Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 E nn er veiran umræðustjóri á verald- arvísu. Getur það verið? Það voru nær öll ríki óviðbúin þessari árás og það tók þau drjúgan tíma að koma sér upp nauðsynlegum búnaði, svo sem grímum og hönskum, svo ekki sé talað um skimunargræj- urnar, sem fæstir höfðu heyrt nefndar í byrjun þessa árs. Almenningi var reyndar víðast ráðlagt að sækj- ast ekki eftir grímum. Gagnsemi þeirra var sögð vafasöm því Jón og Sigga um allan heim þekktu ekki réttu handtökin við meðferð þeirra. Síðar var fullyrt að þessar aðvaranir hefðu verið settar fram í þeim tilgangi að tryggja að almenningur hamstraði ekki grímur á meðan skortur væri enn á þeim á sjúkrastofnunum sem mest þurftu á þeim að halda. Fólki var eindregið ráðlagt að hnerra upp í ermar sínar til að draga úr smitleiðum. Margra alda uppeld- isreglur máttu fjúka í þessu nýja ermarsundsátaki. Þeir, sem hafa séð 22 fótboltamenn hrækja á völlinn hundrað sinnum í leik hver og renna sér á maganum í þessu óáfenga og ólystuga mungáti til að fagna marki, kalla ekki allt ömmu sína. Fólk fékk misvísandi upplýsingar En þegar forgangsvandamálið var loks úr sögunni vaknaði grímuhvatinn á ný og áður en varði lutu þær boði hins opinbera, að viðlögðum áminningum og sektum. Eftir að skimunin komst loks í sæmilegt horf fór fréttaflutningur að beinast að talnaverkinu sem mætti lesa út úr því. Áður höfðu dánartölurnar slegið allar aðrar fréttir út. Ef tekið er dæmi frá nágrönnum okkar í suðri, Bretum, þá muna allir glöggt eftir fréttunum um að allt að 1.000 manneskjur létust þar á degi hverjum. Nú berast fréttir um að það séu örlög 10-20 manna á dag. (Alltaf þarf að nefna að sú tala sé líka vond, þótt hún sé það ekki í samanburði við hina.) Og þótt stað- festar tölur um smit séu á ný komnar upp í það sem þær voru, en dánartíðnin sé fjarri því, virðist það nú skipta furðu litlu. Í kastljósi og auga stormsins Í sumum breskum fjölmiðlum er talað um að Boris forsætisráðherra taki veiruna vondu mjög inn á sig. Hann gerði lítið með það þegar hann veiktist sjálfur, fílhraustur maður á besta aldri. En skyndilega hékk tilvera hans sjálfs á bláþræði, nýbakaðs föður í sjötta eða sjöunda sinn. Hann slapp sem betur fer úr klóm veirunnar og hvorki hann né aðrir voru í vafa um að öflugt heil- brigðisteymi réði úrslitum um að svo vel tókst til. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir hreysti og baráttugleði sjúklingsins þurfti hann margar vikur til að skríða nægjanlega saman til að geta axlað kröfuríka vinnu- skyldu sína á ný. Í umræðunni heyrist að Boris Johnson sé vissulega hæfileikaríkur og öflugur pólitískur leiðtogi. En þeirri spurningu er stundum bætt við hvort það standist anda almennra hæfisreglna að hann stýri baráttunni við kórónuveiruna, svo tæpt sem hans eig- in barátta stóð. Enda bendi margt til þess að for- sætisráðherrann sé sérlega uppnæmur þegar aftur- kippur kemur í bataþróun faraldursins. Boris Johnson hefur rétt eins og Trump hvergi kosið felur og skjól varðandi daglega návist við fjölmiðlafólk og almenning vegna þróunar bardagans við veiruna. Ímyndarfræðingar benda á að slíkt sé hættuspil, því að leiðtogar njóti sín best þegar þeir geti sýnt forystu og styrk og slíkt sé ekki auðvelt í veiruslagnum og það þótt menn reyni að vera með veirufræðinga og vísindamenn á báðar hliðar og allt um kring. Það gerir vísindamönnum lítið til að segja við al- menning að ekki sé hægt að útiloka að þetta og hitt geti gerst og að smitum kunni að fjölga eða jafnvel fækka verulega á næstu dögum. Þetta þykir voðalega vísindalegt og varfærið. Stjórnmálamennirnir hafa ekki slíkt svigrúm í slíku tali. Fjölgi smitum þá yrði endurbirt þriggja daga gömul spóla þar sem leiðtogi endurómaði tal vísindamanna um að smitum kynni að fækka en sleppt að hann apaði líka eftir að þeim kynni að fjölga. „Fækkar, sagði hann og þeim fjölgar!