Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 ákváðum þó að ráðast í smá breytingar aftur núna þar sem við erum bara orðin þrjú í heimili. Við breyttum því aðeins her- bergjaskipan svo nú er ég með enn stærra fataherbergi og prinsessan fékk stærra her- bergi. Við áttum svo alveg eftir að fara í húsið að utan svo það var kominn tími á það núna. Eins og allir vorum við ekkert að ferðast til útlanda vegna kórónuveirunnar og því var bara farið í þetta núna eins og svo margir aðrir.“ Hvað með litina á veggjunum? Hvaða liti varstu að nota? „Ég var með litinn minn Ber frá Slipp- félaginu á öllu alrými áður og ákvað að halda honum þar sem hann er mjög fallegur. Ég er svo að koma með nýtt litakort fyrir Slippfélagið sem hefur verið í bígerð síðasta árið og notaði litinn Leir í hjónaherbergi og böð. Hann er í miklu uppáhaldi og tónar vel með öðrum í þessu nýja litakorti sem ber heitið „Ilmur“ og er væntanlegt á haustdög- um,“ segir hún. Eftir að Sæja tók niður burðarvegg í stof- unni gafst færi á að breyta og skipta um húsgögn. „Ég ákvað að fá mér risasófa frá Minotti en ég lét yfirdekkja hann hjá GÁ húsgögn með æðislegu ljósu efni. Sófaborðin hannaði ég sjálf og eru úr Emperador-marmara frá Granítsmiðjunni,“ segir hún og játar að hún elski marmara. „Ég pantaði mér svo Etcetera Lounge-stólinn eftir Jan Ekselius frá Svíð- þjóð. Hann er upphaflega frá 8. áratugnum en hefur farið aftur í endurframleiðslu eins og svo mörg önnur húsgögn frá þessum tíma. Viðarstólinn er frá Heimahúsinu og stóra málverkið er eftir Steingrím Gauta en hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Til að ramma inn stofuna er ég svo með mjög stóra ullarmottu frá Parket og gólf. Þar sem við erum með flotað gólf ákvað ég að setja viðarloft yfir stofuna en ég hafði einmitt teiknað það líka árið 2013 þegar við fórum fyrst í framkvæmdir en settum það svo aldrei upp. Það var því gert núna og hljóðvistin stórbatnaði á eftir. Það er svo einnig á svefnherbergisganginum sem væri annars hálf tómlegur.“ Baðherbergi hússins tóku líka nokkrum breytingum. „Inni á gestabaðinu bættum við sama Ke- Ljósmyndir/Guðfinna Magnúsdóttir „Við keyptum húsið 2013 og höfum búið hér síðan. Vor- um að hugsa um að flytja en staðsetningin er bara svo æðisleg að ég gat ekki hugs- að mér það. Því ákváðum við að fara heldur í breyt- ingar svo húsið hentaði okkur betur. Hér verðum við því vonandi alltaf.“  SJÁ SÍÐU 12 Liturinn Ber frá Slippfélaginu prýðir stofuna. Hann er hlýr og umvefj- andi og passar vel við klæðn- inguna í loftinu og Etcetera lounge stólinn sem Sæja pantaði á netinu. Marmarapallurinn setur svip sinn á stofuna en fyrir ofan hann er sjónvarp sem lítur út eins og lista- verk. Í loftið setti hún viðarklæðn- ingu sem bætti hljóðvist rýmisins. Þegar hjónin þurftu að fara í framkvæmdir notaði Sæja tæki- færið og bjó til bar í eldhúsinu. Stóllinn var keyptur í Heimahúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.