Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
k
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik-
fimi í Hreyfisalnum kl. 9.30. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30.
Söngstund við píanóið með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bóka-
spjall með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir vel-
komnir. Við minnum jafnframt alla gesti á að virða þær reglur og
fjarlægðartakmörk sem gilda vegna Covid 19.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í safnaðar-
heimilinu kl. 13 til 16. Söngur og spjall. Kaffi í boði kirkjunnar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóla-
dans með Þóreyju kl. 10.30. Spænskukennsla kl. 14. Bónusbíllinn fer
frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógarmanna kl. 13-14. Spænsku-
kennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Hádegismatur kl. 12.30-12.30. Handavinna kl. 12.30. Mið-
dagskaffi kl. 14.30-15.30.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Námskeið í
tálgun kl. 9.15-11.45. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50.
Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Eigum ennþá laus pláss í myndlist, upp-
lýsingar í síma 535-2760.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrif-
stofunni kl. 8.50-16. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Söngur kl. 13.30-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir
óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir í Smiðju kl. 13. Zumba í
Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15. Hægt er að panta hádegismat með dags
fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður
með leiðbeinanda (Grænagróf), kl. 11 leikfimi Helgu (Háholt), kl.
12.30-15 Döff félag heyrnarlausra (Lágholt), kl. 13-16 útskurður /
pappamódel með leiðbeinanda.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 postulínsmálun, heitt á könnunni
kl. 9 til 16.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 23. septem-
ber: kl. 13 helgistund í kirkjunni, fyrirbænir og söngur. Kaffiveitingar
kr. 700.- Davíð Ólafsson söngvari og fasteignasali heimsækir okkur
og fer með gamanmál og syngur. Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Karl,
sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun og silfursmíði kl. 13, línu-
dans kl. 14.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn,
allir velkomnir. Hádegismatur kl.11.30–12.30, dansleikfimi kl. 13–13.45.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Spilað kl. 13.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum og kaffispjall á
eftir. Lagt af stað í ferðina um Suðurstrandir kl. 9 í dag, Emil Örn
farastjóri, þátttökugjald 7.000 kr. greiðist í rútunni, áætluð heimkoma
kl. 17. Qigong með Þóru í Borgum kl. 16.30 í dag, allir hjartanlega vel-
komnir í ókeypis prufutíma.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9
og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, sam-
vera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Ath. breyttan tíma hjá
Bónusbílnum; frá Skólabraut kl. 14.50 og til baka frá Bónus kl. 15.50.
Munum að fylgja sóttvarnarleiðbeiningum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn-
ir. Síminn í Selinu er 568-2586.
með
morgun-
nu
✝ Valgerður Guð-mundsdóttir
fæddist á Böðmóðs-
stöðum í Laugardal
10. janúar 1927.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 13.
september 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Ingimar Njálsson,
bóndi á Ketilvöllum
og Böðmóðsstöðum,
f. 10. júlí 1894, d. 18. nóvember
1971, og Karólína Árnadóttir
húsfreyja, f. 20. nóvember 1897,
d. 25. mars 1981. Systkini Val-
gerðar eru Guðbrandur, f. 1919,
d. 1919, Guðbjörn, f. 1920, d.
kennari, f. 1950, d. 2008, maki
Ragnar Kærnested flugvirki, f.
1945. Börn þeirra eru Bylgja,
Örvar og Dröfn. Þau eiga þrjú
börn hvert. 2) Flosi múr-
arameistari, f. 1956, d. 2008.
Synir hans eru Hólmgeir Elías
og Valgeir Ólafur. Hólmgeir Elí-
as á tvær dætur og tvær stjúp-
dætur. Valgeir Ólafur á tvö börn.
3) Vörður húsasmíðameistari, f.
1961, maki Svanborg Gústafs-
dóttir matartæknir, f. 1959. Dæt-
ur þeirra eru Arna, Björk og
Birna. Arna á þrjú börn og Björk
tvo syni og eina stjúpdóttur. 4)
Harpa hagfræðingur, f. 1965.
Synir hennar og fyrrverandi
maka eru: Agnar og Egill. Fyrir
átti Ólafur dótturina Lilju, fyrr-
verandi forstjóra, f. 1943. Sonur
Lilju er Gaukur og á hann eina
dóttur.
Útför Valgerðar fer fram frá
Háteigskirkju 23. september
2020 kl. 11.
1999, Ólafía, f.
1921, d. 2011, Að-
alheiður, f. 1922,
Kristrún, f. 1924, d.
1994, Sigríður, f.
1925, d. 2017, Fjóla,
f. 1928, d. 2011,
Lilja, f. 1928, d.
