Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Sæja lét setja mess- ing á gömlu borðplöt- una á baðherberginu. Þar sem við erum með flotað gólf ákvað ég að setja viðar- loft yfir stofuna en ég hafði einmitt teiknað það líka árið 2013 þegar við fórum fyrst í framkvæmdir en settum það svo aldrei upp. Það var því gert núna og hljóðvistin stór- batnaði á eftir. Inni á baðherbergi er heillandi mynd eftir Guðnýju Magnúsdóttur. nya-marmaranum eins og í alrými en héld- um innréttingunni og vaskinum sjálfum. Til hliðar við klósettið er smá hilla inni í stein- inn til að fela pappírinn, sem ég elska. Eins máluðum við það rými og ég átti þennan spegil fyrir og færði hann í þetta rými, en hann er frá Further North og er mjög kúl. Inni á aðal baðherberginu máluðum við veggi og loft og ég ákvað að setja messing plötu yfir gömlu borðplötuna sem fær að „sjúskast“ með tímanum og verða enn fal- legri. Á vegginn fyrir ofan baðkarið setti ég svo fallega mynd eftir Guðnýju Magn- úsdóttur sem er mjög róandi landslagsmynd. Það má nefnilega alveg hengja list inni á baðherbergi.“ Ljósið fyrir ofan borðstofuna, hvaðan er það? „Þetta ljós hefur lengi verið í uppáhaldi og hef ég fengið að setja það upp hjá kúnnum. Ég varð því bara að fá mér það en það er listaverk út af fyrir sig með mjúkri og fal- legri birtu. Það heitir Cloud og er frá Appa- ratus. Ég á þó enn eftir að láta smíða fyrir mig fallegt viðarborðstofuborð en það hefur bara ekki gefist tími í það. En hugmyndin er að hafa ósamhverft hnotuborð með fótum fyrir miðju. Þetta er enn á teikniborðinu.“ Hvernig breyttist stemningin á heimilinu eftir að þú fórst í þessar breytingar? „Stemningin breyttist mikið þar sem ég get loksins haldið matarboð fyrir fleiri en sex og sófinn rúmar fjölskylduna alla á þægilegan hátt við sjónvarpsgláp. Eins feng- um við okkur nýtt rúm og létum GÁ hús- gögn bólstra gafl svo mér finnst ég loksins vera orðin fullorðin enda aldrei fengið mér höfðagafl áður.“ Hringlaga spegillinn set- ur svip sinn á baðher- bergið en hann passar vel við marmarann. Borðið er úr Norr 11. Sæja lét setja höfðagafl á hjónarúmið en það hefur hún aldrei prófað áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.