Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is,
Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg.
Á
tímum sem þessum, þar sem mælt er með því að við hittum sem
fæsta og höldum okkur sem mest heima, geta heimilisþarfirnar
breyst töluvert. Eitthvað sem virkaði svo vel þegar allir heimilis-
meðlimir voru út um allt virkar kannski ekki lengur. Innanhúss-
arkitektar finna mikið fyrir þessu og segja að fólk verji peningum í
að fegra heimili sitt í stað utanlandsferða. Fólk breytir skipulagi á íbúðum sín-
um eins og Katrín Atladóttir bendir á í þessu blaði. Þau hjónin stóðu frammi
fyrir því að þurfa annaðhvort að flytja eða breyta íbúð sinni þannig að þau
fengju auka barnaherbergi. Þau völdu síðari kostinn því þeim þótti vænt um
íbúðina sína og hverfið sitt. Þar fyrir utan er náttúrlega alltaf frekar kostnaðar-
samt að flytja þótt framkvæmdirnar hafi kostað sitt.
Með því að færa eldhúsið inn í borðstofu fengu þau aukaherbergið sem
þau vantaði. Í kjölfarið breyttist andrúmsloftið á heimilinu þegar eldhús og
stofa voru komin í samliggjandi rými því börnin vilja náttúrlega alltaf vera þar
sem mamma og pabbi eru. Með því að fá aukaherbergi færðust leikföng ann-
ars barnsins, sem áður höfðu haft lögheimili í stofunni, inn í inn í herbergi.
Þessi gjörningur er mjög skýrt dæmi um það hvernig þarfir heimilisins
breytast þegar við verjum meiri tíma á heimilinu og náttúrlega líka þegar við
fjölgum okkur. Heimilið þarf að halda utan um okkur og veita okkur orku –
ekki hið gagnstæða.
Það eru örugglega margir sem finna fyrir því að þráðurinn í okkur er styttri
en áður og margir eru miklu viðkvæmari. Við erum svolítið eins og appelsína
sem búið er að skræla. Þegar appelsína er óflysjuð er hægt að henda henni í
gólfið án þess að hún verði fyrir hnjaski en þeg-
ar búið er að skræla hana þolir hún minna. Hún
verður viðkvæmari og við minnsta álag fer allur
safinn úr henni.
Ef heimilið er ekki að virka fyrir skrældu app-
elsínuna þá þarf hún að færa til húsgögn, mála
eða gera hvað sem er til þess að sér líði betur.
Litapalletta haustsins er mjúk og umvefjandi.
Við erum að sjá liti eins og brúnappelsínu-
gulan, bleikbrúnan, heitan sveppalit, hlýjan
grágrænan tón og hlýjan kampavínsgráan.
Í sumum íbúðum er einstaklega góð iðn-
aðarlýsing sem kemur
að frábærum notum
þegar við gerum jóla-
hreingerningu í desem-
ber. En á venjulegum
degi, þegar við komum
þreytt heim úr vinnunni,
getur þessi iðnaðarlýs-
ing gert okkur andsetin.
Til þess að verða ekki
eins og Láki jarðálfur og
fjölskylda hans þurfum við lampa með stillanlegu birtustigi og kertaljós. Sumir
búa líka í kössum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja en arkitektinn
gleymdi að fólk myndi búa í rýminu og því lítið lagt upp úr hljóðvist. Þegar það
glymur í öllu verður skrælda appelsínan sem andsetin. Í slíkum húsum þarf
mottur og kannski þarf að setja viðarklæðingu í loft eða veggi. Ullarkúlurnar
hennar Bryndísar Bolladóttur koma líka eins og himnasending.
Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður setti
einmitt viðarklæðningu og stóra mottu í stofuna hjá
sér til að laga hljóðvist og segir hún frá því í viðtali
hér í blaðinu. Ef fólk er með steypt gólf þarf ein-
hvern hlýleika á móti til þess að fólki líði betur.
