Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýútkominskýrslakjaratöl- fræðinefndar sýnir þann mikla árang- ur sem lífskjara- samningarnir svokölluðu hafa skilað launafólki, einkum þeim lægst launuðu, sem er í sam- ræmi við það sem að var stefnt. Hækkun lægsta hópsins á tímabilinu mars 2019 til maí 2020 var á bilinu 11-21%, sem er gríðarleg hækkun á einu ári, ekki síst við þá óvenjulega lágu verðbólgu sem verið hefur og felur í sér að langstærstur hluti þessarar hækkunar er raun- veruleg kaupmáttaraukning. Í miklu efnahagslegu góðæri hefði þótt gott ef þau fyrirtæki sem greiða samkvæmt þessum töxtum hefðu þolað slíkar hækkanir. Hættan er vitaskuld sú að störfum fækki þegar hækkanir eru svo mynd- arlegar. Í árferði eins og nú er má hins vegar öllum vera ljóst að útilokað er að fyrirtækin standi undir slíkum hækk- unum. Ef horft er út fyrir land- steinana má sjá hve einstæð þessi þróun er. Dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeit- ung hafði í gær eftir þýsku hagstofunni að raunlaun í kór- ónuveirufaraldrinum hefðu fallið meira en nokkru sinni frá því byrjað var að taka saman slíkar tölur. Raunlaun á öðrum fjórðungi í Þýskalandi lækkuðu um 4,7% á milli ára. Í Evrópu- sambandinu í heild sinni er þróun raunlauna í ár neikvæð, eins og við er að búast. Hér á landi halda laun áfram að hækka langt umfram verð- bólgu, sem sagt raunlaun. Þetta á ekki aðeins við um lægstu launin þó að þau hækki langmest, heldur um öll kjarasamnings- bundin laun. Ísland hefur í gegnum tíðina komist í gegnum efnahagserf- iðleika án þess að skollið hafi á fjöldaatvinnuleysi eins og þekkist erlendis. Eftir fall bankanna fyrir rúmum áratug jókst atvinnuleysi um tíma en varð þó í raun aldrei mikið ef borið er saman við ástandið víða í Evrópusambandinu í hefðbundnu árferði. Og at- vinnuleysið gekk sem betur fer hratt niður hér. Í kórónuveiru- kreppunni hefur þróunin verið svipuð og verður vonandi áfram enda fátt ef nokkuð mik- ilvægara í efnahagslegu tilliti en að halda atvinnuleysi niðri og tryggja sem flestum vinnu sem vilja vinna. Ekkert er til dæmis betra í glímunni við ójöfnuð og fátækt, fyrir utan almenna vellíðan, en atvinnu- leysi, einkum langvarandi, hef- ur afar neikvæð áhrif á þá sem fyrir verða og þeirra nánustu. Skýrsla kjaratölfræði- nefndar kemur út þegar rætt er um mögulega endurskoðun kjarasamninga. Augljóst er að í núverandi árferði dytti engum í hug að semja um verulegar hækkanir á næstunni. Það hefði heldur enginn samið um þær hækkanir sem þegar hafa orðið á þessu ári. Verkefni að- ila vinnumarkaðarins við þess- ar aðstæður á að vera að verja störf og kaupmátt, ekki að verja kjarasamninga sem þeg- ar hafa úrelst af augljósum ástæðum. Engin ástæða er til að verja úrelta kjarasamninga} Verja þarf störf og kaupmátt almennings Áhugaverðarkosningar til nokkurra héraðs- stjórna á Ítalíu fóru fram á tveimur dögum um nýliðna helgi. Þessar kosn- ingar áttu að fara fram síðastliðið vor en var frest- að vegna kórónuveirunnar. Bandalagið undir forystu Matteo Salvini setti markið hátt og má bærilega við úrslitin una, en hefði viljað ná enn betri ár- angri. Flokkur Salvinis, í bandalagi við flokk Berlusconis og Flokk bræðra Ítalíu, bætti við sig meirihluta í þremur hér- aðsstjórnum og fer nú með meirihlutastjórn í 14 af 20 hér- aðsstjórnum Ítalíu. En mið- og hægriflokkarnir vildu meira og settu markið á að ná valdi á Toskana-héraði en vinstri flokk- arnir hafa stjórnað því samfellt í hálfa öld. Það markmið náðist ekki, þótt kosningabandalagið bætti við sig 10% atkvæða þar. Sósíal- demókratar og Fimmstjörnu- bandalagið