Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2020 Breskur njósnari að nafni James Bond var sendur til starfa austan járntjaldsins í Póllandi tveimur árum eftir að fyrsta Bond-myndin, Dr. No, var frumsýnd. Þetta kemur fram í nýbirtum gögnum frá pólsku gagnnjósnaþjónustunni. Bond kom til Varsjár 18. febrúar 1964 og opinber staða hans í breska sendiráðinu var skjalavörður, að því er segir í gögnunum. Sá Bond, sem þar er lýst, á lítið sameiginlegt með nafna sínum úr skáldsögum Ians Flemings, flag- aranum James Bond, sem líður best með vodka- martini í glasi. Pólskir njósnarar, sem fylgdust með Bond, skráðu að hann hefði „áhuga á konum“, en verið „mjög varkár“ og ekkert samband haft við pólska borgara. Sagnfræðistofnunin sem birti skjölin sagði að Bond hefði verið lágt settur útsendari með áberandi nafn, enda hefðu „meira að segja njósnarar kommúnista verið kunnugir skáldsagnapersónunni“. Í október og nóvember 1964 gerði Bond tilraun til að skoða hernaðarmannvirki í Białystok og Olsztyn í norðausturhluta Póllands, skammt frá landamærum Sovétríkjanna sálugu, en virðist ekki hafa orðið ágengt. Hann yfirgaf Pólland 21. janúar 1965. Fleming var sjálfur njósnari. Hann sagði að nafnið á njósnahetjunni hefði hann fengið að láni þegar hann las bók um fugla í Karabíska hafinu eftir bandaríska fuglafræðinginn James Bond. Bond var skjalavörður Sean Connery í hlutverki James Bond í myndinni Dr. No. Hinn raunveru- legi Bond mun hafa haft „áhuga á konum“ en ver- ið „mjög varkár“. Þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett 20. september 1960 var Sigurður Bjarnason, ritstjóri Morgunblaðsins, á vett- vangi. „Hér ólgar hið mikla þjóða- haf,“ skrifaði hann í litríkri frá- sögn þar sem hann lýsti fjálglega þátttakendum og hugrenn- ingum sínum meðan á setning- unni stóð. „Öllu slær í dúnalogn,“ skrifar Sigurður í fréttaskýringu, sem birtist fjórum dögum síðar, 24. september, í Morgunblaðinu. „Forsetinn segir allsherjarþingið sett, býður fulltrúa velkomna og biður þá síðan að hefja þingið með hljóðri bæn í eina mínútu. Þingheimur rís úr sætum, hver þjóð biður með sínum hætti. Hér stendur veikt og villuráfandi mannkyn frammi fyrir guði sín- um. En um hvað biður það? Skyldi ekki allt þetta mikla þing biðja af grunni hjarta síns um frið handa öllum mönnum? Við skulum vona að svo hafi verið, en þessi hljóða bænarstund, þessa einu mínútu, þetta örsmáa brotabrot af mannkyns- ævinni er mikilfengleg stund, einstæð og ógleymanleg.“ GAMLA FRÉTTIN Villuráfandi mannkyn Risið á fætur í bænastund við setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 1991. Í grein sinni lýsti Sigurður Bjarnason slíkri stund 30 árum fyrr. AP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Emily Blunt leikkona Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður Kate Winslet leikkona ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.