Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Safnar listaverkum
Í stofunni er samsafn af fallegum hús-
gögnum úr ólíkum áttum.
„Öll húsgögnin í stofunni eru gömul og ekki
eitt einasta nýtt þar inni. Svörtu sófarnir eru
úr Casa og borðið var keypt í Góða hirðinum.
Hvíti stóllinn er úr IKEA og svo er restin ein-
hver samtíningur. Ég hef lengi safnað mynd-
um og bókum og finnst fallegt að raða því
upp.“
Inni á baðherbergi eru innréttingarnar í stíl
við innréttingarnar í eldhúsinu. Þar eru inn-
réttingar úr IKEA með hurðum frá HAF
STUDIO. Á gólfunum eru flísar frá flísabúð-
inni en blöndunartækin voru keypt á netinu
hjá fyrirtækinu Lusso Stone. Spegillinn setur
svo punktinn yfir i-ið en hann er úr Góða hirð-
inum.
Þegar Guðrún er spurð út í hjónaherbergið
segir hún að það sé ekki alveg tilbúið. Þar eigi
til dæmis eftir að skipta um gardínur.
„Ég er mjög ánægð með rúmfötin sem eru
úr hörefni. Ég keypti þau í H&M og eftir að ég
byrjaði að nota hörrúmföt vil ég ekkert annað.
Mér finnst svo geggjað að sofa með þetta,“
segir hún.
Alltaf að ganga frá
Talið berst að umgengni á heimilinu og þeg-
ar hún er spurð að því hvernig gangi að fá af-
kvæmin til að taka til eftir sig segir hún það
ganga vel.
„Þau kunna að ganga um. Við erum með
fjóra stráka og tvær stelpur og þau standa sig
öll vel. Svo er ég alltaf að ganga frá og þau
skilja mig stundum ekki en ég er bara þannig
týpa. Svo þvæ ég þrjár þvottavélar á hverju
kvöldi og finnst það ekkert mál. Ég hef alltaf
verið svona,“ segir hún.
Er engin verkaskipting?
„Nei, ég bara geri þetta. Þetta er mitt
heimili og ég hef aldrei getað sest fyrir fram-
an sjónvarpið ef það á eftir að vaska upp. Ég
væri til í að vera afslappaðri með þetta, en ég
vil ekki rusl. Ég viðurkenni það nú alveg að
það ganga allir frá eftir matinn og svona. Allir
þurrka af borðunum og hjálpast að,“ segir
hún.
Lét drauminn rætast eftir atvinnumissi
Guðrún starfaði á skrifstofu Icelandair-
hótelanna en var sagt upp í vor vegna kórónu-
veirunnar. Í stað þess að sitja aðgerðalaus
ákvað hún að láta gamlan draum rætast og
byrja með prjónanámskeið sem hún býður upp
á heima hjá sér.
„Þetta eru prjónanámskeið fyrir byrjendur
en hægt er að finna allar upplýsingar á Fa-
cebook og Instagram undir nafninu
Knit.by.gua. Þeir sem þekkja mig, þekkja mig
sem prjónakonuna. Ég er búin að vera að
prjóna síðan ég var 12 ára. Amma mín kenndi
mér að prjóna, hún lét mig prjóna peysu sem
var mjög illa prjónuð, en ég fylltist stolti þegar
peysan var tilbúin. Ég datt reyndar aðeins út á
unglingsárunum en byrjaði svo aftur að prjóna
og hef verið að síðan.“
Aðspurð hvað prjónaskapurinn gefi henni
segir hún að þetta sé hennar hugleiðsla og
jóga.
„Það að prjóna er yndisleg stund með sjálfri
mér. Ég er orðin þannig að ég get ekki horft á
sjónvarp nema með prjóna. Þess vegna fer ég
aldrei í bíó, get ekki verið aðgerðalaus og horft
á mynd,“ segir hún og hlær.
Hvað ertu að kenna fólki á prjónanámskeið-
unum?
„Ég mun kenna allt milli himins og jarðar,
allt frá byrjendaprjóni og upp í tískuprjón.
Þetta er fyrir alla aldurshópa og er svolítið
þannig að það geta allir lært að prjóna ef þeir
hafa áhuga og það er aldrei of seint. Svo er
þetta fólk á öllum aldri og út frá námskeið-
unum eru komnir nokkrir saumaklúbbar. Ég
ákvað að hafa námskeiðin heima til að hafa
þetta persónulegra. Eftir að kórónuveiran
skall á ákvað ég að spýta í lófana með þetta
verkefni. Ég hugsaði þessi prjónanámskeið
líka fyrir þá sem eru atvinnulausir því það er
gott að hafa eitthvað að gera og fátt betra fyrir
sálina en að prjóna og hugleiða.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veggirnir í húsinu eru margir hverjir með grófri
steypuáferð. Hér er horft inn á baðherbergi.
Marmaraflísrnar fá að njóta sín á baðherberginu.
SJÁ SÍÐU 22
Baðinnréttingin er úr IKEA
en hurðirnar koma frá HAF
STUDIO. Spegillinn er úr
Góða hirðinum.
Ég vildi að rýmið gæti notið
sín sem best. Á eyjunni er
marmari en svo erum við
með granít á bekknum undir
glugganum. Mér finnst
henta vel að blanda saman
marmara og graníti
Hjónaherbergið
er hlýlegt. Rúm-
gaflinn er frá
Bólstraranum á
Langholtsvegi.