Þegar skrældu appelsínurnar eru búnar að laga
hljóðvist og lýsingu er ekkert annað í stöðunni en
að reyna að gera meira af því sem nærir og endur-
lífgar frumurnar í líkamanum. Hvort sem það er elda
mat sem endurnærir frumur líkamans. Ekki bara
kveikja á djúpsteikingarpottinum og setja franskar í
gömlu olíuna því þá verður fólk svo orkulaust og
óhamingjusamt.
Fólk þarf te, fótanudd, bækur, tónlist og knús frá
þeim sem það má knúsa og svo kostar ekkert að
hringja í vin og hlæja smá í símann.
Skræld appelsína
þarf frið
Marta María Jónasdóttir
Margir sækjast eftir nota-
legri húsgögnum en áður.
Haustlita-
palletta IKEA
er náttúruleg.
Hægt er að búa til nýtt útlit með því að nota
IKEA-eldhússinnréttingu sem skenk í borðstofu.
H
vað gerir þú til að dekra við þig?
„Ég nýt grunnþarfanna. Ég elska að
borða, sofa og elska heitt. Ég dekra við
mig með því að hugleiða, fara á snyrti-
stofur, ferðast, með því að kaupa mér
blóm eða plöntu. Hreyfing er einnig dekur, hvort held-
ur sem er mjúk hreyfing í jóga eða harðari hreyfing í
Crossfit út á Granda. Eins gerir mikið fyrir mig að
fara á bókakaffihús.
Ég elska líka að læra eitthvað nýtt. Ég er
sem dæmi áskrifandi að MasterClass og get
mælt með David Lynch í því samhengi.
Nú er ég á námskeiði hjá Rvk Ritual. Ég
elska allt sem tengist list. Hvort sem það er
að fara á sýningar, safna list, lesa um lista-
menn eða horfa á heimildarmynd um þá.“
Hvað er skemmtilegast við að ljósmynda?
„Fólkið er það skemmtilegasta við fagið. Ég
fæ svo mikið af frábæru fólki til mín á ljós-
myndaverkstæðið sem veitir mér mikinn inn-
blástur. Ég elska þegar fólk kemur í ljós-
myndatöku og skilur eftir sig eina
setningu eða einhverja sýn á lífið sem fær
mig til að hugsa eða fær mig til að læra
eitthvað nýtt.“
Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?
„Á einum degi get ég verið bæði fyrir
áberandi hluti en einnig
einfalda. Ég sem dæmi
elska Ann Demeule-
meester og stíl Patti
Smith. Suma dagana
langar mig að vera í
öllu svörtu og aðra er
ég ótrúlega litaglöð.
Ég upplifi stundum að
ég hafi fæðst á vitlaus-
um áratug þar sem ég
vildi að ég hefði verið
70́s listaskvísa í New
York með stór 70́s sól-
gleraugu, í platform-
skór og í allskonar lit-
um. Hangandi í Studio
54 og búa í iðnaðarhús-
næði með milljón
plöntum og listaverk-
um. Merkin sem 70́s
skvísan í mér dýrkar
eru sem dæmi Hildur
Yeoman, Chloé, Saint
Laurent, Isabel Marant og Gucci.“
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
„Ég á engan uppáhaldslit. Ég
elska alla liti regnbogans og er mjög
litaglöð ég held ég eigi jakka í öllum
helstu litum nema ég klæðist sjaldn-
an skærgulgrænum eða fjólubláum.
Ég heillast mjög oft að rauðu eða
bleiku. Rauði liturinn á að gefa
manni kraft og auka orku.“
Hvaða óþarfa keyptir þú þér síð-
ast?
