Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Þ egar Guðrún og Kristján festu kaup á húsinu var það orðið svolítið gam- alt og lúið. Húsið er byggt 1977 og fengu fyrri eigendur verkfræðing til að hanna húsið eftir eigin hug- myndum. Þau heilluðust af stíl Högnu Sigurð- ardóttur sem var fyrsti kvenarkitekt Íslands og afar farsæl í starfi. Þegar Guðrún og Krist- ján keyptu húsið þurfti að endurnýja það mikið enda margt komið á tíma í þessu 43 ára gamla húsi. Það þurfti að skipta um þak og glugga, innréttingar og gólfefni svo eitthvað sé nefnt. Það vafðist þó ekki fyrir þeim hvað þau vildu gera við húsið og mest af endurbótunum gerðu þau sjálf. „Við féllum fyrir arkitektúrnum á þessu húsi sem var búið að ganga kaupum og sölum, eða hafði verið á sölu, fór í söluferli en svo slitnaði keðjan alltaf. Ég var búin að fylgjast með hús- inu en við skoðuðum það aldrei því okkur þótti það of dýrt. Einn laugardagsmorgun er ég heima að drekka morgunkaffið mitt þegar ég sé að húsið er komið enn eina ferðina á sölu. Ég hringdi í Kristján, sem var úti á golfvelli, og sagði honum að koma við í bakaríi og kaupa brauð og snúða. Yfir snúðunum ákváðum við að fara og skoða húsið,“ segir Guðrún Ólöf. Til að gera langa sögu stutta þá skoðuðu þau húsið á sunnudeginum og voru búin að festa kaup á því á mánudeginum. Svolítið högnulegt Húsið er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er meðal annars eldhús, borðstofa og alrými sem er mikið notað af fjölskyldunni. Áður var garðskáli í þessu rými en þegar þau skiptu um þak létu þau setja þakplötur þar sem áður var plastþak. „Fyrst við vorum að endurnýja þakið þá tók- um við garðskálann og nú getum við nýtt plássið betur. Við erum sex í heimili eins og stendur en það eru tvö af börnunum flutt að heiman. Þau sem eru flutt að heiman eru þó mikið heima og því þarf að vera nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún. Eldhús fjölskyldunnar er stórt og rúmgott með fallegum gluggum og miklu borðplássi. Guðrún hannaði eldhúsið sjálf og notaði inn- réttingagrunn úr IKEA. Hurðirnar á innrétt- ingarnar koma frá HAF STUDIO sem sérhæf- ir sig í frontum á innréttingar frá IKEA. „Mér finnst ofsalega gott að hafa eldhúsið í löngum bekk. Ég hugsaði þetta út frá því hvernig er best að vinna. Ég vildi hafa þetta sem þægilegast því við erum það mörg í heim- ili. Ég vildi að rýmið gæti notið sín sem best. Á eyjunni er marmari en svo erum við með gran- ít á bekknum undir glugganum. Mér finnst henta vel að blanda saman marmara og graníti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstiga á Seltjarnarnesi Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún vill hafa hlutina eftir ákveðnum reglum og elskar að hafa snyrtilegt í kringum sig. Fyrir um ári festi hún kaup á einstöku einbýlishúsi á Seltjarnarnesi ásamt manni sínum, Kristjáni Brooks. Á milli þess sem hún fegrar umhverfi sitt heldur hún vinsæl prjónanámskeið heima í stofu því hún veit ekkert betra en að vera með prjóna í höndunum og gott garn. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eyjan er með þykkri marmaraplötu. Ljósið fyrir ofan eyjuna er hannað af Ingo Maurer árið 1997. Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir slakar sjaldan á. Ef hún er ekki að gera fallegt í kringum sig er hún með prjónanámskeið heima í stofu.  SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.