Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 4

Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Vildi alls ekki svart/hvítt eldhús G ríma og Jóna eru vinkonur og þekkjast vel. Þær lásu því hvor aðra eins og opna bók og voru sammála um hvernig heimilið ætti að líta út. „Við þekkjum hvor aðra svo vel enda búnar að vera bestu vinkonur í mörg ár og ég held að hún hafi treyst mér ágætlega fyrir þessu og vor- um við fljótar að komast að lokaniðurstöðu. Hún vildi opna eldhúsið og fá stóra eldhúseyju, svo tók hún sérstaklega fram við mig að hún vildi alls ekki svart/hvítt eldhús,“ segir Gríma en byrjað var á því að rífa út eldhúsinnréttingu, gólfefni og flísar ásamt því að brjóta niður tvo veggi til þess að opna rýmið á milli hæða betur en húsið er á þremur pöllum. „Við settum nýjar flísar á forstofu og sjón- varpshol og parket á stiga, stofu og eldhús. Ég teiknaði upp nýtt eldhús og breytti skipulagi þess þannig að það tengdist borðstofu og stofu mun betur. Eldhúsið er í grunninn sett saman úr IKEA-einingum en við létum sérsmíða fronta og völdum þennan fallega marmara í borðplötur og „backsplash“, svo völdum við gyllt blöndunartæki sem fara einstaklega vel með marmaranum,“ segir Gríma. Í innréttingunni er reykt eik og marmarinn sem prýðir eldhúsið heitir Calacatta Macchia Vecchia og er frá Granítsteinum. Innréttingin sjálf er með höldum sem eru fræstar í hana en á tækjaskápnum eru höldur frá Innvali. Hverju vildir þú ná fram með eldhúsinu? „Ég vildi opna eldhúsið og tengja það við borðstofu og stofu. Einnig vildi ég ná fram góðu vinnu- og geymsluplássi en þegar eldhúsið er orðið hluti af stofunni er mikilvægt að vera með góðan tækjaskáp og hirslur til þess að halda skipulaginu góðu og fela mestu óreiðuna. Einn- ig var að sjálfsögðu mikilvægt að vanda efnisval vel og skapa fallega heild.“ Hvaða efni er á gólfunum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður fékk það verkefni að gera endurbætur á heimili Jónu Vestfjörð Hannes- dóttur eiganda Seimei.is og Hólmars Arnar Eyjólfssonar fótboltamanns þegar þau festu kaup á raðhúsi í Garðabæ. Marta María | mm@mbl.is Calacatta Macchia Vecchia- marmarinn í eldhúsinu er lifandi og sérleg prýði er að honum. Í forstofunni var fataskápur og lét Gríma fjarlægja hann og setti bekk og sérsmíðaðan spegil í staðinn. Húsráðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki hengt upp úlpurnar sínar því inn af forstofunni er geymsla sem nú er fataherbergi. Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu. Í eld- húsinnréttingunni er reykt eik en hurðarnar voru sér- smíðaðar á IKEA innrétt- ingu. Marmari er á borð- plötum og upp á vegginn.  SJÁ SÍÐU 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.