Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 14

Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 ✝ Kristín Hall-dóra Pálsdóttir fæddist 14. maí 1945 í Hafnarfirði. Hún lést á líknar- deild Landspít- alans 10. sept- ember 2020. Foreldrar hennar voru Páll Valda- son, f. 14.6. 1900, d. 8.6. 2000, og Sigrún Sumarrós Jónsdóttir, f. 24.4. 1920, d. 7.4. 2006. Þau skildu. Systkini hennar samfeðra eru Kjartan, Helgi, Guðrún, Vigdís og Gréta. Kristín giftist fyrri eig- inmanni sínum Sveinbirni Björnssyni árið 1968 og eign- uðust þau þrjú börn. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sig- rún, gift Michael Ted Lawson. Dóttir hennar frá fyrra hjóna- bandi er Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir, unnusti hennar er Kolbeinn Stefánsson. Börn Michaels frá fyrra hjóna- bandi eru Margaret Lillian og John William. 2) Páll Arnar, kvæntur Henny Maríu Frí- mannsdóttur, börn þeirra eru Sigurrós Lilja og Frímann. 3) Þröstur, kvæntur Valgerði Jónu Jónbjörnsdóttur, börn þeirra eru Silfá Líf, Birkir Logi og Birta Líf. Kristín giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Friðriki Sigurðssyni árið 1995. Synir Guðmundar eru: 1) Jónas sem hjúkrunarfræðingur en tók svo við starfi hjúkr- unarforstjóra og skömmu síðar sem framkvæmdastjóri þar sem hún starfaði til ársins 2015. Kristín var afrekskona í íþróttum og varð meðal annars tvívegis Íslandsmeistari í hand- bolta í meistaraflokki kvenna með FH, en svo átti golfíþrótt- in hug hennar allan og meðal fjölmargra afreka hennar í þeirri íþrótt má nefna að hún er fyrsta kona Íslands sem val- in er til að leika golf erlendis, fyrsti Íslandsmeistari Keilis í golfi þeirra bestu, margfaldur klúbbmeistari Keilis og marg- faldur Íslandsmeistari í sveita- keppnum. Kristín fór ótal landsliðsferðir í golfi erlendis, bæði í einstaklingskeppnum og sveitakeppnum, þ.á m. í fyrstu keppnisferð öldungasveitar kvenna erlendis. Einnig á hún nokkra Íslandsmeistaratitla í öldungaflokki og fjölmarga sigra í ýmsum öðrum golf- mótum. Kristín náði að fara þrisvar holu í höggi í keppn- isgolfi. Kristín hefur setið í stjórn ýmissa félaga, s.s. í stjórn deildarhjúkrunarfor- stjóra og hjúkrunar- framkvæmdastjóra innan HFÍ, Golfklúbbsins Keilis, Golf- sambands Íslands og Landssambands eldri kylfinga. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 23. september 2020, klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verður gestalisti í kirkjuna. Streymt verður frá útförinni: https://www.sonik.is/kristin/. Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Hagan, kvæntur Jóhönnu Sævarsdóttur, dæt- ur þeirra eru María Ísey og Eva Sóley. Dætur Jón- asar frá fyrra hjónabandi eru Bryndís Thelma, og tvíburarnir Sæ- rún Björk og Kristín Anna. 2) Magnús Friðrik, kvæntur Becky Guðmundsson, dóttir þeirra er Sólveig Ása. Kristín ólst upp í Hafnarfirði og eftir gagnfræðapróf frá Flensborgarskólanum vorið 1962 hélt hún til Noregs í Hur- dal Verk-lýðháskólann í einn vetur. Eftir heimkomuna hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem hjúkrunarfræðingur árið 1966. Eftir útskrift starfaði hún á handlæknisdeild Land- spítalans en allt árið 1967 starfaði hún á Aker-sjúkra- húsinu í Noregi. Árið 1968 var hún ráðin deildarstjóri á handlæknisdeild Landspítalans og starfaði þar fram á árið 1970 en þá var hún ráðin sem kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands þar sem hún kenndi næstu 15 árin. Meðfram kenn- arastarfinu fór hún í fram- haldsnám í heilsugæsluhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann. Ár- ið 1985 hóf Kristín störf hjá Heilsugæslunni í