Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Þrátt fyrir að nýsmitum kórónuveirunnar hafi fjölgað
víða um lönd berast samt fréttir af því að menningar-
stofnanir séu opnaðar að nýju, eftir að hafa verið lok-
aðar síðan skellt var í lás í mars þegar veiran dreifðist
um heiminn. Um helgina voru sýningarsalir Louis Vuit-
ton-stofnunarinnar til að mynda opnaðir að nýju en þar
eru settar upp sýningar á verkum kunnra samtíma-
listamanna. Á opnunarsýningunni eru fjölbreytileg
verk bandarísku listakonunnar Cindy Sherman. Hún
hefur allan sinn feril unnið með sjálfsmyndir á eftir-
tektarverðan og oft ögrandi hátt og er ofarlega á list-
um sérfræðinga yfir áhrifamestu listamenn samtímans.
Fyrsta og frægasta myndröð Sherman, Untitled Film
Stills, var sýnd í Listasafni Íslands á Listahátíð 2010.
AFP
Stigið inn í heim Cindy Sherman
Bresk-franski
leikarinn Mich-
ael Lonsdale er
látinn, 89 ára að
aldri. Margir
minnast hans
sem illmennisins
Hugos Drax í
James Bond-
myndinni Moon-
raker (1979).
Þrátt fyrir að hafa leikið í mörgum
vinsælum breskum kvikmyndum
var Lonsdale einnig stjarna í
frönskum myndum – hann lék í um
180 kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um. Hann sló í gegn í tveimur
myndum sem François Truffaut
gerði 1968 og vakti alþjóðlega at-
hygli í The Day of the Jackal (1973)
sem Fred Zinnemann leikstýrði.
Lonsdale, sem lék
Hugo Drax, er allur
Michael Lonsdale
Rithöfundurinn Milan Kundera,
sem fæddist í Tékklandi en flúði
ógnarstjórn kommúnista í heima-
landinu og settist að í Frakklandi,
þar sem hann hefur búið í útlegð í
meira en fjóra áratugi, hefur þeg-
ið boð um að veita viðtöku Franz
Kafka-verðlaununum. Um er að
ræða ein helstu menningar-
verðlaun sem veitt eru í Tékk-
landi. Samkvæmt The Guardian
þiggur hann verðlaunin „með
ánægju“ og einkum vegna aðdáun-
ar sinnar á verkum Kafka.
Verðlaunin hlýtur höfundurinn,
sem er orðinn 91 árs, einu ári eft-
ir að hafa þegið full borgararétt-
indi í Tékklandi að nýju. Verð-
launahafinn er valinn af
alþjóðlegri dómnefnd og segir for-
maður hennar Kundera hljóta
verðlaunin fyrir stórkostlegt fram-
lag til tékk-
neskrar menn-
ingar. Kundera
flúði Tékkóslóv-
akíu árið 1975,
eftir að hafa
verið úthróp-
aður af stjórn-
völdum fyrir
„andkomm-
únískt athæfi“.
Frá 1988 hefur Kundera skrifað
allar sínar bækur á frönsku en
Friðrik Rafnsson hefur þýtt þær á
íslensku, þar á meðal hina vinsælu
Óbærilegur léttleiki tilverunnar,
Bókin um hlátur og gleymsku og
Kveðjuvalsinn.
Kundera sneri ekki aftur til
Tékklands fyrr en árið 2008 en þá
veitti hann viðtöku Tékknesku
bókmenntaverðlaununum.
Milan Kundera hlýtur Kafka-verðlaunin
Milan Kundera
Breytt veröld er yfirskrift haust-
sýningar Grósku – félags mynd-
listarmanna í Garðabæ. Sýningin
verður opnuð í kvöld, miðvikudags-
kvöld, klukkan 20 til 22 í Grósku-
salnum á Garðatorgi 1 í Garðabæ.
Í tilkynningu frá Grósku segir að
nú séu tímar mikilla breytinga og
túlka listamennirnir þær hver með
sínum hætti í verkunum.
Við opnunina syngur Sigurrós
Arey Árnýjardóttir og spilar á
hljómborð, myndlistarmennirnir
verða á staðnum og boðið er upp á
léttar veitingar. Gróska býður öll-
um að koma og gleðjast með sér,
Garðbæingum
jafnt sem öðr-
um, og hvetur
jafnframt fólk
til að gæta að
sóttvörnum
og
fjarlægðar-
mörkum.
Vegna hinna
óvenjulegu
aðstæðna hef-
ur starfsemi Grósku farið hljótt
undanfarið „en listin hefur þó
dafnað“ og afraksturinn má sjá á
sýningunni.
Haustsýning Grósku opnuð í kvöld
Gunnar Júl. sýnir verk
sem heitir „Trump
flækjufótur forseti“.
Undanfarin ár hefur Nýlistasafnið
leitað til félaga safnsins og kallað
eftir tillögum að haustsýningu.
Markmiðið hefur verið að víkka
sjóndeildarhring stjórnar og kynna
fjölbreytileika íslenskrar mynd-
listarsenu. Í tilkynningu frá stjórn-
inni segir að í „kjölfar þeirrar ólgu
sem hófst með sterku og þörfu
ákalli svartra og blandaðra
minnihlutahópa í Bandaríkjunum
sem nú hefur ýtt við flestum kimum
heimsins hefur runnið upp fyrir
stjórn safnsins að við höfum ekki
náð fyllilega að endurspegla þá fjöl-
breyttu grósku sem einkennir listir
og mannlíf hérlendis. Sem fyrsta
skref í tilraun til að ýta undir fjöl-
breytni og þátttöku allra hefur
stjórn Nýló ákveðið að leita víðar í
þessu árlega ákalli um sýningar-
tillögur.“ Nú er leitað sérstaklega
eftir hug-
myndum að sýn-
ingu frá „ein-
staklingum og
hópum hvers
raddir hafa
hingað til ekki
fengið nægan
hljómgrunn.
Við hvetjum
fólk af ólíkum
uppruna og með ólíkan bakgrunn,
hvort sem viðkomandi er aðili að
Nýló eða ekki, til að senda inn til-
lögu. Við leitum sérstaklega til hin-
segin samfélagsins, Íslendinga með
erlendan uppruna og blandaðra Ís-
lendinga, aðfluttra Íslendinga og
annarra sem finna sig á jaðrinum
að deila með okkur sínum sjónar-
hornum.“ Umsóknarfrestur rennur
út 4. október.
Nýló vill sýningartillögur úr jaðarhópum
Í Nýlistasafninu.
Gyða Valtýsdóttir, handhafi Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs, heldur tónleika ásamt hljómsveit í Norður-
ljósasal Hörpu í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Tónleikarnir
eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Yfirskrift tónleika Gyðu eru Epicycle. Í tilkynningu
segir að á tónleikunum renni saman „ævafornt og nýtt,
heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við
galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dul-
hyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða
tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar,
Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar
Arnalds sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II“.
Gyða var einn stofnenda hljómsveitarinnar múm og hefur starfað með
breiðum hópi listafólks úr ólíkum áttum, komið fram á tónleikum um víða
veröld og samið kvikmyndatónlist.
Tónleikar Gyðu á Listahátíð í kvöld
Gyða Valtýsdóttir