“ er kynn- ingin á því. Donald Trump reyndi að benda á að hann hefði látið setja mikinn kraft í skimun og það hefði auðvitað tekið tíma. En þegar það var komið í góðan gang þá slógu fjölmiðlar því upp að fundnum smitum hefði fjölgað mikið og þau væru orðin miklu fleiri en í samanburðarlöndum (þar sem skimun var þá enn í lágmarki). Og þegar Trump bætti við síðar, vegna þessa áróðurs, að hann gæti auðvitað látið draga úr skimun ef hann vildi gleðja fjölmiðla með því að færri smit væru staðfest voru viðbrögðin fyrirsjáanleg. Auðvitað mátti hann vita hvernig það fór: CNN, ABC, NYT, WP og allir hinir (stóru og vönduðu fjöl- miðlar) blésu það upp að Trump hótaði nú að láta draga úr skimun til að koma betur út úr fréttum! Trump hafði í þetta sinn vit á því að reyna ekki að benda á þennan útúrsnúning því þá hefðu birst nýjar fréttir í hinum „frægu og vönduðu“ miðlum með enn feitari fyrisögnum: „Trump dregur hótanir sínar til baka í kjölfar mikillar gagnrýni úr öllum áttum.“ Spennuhöfundur veldur spennu Einhver magnaðasti höfundur spennusagna er Fred- erick Forsyth og höfum við flest sökkt okkur ein- hvern tíma niður í sögur hans eða að minnsta kosti séð sumar myndirnar sem hafa verið gerðar eftir sög- unum. Forsyth varð ungur stríðsflugmaður og síðan fréttamaður hjá Reuters og svo BBC. Hjá hinu síðara kynntist hann „fréttastýringu“ eða valkvæðum frétt- um, eins og hann lýsir þeim, og leist ekki á það sem hann sá og gerðist sinn eigin herra sem fréttamaður. Hann fylgdist með atburðum þegar De Gaulle forseta Frakklands var sýnt banatilræði og skrifaði í fram- haldinu bók á nokkrum vikum sem varð heimsfræg og höfundurinn með og myndin sem gerð var eftir sögunni naut í framhaldinu mikilla vinsælda. Miklu seinna var upplýst að Forsyth hafði í tvo ára- tugi verið njósnari fyrir MI6, bresku leyniþjón- ustuna. Stofnunin sú er gömul í hettunni, en er nú til húsa í ævintýralegri byggingu á Thames-árbökkum, sem hún flutti í fyrir aldarfjórðungi. En metsöluhöf- undurinn frægi hefur ekki látið sér nægja að senda frá sér spennusögur, sem aðdáendur hans bíða auð- vitað spenntir eftir, heldur skrifar hann iðulega pistla í blöð og tímarit sem einnig hefur verið mikill áhugi fyrir, en hluti aðdáenda þá ólíkur fyrrnefnda hópn- um. Fáir pistlahöfundar hafa þann bakgrunn sem For- syth hefur. Og pistlarnir bera með sér að hann er víð- lesinn. Og þeir sem eru ekki upplagðir fyrir maus og moð geta lesið Forsyth af öryggi. En hitt getur fylgt að lesandinn skrifi ekki upp á allar skoðanir og álykt- anir höfundarins, en enginn sem les kemst hjá því að ígrunda þær. Óhætt er að segja að Forsyth liggi skoðanalega nokkuð hægra megin við miðjuna, hvað svo sem sú skilgreining þýðir nákvæmlega. En jafnvel þeir sem sjálfir eru fremur hallir undir þann vinkil verða stundum fyrir því að höfundurinn snjalli komi að þeim úr óvæntri átt. Óvæntur gagnrýnandi Forsyth hefur verulegar áhyggjur af töktum og til- færingum Borisar Johnsons og nálguninni í veiruslag og óttast eða giskar á að það kunni að enda fremur Pistill Sjakalans ’ Í umræðunni heyrist að Boris Johnson sé vissulega hæfileikaríkur og öflugur pólitískur leiðtogi. En þeirri spurningu er stundum bætt við hvort það standist anda almennra hæfisreglna að hann stýri baráttunni við kórónuveiruna, svo tæpt sem hans eigin barátta stóð. Reykjavíkurbréf25.09.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.