Hafnarfirði Amma Kristín er fallin frá. Þetta voru þung og erfið skila- boð að færa dætrum okkar þar sem amma Kristín hefur átt svo stóran þátt í lífi þeirra allra. Kristín kynntist föður mínum fyrir meira en aldarfjórðungi og hefur því verið stór þáttur í lífi dætra okkar fimm alla þeirra ævi. Allar eiga þær minningar með ömmu Kristínu úr sunnudagaskólanum í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Ótal söngvar sem þar voru kenndir eru enn sungnir á heimili okkar í dag. Jól og hátíðarstundir á Sunnuvegi og seinna meir í Skipalóni eru dýrmætar minn- ingar í lífi okkar fjölskyldu. Amma Kristín var svo sann- arlega alvöruamma þeirra allra. Hlýja og væntumþykja tók ávallt á móti okkur og það var svo gott að geta leitað til ömmu Kristínar þegar eitthvað bjátaði á. Hún var nefnilega líka há- menntaður hjúkrunarfræðingur og því ávallt með öll réttu galdrakremin og plástra við höndina er smá slys áttu sér stað. Það var einnig hægt að leita til hennar með hvað sem er því hugulsemi og kærleikur var ávallt til staðar. Dýrmætar eru minningarnar frá því þau hjónin heimsóttu okkur bæði í Frakklandi og Sviss þar sem við bjuggum um nokkurt skeið. Þessar ferðir voru utanlandsferðir án golf- settanna hjá þeim hjónum en þar uppgötvuðu þau bæði að það er líka hægt að ferðast ut- an án þess að spila golf! Á seinni árum ferðuðumst við mikið saman og þá sérstak- lega til Bandaríkjanna þar sem Kristín og pabbi dvöldu mikið hjá okkur og dunduðu sér í golfi. Samverustundir okkar hjóna á golfvellinum með ömmu Kristínu og afa Guðmundi í Flórída standa upp úr hjá okk- ur núna þegar við hugsum til baka og erfitt er að hugsa til þess að amma Kristín fari ekki með okkur aftur. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur hjónin og dætur okkar að eiga Kristínu að og það er erfitt að skilja af hverju hún er ekki lengur hjá afa Guð- mundi. En minningin lifir og erum við endalaust þakklát fyr- ir þann tíma sem við fengum saman. Frá er fallin yndisleg móðir, eiginkona og amma og hennar verður sárt saknað. Elsku Kristín, við munum svo sannarlega passa vel upp á hann afa Guðmund eins og þú baðst okkur svo oft um á síð- ustu dögunum þínum sem við eyddum saman. Það var einmitt svo lýsandi fyrir þig hversu mikið þú hafðir áhyggjur af öll- um öðrum en sjálfri þér. Elsku Kristín okkar, amma Kristín, hvíldu í friði – blessuð sé minning þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Jónas Hagan, Jóhanna, Bryndís Thelma, Særún Björk, Kristín Anna, María Ísey og Eva Sóley. Elsku amma, Kristín Páls- dóttir, Íslandsmeistari í golfi tvisvar í röð árin 1975 og 1976. Ef það væri ekki fyrir þig þá væri ég aldrei uppi á golfvelli að eignast nýja vini og eiga geggjaðan tíma með þér á vell- inum. Svo þegar þú fékkst krabbamein þetta ár hef ég alltaf verið á golfvellinum að hafa gaman eins og þú sagðir mér alltaf að gera. Svo gleymi ég aldrei þegar við fórum til Flórída saman við fjölskyldan í Legoland og Disneyworld og fórum alltaf að pútta saman með afa og pabba og ég man að þið gáfuð mér alltaf högg á hol- una svona til að láta mér líða vel og bara svo að þetta væri eitthvað sanngjarnt, út af því að það var ekki hægt að vinna þig í púttkeppni get ég sagt þér. En svo höfðum við líka mjög gaman fyrir utan allt golf- ið. Eitt sem ég gleymdi er hversu góð þú varst að elda og baka, eins og ég sagði alltaf við þig: „Perfect!