Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 2
Hvernig sæki ég að þér, Steindi?
Bara ágætlega, er hér heima með eina fjögurra
mánaða. Ég þarf að vinna heima í dag vegna Co-
vid, og það er ekkert rosalega létt!
Nú á að frumsýna Eurogarðinn
um helgina. Hvaða þáttur er
þetta?
Hann fjallar um starfsfólk húsdýragarðs-
ins og drykkfelldan braskara, með mjög
vafasaman viðskiptaferil, sem er að kaupa
húsdýragarðinn og breyta honum í Euro-
garð. Jón Gnarr leikur þennan mann en
aðrir sem leika eru ég, Auddi, Anna Svava
og Dóri DNA.
Hvaða persónu leikur þú?
Ég leik Andra, dýrahirði í garðinn. Hann
er mjög einfaldur og misskilinn. Greyið
kallinn, hann Andri.
Var ekki gaman að leika í þessu?
Jú, þetta var hrikalega gaman. Við tókum
upp seríuna í sumar þegar það kom akkúrat
smá Covid-pása. Þetta eru átta þættir og
fyrstu tveir verða sýndir saman sem ég held að
fólk kunni að meta.
Að öðru, ég frétti að þú stundaðir raf-
íþróttir. Hvað er það?
Já, þú heyrðir rétt. Ég hef alltaf sagt að ég væri
einn mesti rafíþróttamaður landsins, í miklu gríni. En án
gríns er ég mikill áhugamaður um rafíþróttir. Ég get upplýst það hér og
nú að ég er að fara af stað með nýja þætti sem verða á miðvikudögum í
vetur, á Twitch. Þeir heita Rauðvín og klakar og þar erum við fjórir að
spila tölvuleiki. Bara gaman!
STEINDI JR.
SITUR FYRIR SVÖRUM
Greyið
hann Andri
Varðveittu
minningarnar
áður en þær glatast
Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020
Hugur minn og fjölmargra Íslendinga hefur verið hjá egypsku fjölskyld-unni sem nú fær loks að koma úr felum. Ekki er hægt að ímynda sérkvíðann og sorgina sem þau hafa upplifað, svo ekki sé talað um
hræðsluna. Auðvitað má ekki brjóta svona á börnum; að taka af þeim vonina
eftir tveggja ára veru hér á landi. Og sem betur fer sáu stjórnvöld að sér. Takk
fyrir það.
Nú þurfa stjórnvöld að ræða málin svo að svona komi ekki fyrir trekk í
trekk. Það er nefnilega ekki hægt að koma svona fram við manneskjur. Ef vísa
á fólki úr landi, verður það að gerast
helst strax, áður en fólk festir hér
rætur, lærir málið, eignast vini.
Sem blaðamaður hef ég oft skrifað
um flóttafólk og séð með eigin augum
vonina í augunum, eða óttann og ör-
væntinguna. Ég hef hitt flóttafólk
sem hingað var boðið og aðra sem
komu hingað upp á von og óvon. Ég
hef horft á eftir heilli fjölskyldu sem
rekin var úr landi eftir ársdvöl hér.
Ég hef hitt yndislegt fólk sem lagt
hefur mikið á sig til þess að öðlast
öruggt líf. En best hef ég kynnst
flóttafólki í gegnum leiðsögumanna-
verkefni Rauða krossins. Þar fékk ég
það yndislega verkefni að hjálpa einstæðri, þriggja barna móður, og börnum
hennar. Eftir níu mánaða dvöl var þeim veitt dvalarleyfi. Í langan tíma bjuggu
þau í óvissu og sást vel hvað móðirin þjáðist af áhyggjum og kvíða. Börnin
gengu í skóla og undu sér vel á Íslandi, en lifðu í óvissu.
Svo kom að því að leyfið var veitt og fékk fjölskyldan þrjá mánuði til að finna
sér íbúð á almennum leigumarkaði. Það gekk illa, vægast sagt, og á endanum
var þeim gert að yfirgefa íbúðina sem félagsmálayfirvöld höfðu skaffað þeim
tímabundið. Móðirin var viti sínu fjær af kvíða og sorg; hvað átti hún að gera
nú? Ein á götunni með þrjú börn. Til að gera mjög langa og erfiða sögu stutta,
þá tókst að hjálpa þessu góða fólki. Og það var ekki kerfinu að þakka heldur
samfélaginu.
Nú er egypska fjölskyldan komin með vernd og þá hefst baráttan við kerfið.
Það þarf að finna vinnu, húsnæði, borga reikninga, basla. Eins og svo margir
aðrir þurfa að gera, en ólíkt okkur hinum eiga þau ekkert bakland. Nú þarf allt
samfélagið að taka vel á móti þeim og rétta þeim hjálparhönd, því það er sko
ekkert auðvelt að vera flóttamaður, það hef ég séð með eigin augum.
Með óttann
í augunum
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Auðvitað má ekkibrjóta svona á börn-um; að taka af þeim vonina eftir tveggja ára
veru hér á landi. Og sem
betur fer sáu stjórnvöld
að sér. Takk fyrir það.
Þorleifur Ólafsson
Já. Mér þykir yfirgnæfandi líkur á
því, miðað við fjölda pláneta.
SPURNING
DAGSINS
Trúir þú á
líf á öðrum
hnöttum?
Sólrún Halldórsdóttir
Nei. Alveg hundrað prósent viss.
Björn Kári Björnsson
Já. Mér finnst svo ólíklegt að við
séum ein.
Anna Lárusdóttir
Já, ef við erum hér, af hverju ekki?
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Steindi Jr., eða Stein-
þór Hróar Stein-
þórsson, leikur í Euro-
garðinum sem sýndur
verður á sunnudags-
kvöldum á Stöð 2.
Fyrstu tveir þættirnir
verða sýndir í kvöld.
Morgunblaðið/Eggert