2018, Njáll, f. 1929,
d. 2004, Ragnheið-
ur, f. 1931, Árni, f.
1932, d. 2019, Guð-
rún, f. 1933, d. 1974,
Herdís, f. 1934, d. 2018 og Hörð-
ur, f. 1936.
Maki Valgerðar var Ólafur
Hólmgeir Pálsson, f. á Sauðanesi
á Ásum 7. júlí 1926, d. 4. janúar
2002. Börn þeirra eru: 1) Sigrún
Nú er húna amma Valla búin að
kveðja þennan heim en eftir sitja
góðar stundir og minningar sem
við bræður eigum.
Það var alltaf mikið tilhlökkun-
arefni þegar amma kom í heim-
sókn til að gera flatkökur og þá var
fræga hellan hennar alltaf með í
för. Hún var með sérstaka gúmmí-
hanska þegar hún hnoðaði deigið,
síðan var sérstök tuska notuð til að
leggja á flatkökurnar þegar þær
voru bakaðar á hellunni.
Síðan er minnisstætt þegar farið
var í hádegismat til hennar en þá
var oft á boðstólunum grjónagraut-
ur með slátri og frægu flatkökun-
um en hún amma vildi alltaf passa
upp á allir fengju nóg að borða.
Eftir matinn var oft tekið í spil,
bæði ólsen-ólsen, rommí og veiði-
mann þar sem oft var mikið hlegið.
Amma var mjög iðjusöm og vildi
gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni
og var hún alltaf með eitthvað á
prjónunum. Minnisstæðastar eru
grifflur sem húna prjónaði fyrir
veiðiferðirnar. Þá bjó amma til
bolluvendi sem hún seldi í bakarí-
um og síðan bjó amma til endur-
skinsmerki með Sigrúnu frænku.
Stundum fórum við í gistingu til
ömmu og þá var oftast kjúklingur í
boði með frönskum og majó-
neshrásalati og tók hún kjúkling-
inn í sundur með sérstökum klipp-
um.
Við eigum góðar minningar þeg-
ar farið var í bústaðinn Hamrakot
til ömmu og afa. Þá var stundum
farið í berjamó eða að veiða. Við
munum meira að segja einu sinni
eftir því þegar við veiddum í gegn-
um ís og amma sat á snjóþotu.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu stundirnar og skemmtilegu
ævintýrin.
Agnar og Egill.
Elsku amma okkar Valgerður,
eða amma Valla eins og hún var
alltaf kölluð, er nú fallin frá. Amma
ólst upp í stórum systkinahópi en
þau voru fjórtán sem komust á
legg en fæddust fimmtán á sextán
árum, sem verður að teljast hálf-
ótrúlegt. Amma var náin systkin-
um sínum alla tíð og það var gaman
að heyra sögur af lífi þeirra á Böð-
móðsstöðum þar sem mörg voru
verkin á stóru heimili. Við fengum
tækifæri til að upplifa brotabrot af
því þegar amma tók sig til og gerði
flatkökur og kleinur með okkur í
tuga- eða hundraðatali. Flatköku-
staflarnir voru jafnvel sendir á
milli landa þegar við systkinin
bjuggum erlendis. Amma var mjög
lagin í höndunum og hafði gaman
af því að prjóna. Amma sagði okk-
ur sögur af því hvernig þær systur
hefðu prjónað meðan gengið var á
milli bæja. Hún prjónaði, heklaði
og saumaði á börnin sín og barna-
börn og síðast á dúkkur barna-
barnanna. Hún sat enn við handa-
vinnu jafnvel eftir að sjónin var
farin að bregðast henni.
Amma og afi, meðan hann lifði,
skipuðu stóran sess í tilveru okkar
sem börn. Það fól meðal annars í
sér tíðar heimsóknir til þeirra á
Háaleitisbrautina þar sem ávallt
var boðið upp á heimabakað brauð,
kleinur og annað góðgæti sem
amma gerði. Amma Valla bauð iðu-
lega upp á saltfisk og grjónagraut
áður en hópurinn fór á hestbak
með afa en það var afar vinsælt,
sérstaklega þó grjónagrauturinn.
Amma var mjög barngóð og það
var oft sem við fórum í gistingu og
þá mátti gera alls konar sem var
ekki í boði heima.
Amma Valla hafði alla tíð
ánægju af því að vera í kringum
fjölskylduna sína og ef það var líf
og fjör þá naut amma sín vel. Hún
hafði gaman af því að syngja og
það var ótrúlegt hvað hún kunni af
lögum enda hafði mikið verið sung-
ið á Böðmóðsstöðum hjá þeim
systkinum.