“ Ég elskaði mat- inn og snúðana sem þú gerðir og svo gleymi ég aldrei rúsínu- og súkkulaðismákökunum. Mér fannst gott að vakna við hliðina á þér af því ég var mjög örugg- ur og glaður að vera með skemmtilegasta fólki sem ég hef kynnst. Ég var sérstaklega spenntur að fara fram og fá besta hafragraut í heimi og ég veit að allir væru sammála mér. Og ég elskaði hverja einustu stund með þér og þú varst allt- af svo sterk og dugleg og myndir gera allt fyrir alla sem þú elskaðir. Ég veit það. Og þegar þú varðst mjög veik þá var það bara sjokk fyrir mig og alla vini þína en samt gastu barist við þetta krabbamein og fyrir lífi þínu í eiginlega einn og hálfan mánuð, það er rosalegt. Þinn Frímann. Amma mín. Ég hefði ekki getað beðið um betri ömmu, þú átt 12 barnabörn en þú dekr- aðir okkur öll eins og við vær- um það eina og það tekur sér- staka manneskju til að gera það. En það sem ég elskaði allt- af var þegar ég fékk árlegu hringinguna um að koma að hjálpa þér að skreyta fyrir jól- in, þú lést mig alltaf syngja með þér fyrir kertin og ég mun aldrei gleyma því að þó að ég væri ekki hjá þér í mat á jól- unum gerðirðu alltaf auka asp- assúpu fyrir mig til að taka heim. Þú hjálpaðir mér mikið með kvíðann minn og sagðir mér alltaf að biðja áður en ég færi að sofa til þess að ég myndi róa mig niður og taka smá tíma til að vera þakklát fyrir allt. Þú hefur alltaf verið sterkasta manneskjan í mínu lífi og ég hef alltaf reynt að fara eftir því. Ég elska þig mest í heim- inum og þakka þér fyrir allt elsku amma mín. Þín Sigurrós Lilja. Elsku besta amma mín og nafna. Amman með mýksta hárið sem gat alltaf fengið mig til að brosa. Þú varst mér svo mikill innblástur og hjálp. Þú varst svo dugleg, góð og studd- ir mig mikið. Ég dáðist alltaf að dugnaðinum þínum bæði þegar ég var kaddíinn þinn og þú varst að keppa í golfi og þegar þú barðist gegn krabbamein- inu. Ég minnist allra ferðalag- anna okkar út um allan heim, það var svo gaman að ferðast með þér og þér fannst svo gam- an að fara á nýja staði. Uppá- haldið þitt var nú samt alltaf Flórída, ferðirnar með þér þangað voru alltaf mjög skemmtilegar og ég mun ávallt minnast þeirra. Þér leið alltaf svo vel í Flórída því þar gastu notið góða veðursins og spilað golf. Ég gat eytt óteljandi stundum með þér við sundlaug- ina að spjalla. Uppáhaldið mitt mun samt alltaf vera þegar við eyddum deginum saman og bökuðum uppáhaldssnúðana mína. Þú varst alltaf til í að baka þá með mér því þú vissir hversu mikið ég elskaði þá. Hvert skipti sem ég kom í heimsókn eftir að ég flutti frá Íslandi passaðir þú upp á að ég fengi snúða með mér aftur heim. Líka þegar einhver ætl- aði í heimsókn til mín frá Ís- landi þá passaðir þú að senda snúða með. En svona varst þú bara, þú vildir alltaf gleðja aðra og eyða tíma með fjölskyldunni. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum saman og ég mun sakna þín mikið. Ég elska þig endalaust og ég vona að við hittumst aftur. Þitt fyrsta barnabarn og nafna, Kristín Steinunn Helga. Við gerðum margt með ömmu. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu. Við gerðum ýmislegt saman. Einu sinni löbbuðum við með ömmu í búðina og keyptum í matinn. Við hjálpuðum ömmu við að elda hádegismatinn, þar sem við elduðum spagettí með pyls- um. Við fórum stundum í sund með ömmu og hún fór með okk- ur í Húsdýragarðinn. Við fórum líka til útlanda með ömmu. Við fórum með henni til Flórída, þar sem var rosa gaman. Þar fórum við í Lególand og Disn- eyworld og amma gaf okkur leikföng. Okkur þótti rosa vænt um ömmu og söknum hennar mikið. Amma var rosalega góð við okkur. Amma fór alltaf með bænirnar með okkur þegar við gistum hjá henni. Silfá, Birkir og Birta. Stína bernskuvinkona mín er fallin frá og minningarnar streyma fram. Við vorum fimm ára við fyrstu kynni, báðar á dagheim- ili við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Okkur fannst gaman að dansa og syngja, þannig varð stofan hennar Rúnu mömmu á Öldugötu 4 okkar æfingasalur fyrir skapandi dansverk. Einn- ig var mikill söngur í KFUM en þangað mættum við reglulega á fundi og nutum þess að syngja, hlusta og safna fallegum Jesú- myndum. Við Stína sátum saman alla okkar skólagöngu í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Við höfðum góða kennara sem ýttu undir leiklist, söng og dans. Reglu- lega voru barnaskemmtanir í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Við nutum þess að æfa með góðum skólafélögum og síðan að baða okkur í sviðsljósinu. Ekki má gleyma kórastarfinu. Við æfð- um reglulega með kór skólans og kór KFUM. Máttur söngsins er mikill, stuðlar að samkennd og treystir vináttubönd. Átta ára gamlar byrjuðum við að æfa handbolta í gamla íþróttahúsinu við lækinn. Handboltamörkin voru mál- uð á veggina á íþróttasal sem var á stærð við gott unglinga- herbergi dagsins í dag og FH- búningarnir voru heimasaum- aðir. Á sumrin var keppt úti á malbikinu, sárin voru oft blæð- andi en gleðin var mikil undir styrkri stjórn Hallsteins Hin- rikssonar og Birgis Björnsson- ar. Við áttum síðar eftir að verða Íslandsmeistarar með frábærum liðsfélögum FH. Æskuárin liðu hratt við leik og nám. Unglingsárin voru ekki síðri í Flensborg. Rokkið, tú- beraða hárið, filtpilsin og strigaskórnir. Gelgjan tók völd- in sem stundum var sárt. Þá var gott að fara á trúnó með Stínu vinkonu. Enn í dag hitt- umst við skólafélagarnir ár- gangur 1945. Mánaðarlegur hittingur, ferðalög og sameig- inleg tugaafmæli. Ótrúlega gott og gefandi fyrir okkur öll. Stínu tókst aldrei að draga mig í golfið þrátt fyrir góða við- leitni. Einn dag gaf hún mér gullpúttara og sagði: „Nú er lag að byrja, Olga mín.“ Það varð ekki en eins og allir vita var Stína margfaldur Íslands- meistari í golfi og driffjöður í þeirri íþrótt. Kaflaskipti urðu í lífinu eftir gagnfræðapróf. Alvaran tók við, val um lífsstarf. Stína valdi hjúkrun og ég fór í kennslu- störf. Síðar vorum við komnar í hjónabönd og börnin hrönnuð- ust upp. Við Stína héldum vel um vináttuböndin, fylgdumst með börnum og störfum hvor annarrar. Inn á milli áttum við hjónakornin gleðistundir með börnum eða án. Ekki má gleyma Rúnu mömmu, henni má þakka upp- haf vináttu okkar Stínu. En enn áttum við vinkon- urnar eftir að dansa saman og þá til heiðurs okkar frábæra kennara Ástbjörgu Gunnars- dóttur. Ég setti upp afmælis- sýningu og Stína mín var með í þeirri sýningu. Það var mikil gleði hjá okkur vinkonunum að sameinast á ný gegnum sköpun í hreyfingu. Stína var mikil afrekskona í íþróttum og öllu ævistarfi. Hún var yndisleg, hlý og ráðagóð vinkona. Þótt stundum hafi lið- ið langt á milli okkar funda síð- ari ár, þá var ávallt sem við hefðum hist í gær. Þannig er sönn vinátta. Kæri Guðmundur Friðrik, börn, barnabörn og fjölskyldur. Mín dýpsta samúð með ykkur öllum. Minning um yndislega konu lifir. Hvíl í friði kæra vinkona. Olga. Ég lofa þig, Guð, sem gafst mér og gættir mín þennan dag. Ég bænirnar mínar ber þér við blikandi sólarlag. Þessi lofgjörð hefur búið um sig í huga mínum síðan ég heyrði fyrir stuttu að Kristín væri deyjandi. Söngurinn tengdi okkur saman fyrir 60 ár- um, þegar við störfuðum saman í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og KFUK í Hafnarfirði. Við vorum báðar fæddar um miðjan maí, Kristín 15 ára, ég 17. Móðir Kristínar, Sigrún Sumarrós (Rúna í Gróf), var ráðskona og öllu vön innan um börn og í eldhúsverkum og við sváfum í kojum í sama herbergi sem kallaðist „dyngja“. Á þeim tíma var ekkert rafmagn í