Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Við erum hér til að aðstoða þig! --
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Kórónuveiran sem veldur Covid-19-
sjúkdómnum er greinilega ekki á
förum, að mati Magnúsar Gott-
freðssonar, prófessors og sérfræð-
ings í smitsjúkdómum á Landspít-
alanum. „Við vitum að með
tímanum myndast mótefnasvar og
líkurnar á því að hún berist manna
á milli minnka eftir því sem hlutfall
þeirra sem hafa mótefni hækkar,“
segir Magnús.
Veirur geta
stökkbreyst og
ýmist öðlast
meiri meinhæfni
eða orðið vægari.
Magnús kveðst
hallast að því að
kórónuveiran
sem veldur
heimsfaraldr-
inum nú verði
vægari með tím-
anum, en það getur tekið nokkur ár
áður en svo verður. Hann segir að á
meðan ekki hafi myndast ónæmi
gegn sýklinum geti líklega allir
smitast, fræðilega séð.
„Það tekur langan tíma að mynda
hjarðónæmi, ef við tökum ekki til
varna. Það gerðist í spænsku veik-
inni 1918-1919 og þess vegna gekk
hún yfir með miklum þunga. Fólk
vissi lítið um hvernig hægt var að
verjast henni. Mannfall var mjög
mikið hér á Íslandi eins og víðast
hvar. Í dag hefðum við vonandi náð
að bremsa faraldurinn fyrr af og
reynt að hægja á bylgjunni,“ segir
Magnús.
Talað er um að spænska veikin
hafi komið í þremur bylgjum. Sú
fyrsta, sem var tiltölulega væg, kom
um sumarið 1918. Svo kom önnur
miklu skæðari í október sama ár.
Sú þriðja kom í mars til maí 1919.
Eftir það gekk þessi veira um heim-
inn og var ráðandi inflúensustofn
næstu árin og áratugina á eftir. „Þá
breyttist spænska veikin raunveru-
lega í það sem við köllum árstíða-
bundna inflúensu, sem lifði með
okkur og herjaði á mannkynið með
reglubundnum hætti um áratuga
skeið,“ segir Magnús.
Svæsinn heimsfaraldur, svonefnd
Rússaflensa, gekk yfir heiminn
1889 og næstu ár á eftir. Sumir
fræðimenn telja að hún hafi stafað
af tiltekinni kórónuveiru. Farald-
urinn gekk yfir í fimm árlegum
bylgjum og sú veira lifir enn með
okkur 130 árum síðar. Magnús seg-
ir það eðli svona heimsfaraldra að
þeir komi í bylgjum. Nú er hægt að
hægja á þeim ferðina t.d. með
breytingum á atferli fólks eins og
með því að draga úr beinum sam-
skiptum manna í milli. Einnig geta
ytri þættir eins og veður haft áhrif
og hve mikið við höldum okkur inn-
andyra.
„Svona veirur smita þá sem hafa
ekki mótstöðu og valda oftast mestu
veikindunum meðal þeirra sem eru
veikastir fyrir. Þetta er eins og
náttúruafl sem við ráðum ekki við.
Það getur tekið tíma þar til við finn-
um lyf eða öruggt bóluefni sem
framkallar verndandi mótefnasvar,“
segir Magnús. gudni@mbl.is
Kórónuveiran
sýnir ekkert
fararsnið
Eðli heimsfaraldra að koma í bylgj-
um Veiran gæti veikst með tímanum
Morgunblaðið/Eggert
Sýnataka Kórónuveiran sýnir ekk-
ert fararsnið heldur breiðist út.
Heimsfaraldur
» Heimsfaraldur sem kallaður
var spænska veikin lagði að velli
um 50 milljónir manna að talið
er.
» Spænska veikin kom hingað
sumarið 1918 og gengu þrjár
bylgjur yfir landið, sú síðasta
veturinn og vorið 1919.
» Talið er að 484 Íslendingar
hafi dáið úr spænsku veikinni.
Af þeim bjuggu 258 í Reykjavík.
Magnús
Gottfreðsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég skil mjög vel að foreldrar,
starfsfólk og nemendur séu ugg-
andi. Það er skiljanlegt að fólk
upplifi óöryggi og mörgum finnst
sóttkví vera skelfileg tilhugsun.
En svo framarlega sem því frá-
bæra starfi sem unnið hefur verið í
skólunum verður haldið áfram tel
ég að við séum á réttri leið,“ segir
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkur-
borgar.