telja sig hafa unnið varnarsigur fyrst Toskana gekk úr greipum Bandalagsins. En Matteo Salvini segir þennan áfangasigur mikilvægan áfanga. Þrír nýir héraðsmeirihlutar og verulega aukinn stuðningur í Toskana sé vísbending um í hvað stefnir. Matteo Salvini getur fagnað góðum sigri en ekki þó þeim stórsigri sem hann vonaðist eftir} Staða Bandalagsins styrkist enn á Ítalíu A llir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eft- ir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veit- ingastað. Einn gestanna fannst allt í einu látinn, enginn vissi hvað hafði gerst og enn síður hvernig morðið hafði verið framið. Eftir mikla og sprenghlægilega rannsókn leystu Harry og Heimir gátuna. Morðinginn var þjónninn og morðvopnið var danska. Hann hafði vísvitandi talað dönsku við gestinn þangað til hann þoldi ekki meir og dó. Í dag virðist danski þjónninn vera laus úr fangelsi og er aftur farinn að herja á lands- menn. Hann beitir þó öðrum bellibrögðum því nú notar hann íslensku til þess að viðhalda dönskum áhrifum. Nánar tiltekið, til þess að viðhalda konunglegri danskri stjórnarskrá á Ís- landi. Fuss og svei. Stjórnarskráin okkar er ekkert dönsk, heyrist kannski í einhverjum. Jú, í öllum meginatriðum er hún það. Um það er hægt að lesa í bindi Sigurðar Líndals, Grundvöllur stjórnarskrár. Danski þjónninn passar upp á sitt. Þjóðin má ekki fá málskotsrétt. Þjóðin má ekki fá jafnan atkvæðarétt. Ekki mannhelgi. Ekki netfrelsi. Ekki vernd blaðamanna og heimildarmanna. Ekki frelsi vísinda, fræða og lista. Ekki menntun án endurgjalds. Frelsi frá herskyldu eða ómeng- að andrúmsloft og óspillta náttúru. Ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar. Nei, engu má breyta nema danski þjónninn fái að ráða hverju og hvernig því er breytt. Í baráttu sinni beitir danski þjónninn ólíklegustu rök- um, eins og að frumvarp stjórnlagaráðs sé ein- hvern veginn ógilt vegna þess að kosning stjórnlagaþings var dæmd ógild. Fyrir utan að hunsa niðurstöðu heillar þjóðaratkvæða- greiðslu um það frumvarp, sem er æðsta um- boð þjóðar um eitthvert málefni, þá getur Al- þingi auðvitað skipað nefndir og ráð til þess að búa til frumvörp. Það er reglulega gert og í til- felli stjórnlagaráðs var samþykkt sérstök þingsályktun þess efnis. Danski þjónninn fullyrðir að hann noti stað- reyndir eins og það geri allt sem hann segir að staðreynd. Það er hins vegar munur á stað- reynd og fullyrðingu. Danski þjónninn full- yrðir ýmislegt, en það er allt afskræming stað- reynda á einn eða annan hátt. Danski þjónninn spyr leiðandi spurninga sem koma málinu ekk- ert við eins og „kaus þjóðin nýju stjórnar- skrána?“ og svarar því neitandi. Það svara því allir neit- andi, það vita allir sem vilja vita að það var kosið um að leggja frumvarp stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. „Samdi þjóðin nýju stjórnarskrána?“ spyr danski þjónninn og svarar að „þjóðin“ semji ekki texta. Eða eins og þegar Jón Sigurðsson sagði við Trampe greifa: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar“ þá hefði danski þjónninn sagt að Jón væri ekki þjóðin. Hann er enda „hundtryggur“ valdinu og hunsar því þjóðar- atkvæðagreiðslur. Björn Leví Gunnarsson Pistill Danski þjónninn Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Kínversk stjórnvöld hafaorðið uppvís að því aðneyða Tíbetbúa í „starfs-námsverkefni“, ekki ósvipað og komið hefur fyrir Uighura í héraðinu Xinjiang, og stappar nærri ánauð eða vinnuþrælkun. Tíbetarnir – einkum búalið og hirðingjar utan af landi – eru kallaðir inn samkvæmt kvótakerfi og sendir í sérstakar þjálf- unarbúðir þar sem þeir