Amma eignaðist fjögur börn en
missti á einu ári tvö þeirra fyrir tólf
árum og það var henni mjög þung-
bært. Hún mætti því þó af æðru-
leysi og hélt áfram lífinu eins og
henni var einni lagið. Hún var já-
kvæð að eðlisfari og þakklát fyrir
allt sem gert var fyrir hana.
Elsku amma, hvíl þú í friði og við
þökkum samfylgdina.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Þín barnabörn,
Bylgja, Örvar og Dröfn.
Elskuleg ömmusystir mín Val-
gerður Guðmundsdóttir frá Böð-
móðsstöðum er látin. Valgerður
frænka mín var einstaklega ljúf og
skemmtileg kona og alltaf var stutt
í stríðnina hjá henni. Þegar ég var
lítill strákur var mikil samgangur á
milli okkar. Vörður sonur hennar
og fjölskylda bjuggu í næstu götu
við okkur fjölskylduna í Fannafold-
inni og lék ég mér ásamt Herdísi
systur minni við þær Örnu og
Björk, dætur Varðar og Svanborg-
ar. Valgerður ömmusystir var þá
oft ekki langt undan. Mér er líka
afar minnisstætt á öllum jólaböll-
um í ættinni, að alltaf vildi hún vita
hvað væri að frétta af okkur systk-
inunum. Svona var Valgerður, hún
vildi öllu sínu frændfólki vel. Mér
er það líka einkar minnisstætt þeg-
ar Valgerður lék úlfinn í Rauðhettu
og úlfinum á ættarmóti 1994 og átti
að éta ömmu gömlu, sem var leikin
af Guðbirni frænda. Já, það var
stutt í glens og grín hjá þeim Böð-
móðsstaðasystkinum. Lífið var
ekki alltaf dans á rósum hjá elsku-
legri frænku minni enda lenti hún í
því sem engin móðir á að þurfa að
lenda í, en það var að sjá á bak
tveimur börnum sínum langt um
aldur fram. Með Valgerði er farin
ein í viðbót af þeim Böðmóðsstaða-
systrum, mikill kvenskörungur
sem gerði lífið svo skemmtilegt og
fallegt. Ég kveð þig elsku ömmu-
systir mín með söknuð í hjarta.
Blessuð sé minning Valgerðar
Guðmundsdóttur.
Elsku Harpa, Vörður og fjöl-
skylda, ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Hinsta kveðja,
Vilhjálmur Karl Haraldsson.
Elsku Valla mín. Það er alltaf
sárt að heyra þegar nákomnir falla
frá en samt er hægt að gleðjast
þegar almættið ákveður að kalla til
sín yndislega konu sem hefur lifað
langa og farsæla ævi og veita henni
hvíld. Hún var orðin lúin en samt
svo kát og hress og til í að syngja
og skemmta sér.
Valla á stóran hlut í bernsku
minni. Móðir mín þurfti að vinna
mikið, sérstaklega fyrir jólin, og þá
var gott að eiga hauk í horni þar
sem Valla og móðurbróðir minn Óli
voru. Þau opnuðu heimili sitt upp á
gátt fyrir stelpukríli sem þurfti
samastað í annríki aðventunnar.
Og ég var svo sannarlega velkom-
in. Kærar minningar streyma fram
þegar horft er til baka til þeirra
tíma þegar þau hjónin bjuggu í
Bogahlíðinni og sosum líka á Háa-
leitisbrautinni. Gott var að hitta
Sigrúnu sem var árinu eldri en ég
og við gátum leikið okkur enda-
laust. Ég minnist þess að hafa
vaknað þegar Valla gekk hljóðlega
um barnaherbergin og setti sæl-
gætismola í skó barna sinna og
auðvitað minn líka. Svo snaraðist
ég eldsnemma á fætur, löngu á
undan hinum, og nældi mér í sæl-
gætið úr öllum skóm, alsæl og
ánægð. En Valla mín reddaði
þessu, hún bara plataði börnin
pínulítið og kom fyrir mola í stað
hinna horfnu. Elsku Valla mín var
alltaf svo glöð þegar við hittumst,
henni fannst hún eiga mig með
múttu. Og það var vel þegið eign-
arhald.
Valla og Óli eignuðust fjögur
börn sem veittu þeim sanna lífsfyll-
ingu. En sorgin er aldrei langt und-
an og hún knúði dyra hjá Völlu
minni þegar hún missti tvö börn,
Flosa og Sigrúnu, fyrir tólf árum.
Þá reyndi verulega á og erfitt var
að halda í jákvæðnina og létta lund.
En hún var sterk kona og lét engan
bilbug á sér finna.
Af öllu hjarta þakka ég Völlu
minni samfylgdina gegnum lífið og
vildi óska að ég hefði hitt hana oft-
ar. En vonandi hittumst við bara
hinum megin þegar tími er til kom-
inn. Megi endurfundir við Óla, Sig-
rúnu og Flosa verða gleðilegir
þarna fyrir handan.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Brynja Baldursdóttir.
Valgerður
Guðmundsdóttir
Elsku mamma
mín, bless í bili. Við
sjáumst aftur og ég
veit að þú verður í
móttökunefndinni
minni þegar ég kem eins og við
ræddum, ég hlakka til að sjá þig.
Sambandið okkar byrjaði á
öðruvísi nótum, en það hafði ekk-
ert með okkur að gera, við urðum
bæði fyrir umhverfisslysum og
mengunin sem réð för til að byrja
með. Það skilgreindi þó hvorki
okkur né okkar samband. Það sem
skilgreindi okkur var að við stóð-
um bæði upp og hreinsuðum af
okkur mengunina og náðum að
vera við. Það var ómetanlegt og vá
hvað við erum falleg, vorum það
Sif Ingólfsdóttir
✝ Sif Ingólfsdóttirfæddist 26. jan-
úar 1941. Hún lést
14. september 2020.
Útför Sijfar fór
fram 21. september
2020.
reyndar ávallt líkt
og við öll.
Árin sem við átt-
um eftir heilun okk-
ar voru stórkostleg
og ég mun alltaf
varðveita þau innst
í mínu hjarta.
Margar ómetanleg-
ar minningar og ég
varð fyrir vikið að
betri manni, föður,
afa og maka.
Við hlógum, grétum, pældum
og rökræddum allar hliðar mann-
legrar tilveru, sönn vinátta.
Mamma, við vorum perluvinir
sem ekkert skilur að, hvort sem
það er þessa heims eða annars.
Eitt sterkasta einkennið okkar
var að við stóðum alltaf saman í
öllu, sama hvað. Við vorum svo
tengd að stundum hringdir þú og
spurðir: Jæja, hvað var í gangi í
gær? Ég fann umhyggjuna og
brosið í gegnum símann. Það var
orðið þannig að ef eitthvað var í
gangi þá hringdi ég í þig og sagði
þér hvað það var og að það væri
allt í lagi með alla og síðan skelli-
hlógum við.
Hvernig þú gast gert litla hluti
að stórum í huga barnanna minn
var magnað og margar góðar
minningar sem ferðast með þeim
áfram í þeirra lífi.
Takk innilega fyrir þig elsku
mamma, við sjáumst síðar.
Þinn sonur og vinur,
Ingólfur.
Komið er að kveðjustund. Það
er alltaf jafn sárt þegar kallið
kemur jafnvel þótt það hafi verið
vitað að hverju stefndi. Elskuleg
Sif okkar hefur kvatt þennan
heim. Farin yfir í sumarlandið þar
sem henni hefur verið vel fagnað
af vinum sem farnir eru á undan.
Við vorum svo heppin á Núpi að
fá hana í fjölskylduna. Hún kom
fyrst sex ára og átti að dvelja í
hálfan mánuð en endaði með því
að vera í tíu sumur ásamt ótelj-
andi helgarfríum og varð svo
sannarlega ein af okkur. Alltaf var
tilhlökkunarefni þegar von var á
henni í sveitina, jákvæð, glöð og
skemmtileg stelpa, dugleg og mik-
ill dýravinur. Naut hún hverrar
stundar. Hún hafði mjög gaman af
söng og var oft tekið lagið og
sungið raddað þegar vel lá á okk-
ur. Hún kunni líka að spila á gítar
og það fannst okkur hinum alveg
snilld.
Sif átti rætur í Reykjavík og
þar fundu þau hvort annað Hörð-
ur og hún. Þau giftu sig og stofn-
uðu heimili, þar sem gott var að
koma. Þau eignuðust tvö börn,
Ástu og Ingólf, og lífið brosti við
þeim. Þau voru dugleg að skapa
sér störf, hugmyndarík og dug-
andi. Höfðu lag á að láta fólki líða
vel sem leitaði til þeirra og gátu
leyst alls konar vandamál og verð-
ur margt af því aldrei fullþakkað.
Við þökkum elskulegri Sif fyrir
allt það sem hún var okkur og
biðjum henni Guðs blessunar.
Elsku Ásta, Ingólfur og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur og góður Guð styðji ykkur og
styrki.
F.h. fjölskyldunnar frá Núpi,
Sigríður Guðmundsdóttir
(Sigga systir).