Nú berast daglega fréttir af
smitum meðal nemenda og starfs-
manna í skólum. Fyrir vikið hafa
margir þurft að sæta sóttkví í
þessari nýjustu bylgju kórónuveir-
unnar. Helgi segir í samtali við
Morgunblaðið að þrátt fyrir þetta
séu vísbendingar um að vel hafi
tekist til við að halda veirunni utan
skólastarfs. „Þegar smit eru svona
víða í samfélaginu hefur það áhrif
inn í skóla- og frístundasamfélag-
ið. Margir, bæði nemendur og
starfsmenn, eru að smitast í sínu
daglega lífi. Við höfum rýnt aðeins
í stöðuna með stjórnendum. Við
þjónustum um 22 þúsund börn og
starfsmenn í Reykjavík eru í
kringum 5.500 og það eru tilteknar
vísbendingar um að það séu aðeins
fjórir starfsmenn sem hafi smitast
í starfi sínu. Smitin virðast koma í
einka- og félagslífi fólks. Það er í
raun miklu minna um smit í starf-
inu en margir kunna að halda,“
segir Helgi.
Býsna traust starfsumhverfi
Helgi segir að svo virðist sem
enginn starfsmaður hafi smitast í
leikskólum borgarinnar, hvorki af
samstarfsmanni né barni, og sömu
sögu sé að segja um frístunda-
heimilin. „Í grunnskólunum virðist
enginn hafa smitast af nemanda en
fjórir af samstarfsfélaga. Þetta eru
ákveðnar vísbendingar um að
þetta sé býsna traust starfs-
umhverfi enda hafa stjórnendur og
starfsfólk staðið sig frábærlega,“
segir Helgi.
Í gær bárust frekari fregnir af
því að starfsemi í samfélaginu á
höfuðborgarsvæðinu leggist í dvala
á næstunni. Íþróttafélög hafa
ákveðið að aflýsa æfingum, skóla-
sund hefur verið fellt niður og
íþróttakennsla fer fram undir ber-
um himni um hríð. Sóttvarna-
yfirvöld hafa hvatt fólk á höfuð-
borgarsvæðinu til að vera eins
mikið heima við og kostur er og að
viðburðum verði frestað.
Söfnum og menningarhúsum
hefur verið lokað fram til 19.
október. Það gildir einnig um
bókasöfn á höfuðborgarsvæðinu.
Öllum málfl utningi við Landsrétt
hefur verið frestað fram á
miðvikudag í næstu viku.
Dómari við réttinn hefur
greinst smitaður.
Hárgreiðslustof-
ur, snyrtistofur,
nuddstofur og
húðfl úrstofur eru
lokaðar
Ekki er veitt afgreiðsla í bönkum
nema fólk eigi pantaðan tíma
Þjónusta margra fyrirtækja
hefur verið skert og mælst er til
þess að fólk hafi
samband í gegnum
netið eða síma.
Krám og skemmtistöðum
hefur verið lokað
Veitingastaðir mega aðeins
vera opnir til klukkan 21.
Sumir eigendur hafa kosið að
loka tímabundið. Aðrir bjóða
aðeins upp á heimsendingar
eða að fólk sæki mat.
Allt íþróttastarf virðist munu
leggjast í dvala eftir að tilmæli sótt-
varnalæknis og almannavarn adeildar
ríkislögreglustjóra voru ítrekuð í gær.
Tilkynningar bárust um að
æfi ngum barna hefði
verið frestað. Skólasund
verður fellt niður og
íþróttakennsla þeirra
fer fram utandyra til
19. október.
Samfélagið á höfuðborgarsvæðinu í hægagangi
Helgafellsskóli 1 smit
380 manns í sóttkví
Háteigsskóli 1 smit
150 í sóttkví
Klettaskóli 5 smit
70 í sóttkví
Sunnulækjarskóli 3 smit
600 í sóttkví
Norðlingaskóli 1 smit
220 í sóttkví
Álfhólsskóli 1 smit
200 í sóttkví
LOKAÐ
Yfi r 1.600
nemendur
og starfs-
menn skóla á
höfuðborgar-
svæðinu og á
Selfossi eru
í sóttkví
Aðeins fjórir hafa
smitast í skólunum
Telja skólastarf öruggt þrátt fyrir tíðar fréttir af sóttkví
Kórónu-
veirusmit
H
ei
m
ild
:
co
vi
d.
is
Nýgengi innanlands
7. október:
198,8 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
23 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu
298.292 sýni hafa verið tekin
4.345 einstaklingar eru í sóttkví
846 eru með virkt smit og í einangrun
Nýgengi, landamæri: 7,4
„Við erum að horfa á smitin
koma inn á hjúkrunarheimilin
og spurningin er: Hver verður
næstur? Það er stór hópur sem
er að smitast sem er ekki í
sóttkví, þannig að við erum að
keppa við ákveðinn draug. Þetta
er eins og keppni í heppni,“ seg-
ir María Fjóla Harðardóttir, for-
stjóri Hrafnistu, sem hefur
áhyggjur af smitum í þriðju
bylgju kórónuveirunnar.
Þegar hafa greinst smit á
þremur hjúkrunarheimilum á
höfuðborgarsvæðinu og María
telur að slík smit geti haft víð-
tækar afleiðingar. „Þetta er
gríðarleg ógn fyrir heilbrigð-
iskerfið,“ segir María.
snorrim@mbl.is
Smitin gríð-
arleg ógn
HJÚKRUNARHEIMILI
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI