Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 29
plötu fyrir hljómsveitina … það virt- ist nánast spretta upp úr engu. Í tvær vikur fékk ég hugljómun nán- ast daglega. Slíkt fyllir mann af ham- ingju.“ Fyrir þetta hafði Springsteen ekki samið lag sem hann taldi henta fyrir E Street Band í „sex eða sjö ár, þótt ég hefði skrifað mikið af annarri tón- list“. Í viðtalinu við Rolling Stone lík- ir hann sköpuninni við að vera í nám- um þar sem hann leiti ólíkra sköpunaræða: „Stundum klárar þú eina æð og þá verður þú að leita að einhverju öðru. Æðin getur verið tóm í nokkur ár eða vikur.“ Blaðamaðurinn rifjar upp að árið 2011 lést Clarence Clemons, saxó- fónleikari E Street Band og einn nánasti vinur Springsteens. Þremur árum áður féll hljómborðsleikarinn Danny Federici frá. Í Rolling Stone segir að þótt Springsteen setji þetta ekki í það samhengi sé erfitt að láta fram hjá sér fara að um sama leyti og Clemons féll frá hætti Spring- steen að geta samið fyrir E Street Band. Andi Clemons er þó enn í hljóm- sveitinni því að bróðursonur hans, Jake Clemons, blæs nú í saxófóninn. Í hittiðfyrra lést annar samferða- maður Springsteens, George Theiss. Theiss var söngvari í hljómsveit, sem hét The Castiles. Springsteen lék á gítar í hljómsveitinni. Þegar Springsteen fór að syngja meira myndaðist spenna í hljómsveitinni. Þegar The Castiles lagði upp laup- ana fór ferill Springsteens á flug. Theiss gerðist hins vegar iðnaðar- maður og spilaði í hljómsveit með- fram dagvinnunni. Springsteen og Theiss héldu sambandi. Þegar Theiss lá banaleguna með krabba- mein í lungum kom Springsteen að heimsækja hann. Þetta var á sama tíma og Springsteen var með uppá- komur á Broadway fimm kvöld í viku þar sem hann söng og talaði um for- tíðina. Hann var sleginn þegar hann gerði sér grein fyrir að hann væri síðasti félaginn í Castiles á lífi. Springsteen segir að andlát Theiss hafi ýtt við sér. Skömmu áður hafði aðdáandi – sennilega frá Ítalíu – skilið eftir gítar fyrir utan sviðs- dyrnar hjá honum á Broadway. Hon- um virtist þetta vera ágætur gítar og tók hann með sér þótt hann hefði aldrei heyrt um framleiðandann. Gít- arinn lá óhreyfður í stofunni hjá hon- um í nokkra mánuði en í apríl í fyrra tók Springsteen hljóðfærið upp. „Skyndilega streymdu þessi lög út úr honum,“ segir Springsteen í Roll- ing Stone. „Á kannski minna en tíu dögum. Ég ráfaði á milli herbergja í húsinu og samdi eitt lag á dag. Ég skrifaði lag í svefnherberginu. Ég skrifaði lag á barnum. Ég skrifaði lag í stofunni.“ Springsteen boðaði Roy Bittan, sem hefur verið hljómborðsleikari í E Street Band frá 1974, í hádegis- mat til að ræða nýju lögin. Hann lagði til að Springsteen gerði ekki prufuupptökur, heldur spilaði bara lögin fyrir hljómsveitina og síðan yrði það tekið upp. Springsteen sagðist strax hafa áttað sig á að þetta væri rétt, útsetning á prufuupptöku gæti orðið eins og spennitreyja sem hljómsveitin myndi eiga fullt í fangi með að troða sér í. Aldurinn færist yfir Springsteen varð 71 árs gamall á miðvikudag og segist átta sig á að eftir sjötugt séu komin takmörk fyr- ir því hvað hægt verði að fara í marg- ar tónleikaferðir. Nú ætti hann að vera að skipuleggja tónleikaferðalag um heiminn með E Street Band. Ætlunin hefði verið að byrja í vor á næsta ári, nú segist hann hafa á til- finningunni að það verði ekki fyrr en 2022 og jafnvel það gæti verið bjart- sýni. „Og nú gætum við tapað einu eða tveimur árum, sem er ekki svo gott,“ segir hann. „Sérstaklega vegna þess að mér finnst bandið vera fært um að gefa sitt allra, allra, allra besta og jafnvel enn meira, það er í toppformi núna. Og mér finnst ég jafn fullur af lífsorku og mér hefur nokkurn tím- ann fundist í lífinu … Það er þetta að geta ekki komið fram, nokkuð, sem hefur verið grundvallarorka í lífinu, nokkuð sem ég hef lifað fyrir frá því að ég var 16 ára gamall.