Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Golli
voru strax færðir niður í káetu þar sem hlúð
var að þeim. Grímur og áhöfn hans leita áfram
í tvo tíma í vonskuveðri eftir skipbrots-
mönnum innan um brakið í sjónum, allan tím-
ann berjandi ísinguna af eigin bát við skelfileg-
ar aðstæður. Þeir hætta ekki leit fyrr en
tæpum tveimur tímum síðar þegar tvö varð-
skip voru komin og héldu leitinni áfram, en
Grímur hélt þá með Sigurkarfann til lands.
Það var svo þegar Grímur var skipstjóri á
Bergvík KE-55 sem hann og áhöfn hans björg-
uðu barni sem féll í sjóinn í Keflavíkurhöfn.
Sem fyrr segir var Grímur mjög fiskinn og fer-
ill hans sem skipstjóri gæfuríkur.
Í landi
Þegar Grímur var um fimmtugt varð hann
hjartveikur og þar með lauk árum hans á sjón-
um. Maður gæti haldið að nú ljúki frásögninni
um þennan einstaka mann en svo var ekki. Nú
hefst kafli í lífi hans sem er ekki síður merki-
legur.
Grímur var vel lesinn, með eindæmum
handlaginn og hafsjór af fróðleik. Hann sá
hvernig skip og aldnir sjómenn voru að týna
tölunni og með þeim mikill fróðleikur. Grímur
tók nú til við að safna og skrásetja heimildir
ásamt því að safna munum, allt frá akkerum
og kompásum, jafnvel fjöl úr selabátnum sem
áhöfnin á Kópi BA-138 bjargaði sér til lands á
þegar að Kópur fórst, niður í smærri hluti eins
og handveiðarfæri, svo og myndum af íslensk-
um bátum við veiðar. Þessir munir voru síðar
afhentir Bátasafni Gríms Karlssonar til varð-
veislu.
En hann lét ekki þar við sitja, kominn í land
hófst Grímur Karlsson handa við að smíða lík-
ön af bátunum sem drógu björg í bú og komu
íslensku þjóðinni upp úr sárri fátækt. Smátt og
smátt, yfir þrjátíu ára tímabil, varð íslenski
flotinn frá þilskipum til vorra daga til í báts-
líkönunum hans Gríms. Þar var hvert stykki
sérsmíðað af honum fyrir þann einstaka bát og
allt í 100% réttum hlutföllum. Þessi listasmíði
er svo nákvæm að erfitt er að trúa því að mað-
ur sé ekki að horfa á raunverulegt skip. Lík-
önin grípa sál og sögu bátsins sem þau eru
gerð eftir. Ásamt því að smíða líkön af bátun-
um safnaði Grímur sem fyrr segir heimildum
um þá. Mappa með sögu bátsins, allt frá smíði
skipsins til endaloka þess, fylgir hverju líkani
eftir Grím. Sögurnar eru margar og mis-
langar. Þær segja ekki aðeins frá því hvernig
bát um ræðir, heldur einnig frá atburðum í
söguskipsins. Nefni ég tvö sögubrot hér.
Í möppunni sem fylgir líkaninu af Rex
LL-488 (síðar Mb. Faxavík KE-65) sem var
einn af svokölluðu Svíþjóðarbátunum (blaðra),
segir frá því að þegar hann var keyptur til Ís-
lands hét hann Nana en fékk nafnið Nanna RE
við komuna hingað 1945-1946. Sú saga fyldi
bátnum að hann hafi verið kallaður „smyglbát-
urinn“, notaður til að smygla gyðingum frá
Póllandi til Svíþjóðar í seinni heimsstyrjöld-
inni. Þessi saga fékk byr undir báða vængi
1961 þegar Grímur var skipstjóri á bátnum. Þá
fannst fyrir tilviljun leynihólf undir gólfinu í
lúkar bátsins. Í þessu leynihólfi fundust litlar
tunnur (kvartel) með kjöti og blikkkassi með
kexi.
Annað líkan sem Grímur hélt mikið upp á
var seglskútan Helga EA-2.
Helga var smíðuð í Englandi 1874 og hét
upphaflega Onward. Við sjósetningu skipsins
varð hörmulegt slys. Skipið valt á stjórnborðs-
hliðina og unnusta yngsta smiðsins, sem komin
var til að fylgjast með sjósetningunni, varð
undir því. Stúlkan sem hét Helga var lögð í
koju í skipinu og andaðist þar. Eftir að skipið
fór til sjós töldu margir sig sjá Helgu bregða
fyrir og var hún talin nokkurs konar verndar-
engill skipsins. Þegar að Bretar fóru að losa
sig við gömlu kútterana keyptu Íslendingar
skipið og gáfu því nafnið Helga, því saga stúlk-
unnar fylgdi því hingað. Enn töldu menn sig
finna fyrir nærveru um borð og árið 1919 orti
háseti á skipinu 25 erinda ljóð um stúlkuna
Helgu og skipið. Þetta er afskaplega fallegt
ljóð sem fylgir líkaninu. Í seinni heimsstyrjöld-
inni var Helga notuð við tundurduflaveiðar og
slapp alltaf. Sjötíu ára saga skipsins endaði
þegar hún átti að vera notuð sem uppskipunar-
bátur en losnaði í strekkingsvindi. Þegar skip-
ið fer fyrir Drangsnesið sér bóndi á nálægum
bæ það, hann telur sig sjá konu standa við
stýrið og lætur vita af þessu. Varð þá uppi fót-
ur og fit og siglt var eftir skipinu til að bjarga
konunni. Þegar þeir nálguðust Helgu var hins
vegar engan að sjá um borð og sigldi hún á
reiðanum út Húnaflóa og hefur ekki sést síðan.