„Mér finnst það ekki óþarfi annars
hefði ég ekki keypt það. Ég keypti
gráan Strand-jakka og svartan
Ganni-bol frá Geysi og svo fékk ég
mér trylltan rúllukragabol og glimm-
erklemmu frá Hildi Yeoman. Síðasta
sem ég keypti mér var reyndar líka ljósmyndagræja
og ljóðasafn Kristínar Ómarsdóttur sem var að koma
út. Svo keypti ég mér fyrsta bílinn minn í síðasta mán-
uði. Geggjaðan 21 árs gamlan Suzuki Jimny.“
Hvað er í snyrtibuddunni?
„Í snyrtibuddunni er alltaf til Dr. Hauscha, bæði
rósakrem og litaða dagkremið. Það kaupa það allir
sem ég fæ til að prófa enda bjargaði það húðinni
minni. Ég elska þessar vörur! Einnig er ég með Nor-
dic Skin Peel frá Skyn Iceland og Davines sjampó. Ég
fer reglulega í meðferð hjá Húðinni og er hrifin af vör-
unum sem þær eru með
frá Jan Marini. Ég nota
YSL-varalit og
Chanel-varalitablýanta.
Húðolían frá Laugum Spa
má finna í snyrtibuddunni
og á ég alltaf ilmvatn frá
Andreu Maack. Þau eru
mín uppáhalds.“
Hver er uppáhalds-
veitingastaðurinn þinn?
„Uppáhaldsveitingastað-
irnir eru Coocoós Nest,
Rok, Fiskmarkaðurinn,
Systrasamlagið og Grillið.
Svo elska ég Ramen Momo og
nýji uppáhaldsstaðurinn minn er
Yndisauki.“
Hver er uppáhaldsmorgun-
maturinn þinn?
„Ég fasta yfirleitt til hádegis.
Annars er það „grauturinn“ og
allt í Systrasamlaginu og svo
vegan-bröns á Yndisauka um
helgar og nýjasta uppáhald er
maika-skál.“
Hvert er uppáhaldssmáforritið
þitt?
„Instagram, því þar er hægt
fá svo mikinn innblástur ef mað-
ur fylgi rétta fólkinu. Samfélags-
miðlar geta gert svo magnaða
hluti. Ég fékk og hef fengið stór
ljósmyndaverkefni því ég hef
verið virk á þessum miðlun.“
Ef þú gætir ferðast hvert sem er – hvert færir þú og
á hvaða hóteli myndirðu gista?
„Ég er með mikla útlandaþörf því hef ekki farið
neitt síðan í desember í fyrra en hef yfirleitt farið til
London á tveggja mánaða fresti að vinna. Ég sakna
London, listasafnanna og vina. Mig langar líka mjög
mikið til New York. Akkúrat núna væri ég til í að fara
til Parísar og vera á hóteli sem vinkona mín kynnti
fyrir mér. Það er hótelið Costes, sem mér finnst mest
sexý hótel í heimi. Ég mæli með því þegar hægt er að
ferðast fyrir rómantískt stefnumót.“
Með hverjum er best að vera?
„Fólkinu sem maður elskar.“
Hvernig lyftir maður sér upp á tímum
kórónuveirunnar?
„Með því til dæmis að fara á alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðina í Reykjavík, RIFF, sem er að byrja núna. Það
verður hægt að horfa á ótrúlega spennandi myndir og
á netinu heima í stofu.“
„Best að vera með fólk-
inu sem maður elskar“
Ljósmyndaranum Sögu Sigurðardóttur er margt til lista lagt. Það er vana-
lega nóg að gera hjá henni. Auk þess að taka ljósmyndir af fólki hefur hún
verið að gera vinsæl listaverk og setið í leikstjórnastól svo dæmi séu tekin.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Á Yndisauka Bistro fæst girni-
legur Marbella kjúklingur.
Fatnaður frá
Saint Laurent-
vetrarlínunni.
Rauður vara-
litur frá YSL.
Saga segir að hún
hafi fæðst á röngu
tískutímabili.
Saga mælir með að
fara á stefnumót á
Costes-hótelinu í París.
Rose Light
dagremið
frá Dr.
Hauschka.
Ilmvötnin frá
Andreu Maack.