“ Bruce Springsteen segir að hann hafi aldrei verið jafn fullur af orku og harmar að komast ekki á svið á næstunni. AFP 27.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 TÓNLIST Söngvarinn Marvin Gaye trónir efst á nýjum lista bandaríska tónlistartímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma með plötunni What’s Going On, sem kom út árið 1971. Á plötunni er fjallað um stöðu svartra í Bandaríkjunum og hálfri öld síðar virðist umræðan lítið hafa breyst. Blaðið hefur tvisvar áður gefið út slíkan lista. Að þessu sinni er þar að finna tvær plötur Bjarkar Guð- mundsdóttur. Homogenic er í 202. sæti og Post í 289. sæti. Marvin Gaye með bestu plötuna BÓKSALA 16.-22. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Brosað gegnum tárin Bryndís Schram 2 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante 3 Sundkýrin Sæunn Eyþór Jóvinsson / Freydís K. 4 Augu myrkurs Dean Koontz 5 Strákurinn í röndóttu náttfötunum John Boyne 6 Þegar karlar stranda Sirrý Arnardóttir 7 Grafin undir gistihúsi Ryan Green 8 Öll með tölu Kristin Roskifte 9 Gunnhildur og Glói Guðrún Helgadóttir 10 Verstu kennarar í heimi David Walliams 1 Sundkýrin Sæunn Eyþór Jóvinsson / Freydís Kristjánsdóttir 2 Öll með tölu Kristin Roskifte 3 Gunnhildur og Glói Guðrún Helgadóttir 4 Verstu kennarar í heimi David Walliams 5 Alls ekki opna þessa bók Andy Lee 6 Harry Potter og leyniklefinn J. K. Rowling 7 Bekkurinn minn 1 – prumpusamloka Yrsa Þöll Gylfadóttir 8 Þín eigin saga Risaeðlur Ævar Þór Benediktsson 9 Þín eigin saga Knúsípons Ævar Þór Benediktsson 10 Bölvun múmíunnar – seinni hluti Ármann Jakobsson Allar bækur Barnabækur Ég er alin upp við mikinn lestur og hef því í gegnum tíðina lesið mikið. Það var mjög algengt að fá bækur í jólagjöf þegar ég var að alast upp og fannst mér ekkert skemmtilegra á að- fangadagskvöld en að leggjast upp í rúm með nýja bók. Í dag les ég og hlusta á storytel til jafns. Á ferðalögum finnst mér mjög gott að hlusta og á hringferð minni um landið í sumar hlust- aði ég á tvær bækur eftir Stefan Anheim; Níundu gröfina og X leiðir til að deyja. Þetta eru glæpa- sögur sem skilja ekki mikið eftir en eru spennandi á meðan maður hlustar eða les. Ég á nokkrar uppáhaldsbækur sem ég hef lesið í gegnum árin og eiga þær það sammerkt að hafa haft mikil áhrif á mig. Fyrst vil ég nefna bókina Næturgalann eftir Kristin Hannah sem er söguleg skáldsaga um líf kvenna í stríði. Oftast er dregin upp mynd af því sem karlar upplifa og þurfa að kljást við á stríðs- tímum en í þessari bók fær maður að kynnast hugrökkum konum á stríðs- tímum. Þetta er líklega uppáhalds- bókin mín. Flugdrekahlaup- arinn eftir Khalid Hosseini er líka í uppáhaldi hjá mér. Þar fáum við að kynnast mann- lífi og menningu af allt öðrum toga en við þekkjum en mér finnst mjög gaman að lesa bæk- ur sem upplýsa mig um að- stæður í þeim menningar- heimum sem ég þekki ekki. Ég held mikið upp á Arnald Ind- riðason og er búin að lesa flestar af bókunum hans. Bettý eftir Arnald kom mér skemmtilega á óvart. Mér finnst einnig gaman að lesa ævisögur eða minningasögur og held ég að bókin Ekki gleyma mér, minningasaga Kristínar Jóhanns- dóttur, standi upp úr. Í henni er stór- brotin frásögn af veru hennar í Austur-Berlín 1987 og ótrúlega lifandi lýsingar á lífinu áður en múrinn féll. Ég get hiklaust mælt með henni. Að lokum vil ég minnast á bókina Brot eftir Dóru S. Bjarnason, en í þeirri bók fáum við að fylgja þremur kynslóðum kvenna sem tengdust Dóru fjöl- skylduböndum. Brot er skemmtileg saga um konur sem fóru ekki hefðbundnar leiðir þess tíma er þær lifðu. Bókin sem liggur núna á nátt- borðinu er Hilma eftir Óskar Guðmundsson. LINDA ARILÍUSARDÓTTIR Hlustað á hringferð Linda er kenn- ari í Lindaskóla í Kópavogi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.