Kaldárseli, ekkert rennandi vatn nema í eldhúsinu og svo Kaldáin fyrir utan þar sem börn og fullorðnir þvoðu sér. Á bak við hús voru kamrarnir. Við Kristín áttum gott samstarf í sumarbúðunum sumrin 1960 og ’61 og mörg næstu ár störf- uðum við saman í KFUK í Hafnarfirði meðal barna, ung- linga og fullorðinna. Svo gömul vinátta verður sterk. Þó að við á síðari árum værum lítið sam- an voru tengd milli okkar eins konar systrabönd sem hafa aldrei slitnað. Það er sorglegt að Kristín skuli nú vera látin, en kvöldlof- gjörðin okkar úr Selinu hefur fengið nýjan hljóm. Hið blik- andi sólarlag í lífi Kristínar kom allt of fljótt, en lofgjörðin og bænirnar lifa áfram. Til bænar ég kné mín beygi og blessun Drottins mig fel. Þótt skyggi, ég óttast eigi, hans auga mín gætir vel. Þetta erindi tileinka ég nú sérstaklega eftirlifandi manni Kristínar, Guðmundi Friðriki, svo og börnunum og barna- börnunum. Þið eruð nú sem fyrr falin blessun Drottins. Og um leið og við kveðjum með söknuði Kristínu Halldóru Páls- dóttur og þökkum alla samveru með henni, öll hennar störf sem dóttir, hjúkrunarfræðingur, eiginkona, móðir, vinur, bros hennar og tilveru alla, getum við öll beðið saman fyrir Krist- ínu og okkur sjálfum: Þá legg ég mín augu aftur og allt verður kyrrt og rótt, mig umvafinn æðri kraftur, svo öðlast ég góða nótt. Í þakklæti, kærleika og vin- áttu. Stína Gísladóttir. Kær vinkona okkar til ára- tuga, Kristín Pálsdóttir, er lát- in eftir langa baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Fyrir mörgum árum myndaðist vinahópur kvenna í golfklúbbnum Keili, sem við nefndum Sveiflurnar. Við spilum reglulega golf sam- an, ferðumst saman, bæði inn- anlands og utan, og gerum ým- islegt annað skemmtilegt. Kristín hefur verið góður leið- togi og fyrirmynd í þessum hópi, ekki síst fyrir eljusemi sína og dugnað innan vallar sem utan. Árið 1970 kynntist hún golf- inu og heillaðist strax af því. Hún var áður keppnismann- eskja í handbolta og varð tvisv- ar sinnum Íslandsmeistari með FH og vissi af þeirri reynslu að æfingin skapar meistarann. Þessa reynslu tók hún með í golfið, enda náði hún ótrúlega fljótt góðum árangri, varð mörgum sinnum klúbbmeistari og Íslandsmeistari 1975 og 1976 ásamt ótalmörgum öðrum titlum. Við Sveiflurnar höfum misst traustan og góðan félaga og minnumst Kristínar með þakk- læti fyrir tryggð og vináttu um áratuga skeið. Við sendum fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á sorg- arstundu. F.h. Sveiflnanna, Inga Magnúsdóttir, Lucinda Grímsdóttir. Það er guðdómlegt veður í garðinum mínum og gullregnið breytist í sól og vorið kyssir syngjandi svörðinn í sólhvítum kjól. (Matthías Johannessen) Vor í lofti fannst okkur sem störfuðum í Hjúkrunarskóla Ís- lands á áttunda áratugnum. Skóla sem hafði verið stofnaður árið 1931 af miklu hugsjóna- fólki og brautryðjendum. Skóla er skipti sköpum á sínum tíma í heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Hjúkrun, elsta listgreinin og yngsta vísindagreinin, hafði þróast hratt og því mikill metn- aður að hinir verðandi hjúkr- unarfræðingar hlytu nám er svaraði kröfum tímans. Kristín var góður liðsmaður þar, metn- aðarfull, harðdugleg og fagleg. Samstarf okkar allra var ein- stakt og þegar litið er um öxl ylja minningarnar. Hjúkrun handlæknissjúklinga var henn- ar aðalfag og þar var hún á heimavelli með alla sína reynslu og þekkingu. En Krist- ín átti eftir að skipta um starfs- vettvang. Hún dreif sig í sér- fræðinám í heilsugæslu og er hún hætti störfum sem hjúkr- unarkennari í Hjúkrunarskóla Kristín Halldóra Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.