fá hug- myndafræðilega brýningu og lík- amlega þjálfun, sem um margt minnir á herþjálfun. Að henni lokinni er þeim svo ráðstafað til vinnu, ýmist innan heimahéraðs eða fjarri heima- högum, en um það hafa verkamenn- irnir minnst sjálfir að segja. Tilflutningur á vinnuafli eða nútímaþrælahald? Yfirvöldin í Tíbet, hinu her- numda landi sem Kínverjar hafa inn- limað, segja að hér sé um starfsnám að ræða, sem ætlað er að draga úr fá- tækt, en eins hafi verið þörf á átaki í tilflutningi vinnuafls. Með því séu landbúnaðarverkamönnum fundin arðbærari störf í verksmiðjum þar sem þeirra sé meiri þörf. Fræðimenn hjá Jamestown- stofnuninni í Bandaríkjunum, sem fyrstir greindu frá þessu, segja þetta „verknám“ bæði hugsað til hug- myndafræðilegrar innrætingar og útþynningar á Tíbetum í hinu kín- verska þjóðahafi, svona fyrir utan sjónarmið um atvinnufrelsi eða frelsi almennt. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni var meira en hálf milljón fólks úr sveitunum „þjálfuð“ með þessum hætti á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020, en hvert hérað og sveit- arfélag þurfti að uppfylla kvóta um fjölda verkafólks, sem þaðan bærist. Markmiðið sagt að „útrýma letingjum“ Jamestown-stofnunin hefur afl- að mikilla upplýsinga með því að tína þær til úr fjölmiðlum og opinberum tilkynningum héðan og þaðan í Kína og Tíbet, sem síðan er reynt að sjá heildarmyndina af. Þannig voru markmið þessarar verkmenntaáætl- unar tiltekin í skýrslu stjórnvalda í fyrra, en henni er ætlað að innræta Tíbetum „starfsaga, kínverska tungu og vinnusemi“. Í skýrslu borgaryfir- valda í Nagqu árið 2018 var þetta orðað með skýrari hætti, en þar var sagt að markmið vinnuaflsflutning- anna væri að „útrýma letingjum“. Til þess að ýta enn frekar undir það er borið fé á hirðingja og bændur fyrir að láta af hendi búpening og land til samyrkjubúa ríkisins. Nærri 50.000 manns hafa verið flutt um set innan Tíbets, en meira en 3.000 manns hafa verið send til Kína til alls kyns starfa, sem minnir um margt á samskonar „vinnumarkaðs- aðgerðir“ í Xinjiang, þar sem alræð- isstjórnin í Peking hefur mjög hert tökin síðustu ár, ekki síst til þess að þjarma að hinum íslömsku Uighurum og fleiri þjóðum raunar. Í Xinjiang hefur kommúnistastjórnin hins vegar verið mun stórtækari, en þar voru 1,3 milljónir manna að meðaltali sendar í einangrunarbúðir og látnar gangast undir svona „starfsnám“ á árunum 2014-2019. Þar, líkt og í Tíbet, hefur verið talað um „menningarlegt þjóðar- morð“; að fólkið sé kannski ekki leng- ur drepið, en að því sé tvístrað og reynt að eyða þjóðarheildinni og menningu hennar í nafni Stór-Kína. Kínverjar herleiða Tíbeta til starfsnáms Hernám Kínverska hernámsliðið í Tíbet dregur fána Rauða-Kína að húni gegnt Potala-höllinni í Lhasa sem áður var aðsetur Dalai Lama. Tíbet er í Mið-Asíu, landlukt á há- sléttu norðan Himalajafjalla og inn á fjallgarðinn. Það er stórt en hrjóstrugt land, 2,5 milljónir km2 að flatarmáli. Tíbet var hernumið í innrás Rauða-Kína árið 1950 og var inn- limað í Kína, þó ekki viðurkenni það allir. Fljótlega tók að bera á skipulögðum flutningi Kínverja til landsins, en nú er svo komið að aðfluttir Kínverjar eru meirihluti íbúa, 7,5 milljónir (um þriðjungur hermenn), en Tíbetar eru um 6 milljónir talsins. Bandaríska stofnunin Freedom House telur lýðréttindi í Tíbet vera næstminnst í heiminum. Næstversta land í heimi HERNÁM TÍBETS INDLAND RÚSSLAND KÓREA MONGÓLÍA KÍNA Xinjiang Hong Kong TAÍVAN NEPAL Taípei 500 km 0 1000 Lhasa TÍBET (hernumið af Kína) Peking Shanghaí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.