Árið 2009 var Grímur Karlsson sæmdur
Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
bátslíkön sín og þátt þeirra í að varðveita sögu
Íslands. Einnig komu fleiri viðurkenningar í
hans hlut, t.d. Súlan, menningarverðlaun
Reykjanesbæjar, árið 2006. Viðurkenning frá
Verðanda Skipstjóra- og stýrimannafélagi
Vestmannaeyja 2008, Sjómannadagsorðu
Reykjanesbæjar og fleira. Bátar Gríms hafa
farið víða og eru í söfnum og einkaeigu ekki
aðeins á Íslandi heldur einnig í Noregi, Svíþjóð
og fleiri stöðum.
Nú er hún Snorrabúð stekkur
Stærstur hluti bátasafns Gríms Karlssonar
var til skamms tíma til húsa í Bátasalnum í
Duushúsum í Reykjanesbæ undir nafninu
Bátafloti Gríms Karlssonar. Bátafélagið,
áhugamannahópur um bátaflota Gríms og út-
gerðarsögu Íslands, vann ötullega við að safna
fjármunum til að varðveita bátslíkönin og
koma þeim í varanlegt húsnæði. Fengu þeir
stuðning víða, m.a. styrk úr fjárlögum Alþing-
is. Var safnið svo opnað í vestasta og yngsta
hluta Duushúsa 11. maí 2002.
Þar gátu ungir sem aldnir gengið um meðal
bátanna, allt frá þilskipum nítjándu aldarinnar
til báta vorra daga. Árið 2010 var gerð tillaga
til þingsályktunar sem lögð var fyrir Alþingi
um að stækka bátasafnið og gera það að Skipa-
safni Íslands.
Grímur var frábær ræðumaður og sagði frá
á einstaklega lifandi og skemmtilegan hátt,
miklaði ekki fyrir sér að vera í safninu og lóðsa
fólk þar í gegn með fræðandi sögum um
bátana. Víkurfréttir eiga stóran þátt í að slíkar
upptökur úr safninu séu til og ber þeim mikil
þökk fyrir. Valgerður Guðmundsdóttir, f.v.
menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, kemst svo
að orði 2017 þegar hún minntist Gríms: „Báta-
safn Gríms Karlssonar er og verður hjartað í
Duus Safnahúsum.“
En hjartað er hætt að slá. Bátarnir hafa nú
verið fjarlægðir úr Bátasalnum, úr glerköss-
unum sem Grímur lagði mikla áherslu á að
þeir væru varðveittir í svo að þeir ekki
skemmdust. Þessi ómetanlegu líkön hafa verið
sett upp á aðra hæð í svokölluðu Bryggjuhúsi,
elsta húsi Duus safnahúsa, þar sem hluti
þeirra bíður þess að vera sýndur í aðstöðu sem
byggðasafn Reykjanesbæjar lýsir svo á bls. 6 í
síðustu ársskýrslu sinni:
„Þyrping verður að þorpi, á miðlofti
Bryggjuhússins stóð óbreytt að mestu, en eng-
ar fregnir eða upplýsingar hafa borist varðandi
það hvenær bætt verður úr aðgengi að sýning-
unni. Auk þess er ljóst að sýningaraðstaðan á
miðloftinu fullnægir ekki nútímakröfum sem
gera verður til grunnsýninga safna.“
Ég ætla að enda þennan minningarpistil
með því að leyfa Grími sjálfum að hafa orðið:
„Það er þessi saga sem ég er að reyna að
varðveita með skipunum mínum. Ég vil ekki að
við týnum henni, því þetta tímabil, sem er
bundið seglskipunum, vélbátunum og togara-
skipunum, er tímabil sem breytti íslensku
þjóðinni úr einni af þeim fátækustu í eina af
þeim ríkustu. Við vorum alltof fámenn til að
standa undir þessum framförum en gerðum
það samt. Allir bátar sem ég hef smíðað eiga
sér merka sögu og saga þeirra er um leið saga
okkar sjálfra.“ (Viðtal við Grím Karlsson
„Varðveitir útgerðarsögu landsins“ Útvegs-
blaðið 5.tbl. 2012).
Bátasafn Gríms Karlssonar var sett upp í Duus-húsunum. Bátalíkönin eru nú í geymslu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grímur Karlsson smíðaði nákvæm líkön af fjölda báta og skipa.
’En hjartað er hætt að slá.Bátarnir hafa nú verið fjar-lægðir úr Bátasalnum, úr gler-kössunum sem Grímur lagði
mikla áherslu á að þeir væru
varðveittir í svo að þeir ekki
skemmdust.
Sýning á 59 skipslíkönum
Gríms var opnuð í húsi
Byggðasafnsins árið 2002.
LÍFSHLAUP
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020