsýsla virki sem skyldi. Í Framsóknarflokknum er gríðar- lega mikil reynsla. Þar er innan- borðs fólk sem kom að undirbún- ingi þessarar sameiningar. Við horfum töluvert mikið til þeirrar reynslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn af ellefu í sveitarstjórn- arkosningum sem fóru fram um síðustu helgi. Þrír voru kosnir í sveitarstjórn frá Austurlistanum, tveir frá Framsóknarflokknum og einn frá Vinstri grænum og einn frá Miðflokknum. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að hefja formlegar viðræður við Austurlistann en Framsókn, þar sem Austurlist- inn var næst- stærstur, segir Gauti: „Ég veit ekki hvað er eðlilegt og hvað ekki. Þetta var niðurstaðan sem við komumst að eftir að hafa lagst yf- ir málin.“ Mun niðurstaða liggja fyrir bráðlega? „Ég vonast til þess að þessar viðræður taki ekki langan tíma. Við erum að einsetja okkur það að nota næstu daga með það að markmiði að klára málefnasamn- ing sem fyrst.“ Gauti segir aðspurður að líklegt sé að sveitarfélagið fái nafnið Múlaþing. „Ég held að það verði afskaplega erfitt að ganga fram hjá eins ríkum vilja og kom fram í skoðanakönnuninni sem var gerð,“ segir hann. Hefja meiri- hlutaviðræður  Þreifingar í sameinuðu sveitarfélagi Gauti Jóhannessom Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er skemmtilegt að því leyti að við erum að hverfa til upprunans og svo kemur þetta sér vel fyrir Suður- nesjabúa,“ segir Sigurður R. Ragn- arsson, forstjóri ÍAV, en verktaka- fyrirtækið varð hlutskarpast í útboði bandaríska varn- armálaráðuneyt- isins á hönnun og framkvæmdum vegna flughlaða og tengdra verk- efna á öryggis- svæðinu á Keflavíkur- flugvelli. ÍAV hét áður Íslenskir að- alverktakar og vann eins og heit- ið bendir til að framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Útboðsferli þriggja tengdra verk- efna hefur staðið yfir frá því sumarið 2019. Eftir forval var tilteknum fjölda íslenskra og bandarískra fyrirtækja heimilað að bjóða í verkið. Tilboði ÍAV var tekið en það hljóðaði upp á tæpar 39 milljónir bandaríkja- dala, samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins, og samsvarar það 5,3 milljörðum króna. Var tilboðið undir kostnaðaráætlun bandaríska varnarmálaráðuneytisins en heildar- fjárheimild bandaríska þingsins hljóðaði upp á 57 milljónir dala. Ut- anríkisráðuneytið kveðst ekki hafa upplýsingar um önnur tilboð eða fjárhæðir og vísar á varnarmála- ráðuneytið bandaríska. Verkefnin eru þrjú og fjármagna bandarísk stjórnvöld þau að fullu. Þau felast í hönnun og verkfram- kvæmdum við stækkun á flughlaði á öryggissvæðinu, færanlegar gisti- einingar og færslu á flughlaði fyrir hættulegan farm. Hönnun hefst fljótlega Sigurður segir að fljótlega verði hafin vinna við hönnun á þessum framkvæmdum og reynt verði að hefja þær í vetur en það sé háð sam- þykki verkkaupa en allavega verði vinnan komin í fullan gang á kom- andi vori. Áætluð verklok eru í febr- úar 2023. Ekki liggur fyrir hvað þarf að bæta við miklum mannskap en Sig- urður segir ljóst að verkefnið sé mik- ilvægt fyrir Suðurnesjabúa þar sem atvinnuleysi er mikið. Suðurnesin séu heimavöllur ÍAV og fyrirtækinu í hag að ráða heimamenn í störf. Hann getur þess að ÍAV sé að ljúka verki fyrir sama aðila við endurnýjun á flughlöðum og akbrautum svo þetta verk geti orðið framhald af því. Aftur á heimavelli Fyrirtækið Íslenskir aðalverktak- ar var stofnað árið 1954 til að taka við verkefnum fyrir varnarliðið af amer- ískum verktökum sem setið höfðu að vinnu þar. Hafði fyrirtækið einkarétt á þessum verkefnum, ásamt Kefla- víkurverktökum, í áratugi eða fram á níunda áratug síðustu aldar þegar einkarétturinn var afnuminn og fyr- irtækjunum jafnframt leyft að sækja sér verkefni á innlendum verktaka- markaði. Verkefnin á Keflavíkur- flugvelli þurrkuðust síðan upp þegar varnarliðið fór en eru aðeins farin að aukast aftur vegna breyttrar áherslu Bandaríkjamanna í alþjóðamálum. Unnið hefur verið að ýmsum verk- efnum á vegum Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu, öðrum en þeim sem ÍAV annast. Þannig er ítalskur verk- taki að endurbæta flugskýli 831. Verklegar framkvæmdir á öryggis- svæðinu auk umfangsmikillar upp- færslu ratsjárkerfa og kerfisbúnaðar í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, á árabilinu 2018 til 2023, kosta um það bil 21,5 milljarða króna, samkvæmt upplýs- ingum utanríkisráðuneytisins. Morgunblaðið/Eggert Verkefni ÍAV er að skila af sér stóru verki á öryggissvæðinu, endurbótum á flughlöðum og akbrautum. Skemmtilegt að hverfa til upprunans  ÍAV hreppti stórverk á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli Sigurður R. Ragnarsson Forsendunefnd Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins kem- ur saman til fundar í dag en nefndin hefur nú til umfjöllunar hvort samn- ingsforsendur lífskjarasamninganna hafi staðist. Þurfa fulltrúar viðsemj- endanna í nefndinni að tilkynna fyrir lok september hvort forsendurnar halda. Formenn allra aðildarfélaga og sambanda ASÍ komu saman til fund- ar í gær til að ræða stöðuna og hvort tilefni sé til uppsagnar samninganna. Verði þeim sagt upp á grundvelli for- sendubrests kemur ekki til umsam- inna launahækkana um næstu ára- mót. Forystumenn sem rætt var við í gær vörðust allra frétta af umræðun- um. ,,Við vorum bara að ráða ráðum okkar. Það var ekkert ákveðið á þess- um fundi,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, að loknum formannafundinum í gær. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist persónulega vera þeirrar skoðunar að lífskjarasamningurinn hefði skilað launafólki mjög góðum ávinningi. „Það hefur allt gengið upp í samn- ingnum hjá okkur, lág verðbólga og lægra vaxtastig. Það eru mikil verð- mæti fólgin í þessum samningi. Þar af leiðandi leggst ég eindregið gegn því að samningnum verði sagt upp,“ sagði Vilhjálmur. omfr@mbl.is Verkalýðsforingjar réðu ráðum sínum Morgunblaðið/Hari Undirritun Lífskjarasamningarnir voru gerðir í apríl á síðasta ári.  Formaður VLFA er á móti uppsögn samninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.